Hafa mætt miklum hlýhug hér á landi eftir langt ferðalag frá Úkraínu Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 18. mars 2022 21:01 Mæðgurnar ætla að snúa aftur til Úkraínu þegar stríðinu lýkur. Vísir/Einar Mæðgur sem flúðu stríðsátökin segjast hafa mætt miklum hlýhug hér á landi. Móðirin vonast til að dóttir sín komist sem fyrst í skóla og hún í vinnu en hún fari aftur heim um leið og stríðinu lýkur. Mæðgurnar flúðu í lest frá Kænugarði í Úkraínu fyrir um tveimur vikum og komu sér til Svíþjóðar, þaðan til Kaupmannahafnar og svo til Íslands. „Það var erfitt að fara frá Kænugarði og lítið pláss í lestinni þegar við flúðum. Við þurftum að standa í sex klukkustundir án vatns eða matar. Það var sprengt allt í kringum borgina,“ segir Kozhukharova Olena, sem flúði Kænugarð ásamt dóttur sinni. Eiginmaður hennar var eftir til að aðstoða herinn í landinu. Hún segist afar þakklát fyrir gestrisni sem hún og dóttir hennar hafi notið hér á landi síðustu daga. „Ég er þakklát fyrir að komast til Íslands og Íslendingar eru afar vinveittir Úkraínumönnum, sérstaklega er ég þakklát Rakel [Garðarsdóttur. Ég veit ekki hvar við værum ef hún hefði ekki hjálpað okkur.“ Rakel setti sig í samband við mæðgurnar með hjálp Google translate þýðingarforritsins.Vísir/Einar Rakel komst í samband við mæðgurnar eftir að kunningi hennar auglýsti eftir hjálp fyrir þær á samfélagsmiðlum. „Í stuttu máli var það þannig að ég hafði samband við hana með Google translate, spurði hvort hún gæti komið sér til Kaupmannahafnar og þá myndi ég kaupa flugmiða fyrir hana. Hún gat það og þá kom hún um kvöldið. Svo er þetta bara röð tilviljana. Ég er ekki ein, ég hafði samband við mann sem heitir Aðalsteinn, sem aðstoðaði mig fjárhagslega,“ segir Rakel. Rakel segir að þó að þær skilji ekki tungumál hverrar annarrar þá skilji allir tungumál hjartans. „Við brosum bara þrjár framan í hvor aðra og föðmumst.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Mæðgurnar flúðu í lest frá Kænugarði í Úkraínu fyrir um tveimur vikum og komu sér til Svíþjóðar, þaðan til Kaupmannahafnar og svo til Íslands. „Það var erfitt að fara frá Kænugarði og lítið pláss í lestinni þegar við flúðum. Við þurftum að standa í sex klukkustundir án vatns eða matar. Það var sprengt allt í kringum borgina,“ segir Kozhukharova Olena, sem flúði Kænugarð ásamt dóttur sinni. Eiginmaður hennar var eftir til að aðstoða herinn í landinu. Hún segist afar þakklát fyrir gestrisni sem hún og dóttir hennar hafi notið hér á landi síðustu daga. „Ég er þakklát fyrir að komast til Íslands og Íslendingar eru afar vinveittir Úkraínumönnum, sérstaklega er ég þakklát Rakel [Garðarsdóttur. Ég veit ekki hvar við værum ef hún hefði ekki hjálpað okkur.“ Rakel setti sig í samband við mæðgurnar með hjálp Google translate þýðingarforritsins.Vísir/Einar Rakel komst í samband við mæðgurnar eftir að kunningi hennar auglýsti eftir hjálp fyrir þær á samfélagsmiðlum. „Í stuttu máli var það þannig að ég hafði samband við hana með Google translate, spurði hvort hún gæti komið sér til Kaupmannahafnar og þá myndi ég kaupa flugmiða fyrir hana. Hún gat það og þá kom hún um kvöldið. Svo er þetta bara röð tilviljana. Ég er ekki ein, ég hafði samband við mann sem heitir Aðalsteinn, sem aðstoðaði mig fjárhagslega,“ segir Rakel. Rakel segir að þó að þær skilji ekki tungumál hverrar annarrar þá skilji allir tungumál hjartans. „Við brosum bara þrjár framan í hvor aðra og föðmumst.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira