Móðir og ófætt barn hennar létust í árás Rússa á fæðingarspítalann Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2022 10:38 Þessi mynd hefur farið eins og eldur í sinu um netið. Konan á myndinni var flutt á annað sjúkrahús þar sem hún gekkst undir keisaraskurð. Hvorki hún né ófætt barn hennar lifðu af. AP Photo/Evgeniy Maloletka Þunguð kona og ófætt barn hennar létust á sjúkrahúsi í Mariupol eftir árás Rússa á fæðingar- og barnasjúkrahús í borginni 9. mars síðastliðinn. Þau létust bæði eftir að læknar reyndu að bjarga barninu í keisaraskurði í kjölfar árásarinnar. Mynd af konunni, þar sem hún var borin á sjúkrabörum eftir árásina, fór eins og eldur í sinu um netheima. Á myndinni sést hún liggja náföl á sjúkrabörunum, á meðan karlmenn bera hana í sjúkrabíl, og strjúka blóðugan kviðinn. Úkraínskir hermenn ganga um rústir sjúkrahússins.AP Photo/Evgeniy Maloletka Konan var flutt í flýti á annað sjúkrahús í borginni. Samkvæmt frétt AP reyndu læknar þar að halda bæði henni og barninu á lífi en þegar í ljós hafi komið að barnið væri hætt komið er haft eftir sjúkraliðum að konan hafi sagst vilja deyja. Þá er haft eftir Timur Marin skurðlækni að við skoðun hafi komið í ljós að mjaðmargrind konunnar hafi kramist í árásinni og hún farið úr mjaðmarlið. Læknar hafi ákveðið að framkvæma keisaraskurð en barnið hafi fæðst andvana. Konan var svo úrskurðuð látin eftir þrjátíu mínútna tilraunir til endurlífgunar. Mariana Vishegirskaya gengur út af fæðingarspítalanum í kjölfar árásarinnar.AP Photo/Evgeniy Maloletka Fram kemur í frétt AP að heilbrigðisstarfsmennirnir hafi ekki náð nafni konunnar í allri ringulreiðinni. Eiginmaður hennar og faðir hafi þó mætt og tekið lík hennar til greftrunar svo ekki þurfti að jarðsetja hana í fjöldagröfum Mariupol. Rússar hafa verið sakaðir um stríðsglæpi vegna árásarinnar á sjúkrahúsið en rússnesk yfirvöld hafa haldið því fram að úkraínskir öfgahópar og vígahópurinn Azov hafi tekið yfir spítalann og notað hann sem höfuðstöðvar. Spítalinn hafi þar með ekki verið í notkun sem spítali þegar árásin á hann var gerð. Hvorki sjúklingar né heilbrigðisstarfsmenn hafi verið þar í árásinni. Mariana Vishegirskaya stendur fyrir utan sjúkrahúsið í kjölfar eldflaugaárásarinnar. Hún lifði árásina af og dóttir hennar kom í heiminn daginn eftir.AP Photo/Mstyslav Chernov Rússnesk yfirvöld og rússnesk sendiráð, til dæmis í Lundúnum og Reykjavík, hafa sagt myndir frá árásinni falsaðar. Fréttamenn AP sem voru á staðnum fylgdust með árásinni, tóku myndir og myndbönd og ræddu við fórnarlömb árásarinnar. Rússneska sendiráðið í Bretlandi heldur því fram að myndir frá árásinni séu falsaðar. Twitter hefur eytt tístinu.Skjáskot Áhrifavaldurinn Mariana Vishegirskaya var á fæðingarspítalanum þegar árásin var gerð og fæddi dóttur sína daginn eftir árásina. Eftir að myndir af henni af vettvangi voru birtar hafa rússnesk yfirvöld sagt hana hafa verið þar sem leikari og sönnun þess að myndir frá árásinni hafi verið tilbúningur. Þau hafa meðal annars sagt að hún hafi verið í hlutverki áðurnefndrar móður, sem lést í kjölfar árásarinnar. Rússneska sendiráðið hér á Íslandi endurtísti tísti frá rússneska fréttamiðlinum RT þar sem ýjað er að því að Vishegirskaya hafi þóst vera hún sjálf og móðirin sem lést í kjölfar árásarinnar. Lavrov said the hospital had been under the control of Ukraine’s Azov Battalion for several days, and that the paramilitary group had removed all patients and staff. The reports were designed to ‘manipulate public opinion,’ he added.More: https://t.co/GWILrKUzd3 pic.twitter.com/1Cr2ToFSJt— RT (@RT_com) March 11, 2022 Here's the Russian ambassador to the UN, Vasily Nebenzya, holding her picture up and accusing her of "acting" just three days ago at a UN security council session. pic.twitter.com/z1UGrlIFxL— Shayan Sardarizadeh (@Shayan86) March 14, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Viðræður Úkraínumann og Rússa halda áfram og Bandaríkjamenn biðla til Kínverja Fulltrúar Úkraínu og Rússlands munu ræða saman í dag í gegnum fjarfundabúnað, segir Mykhailo Podoliak, ráðgjafi Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Talsmenn beggja þjóða hafa sagt eitthvað orðið ágengt, jafnvel þótt engar vísbendingar séu uppi um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. 14. mars 2022 06:32 Efast um að NATO myndi blanda sér í stríðið þó Rússar notuðu efnavopn Prófessor í stjórnmálafræði efast um að NATO myndi blanda sér í stríðið í Úkraínu ef Rússar myndu beita þar efnavopnum. Það þyrfti meira til að NATO færi í allsherjarstríð við Rússland. 13. mars 2022 13:10 Missti annað barnið sitt í sprengjuárás Rússa Pútín Rússlandsforseti sýndi engan vilja til að binda enda á stríðið við Úkraínu að sögn franskra yfirvalda en Pútín átti símafund með Frakklandsforseta og kanslara Þýskalands í dag. Árásir Rússa á nokkrar úkraínskar borgir færðust mjög í aukana í morgun. Við vörum við myndefni sem fylgir myndbandinu í fréttinni. 12. mars 2022 23:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Mynd af konunni, þar sem hún var borin á sjúkrabörum eftir árásina, fór eins og eldur í sinu um netheima. Á myndinni sést hún liggja náföl á sjúkrabörunum, á meðan karlmenn bera hana í sjúkrabíl, og strjúka blóðugan kviðinn. Úkraínskir hermenn ganga um rústir sjúkrahússins.AP Photo/Evgeniy Maloletka Konan var flutt í flýti á annað sjúkrahús í borginni. Samkvæmt frétt AP reyndu læknar þar að halda bæði henni og barninu á lífi en þegar í ljós hafi komið að barnið væri hætt komið er haft eftir sjúkraliðum að konan hafi sagst vilja deyja. Þá er haft eftir Timur Marin skurðlækni að við skoðun hafi komið í ljós að mjaðmargrind konunnar hafi kramist í árásinni og hún farið úr mjaðmarlið. Læknar hafi ákveðið að framkvæma keisaraskurð en barnið hafi fæðst andvana. Konan var svo úrskurðuð látin eftir þrjátíu mínútna tilraunir til endurlífgunar. Mariana Vishegirskaya gengur út af fæðingarspítalanum í kjölfar árásarinnar.AP Photo/Evgeniy Maloletka Fram kemur í frétt AP að heilbrigðisstarfsmennirnir hafi ekki náð nafni konunnar í allri ringulreiðinni. Eiginmaður hennar og faðir hafi þó mætt og tekið lík hennar til greftrunar svo ekki þurfti að jarðsetja hana í fjöldagröfum Mariupol. Rússar hafa verið sakaðir um stríðsglæpi vegna árásarinnar á sjúkrahúsið en rússnesk yfirvöld hafa haldið því fram að úkraínskir öfgahópar og vígahópurinn Azov hafi tekið yfir spítalann og notað hann sem höfuðstöðvar. Spítalinn hafi þar með ekki verið í notkun sem spítali þegar árásin á hann var gerð. Hvorki sjúklingar né heilbrigðisstarfsmenn hafi verið þar í árásinni. Mariana Vishegirskaya stendur fyrir utan sjúkrahúsið í kjölfar eldflaugaárásarinnar. Hún lifði árásina af og dóttir hennar kom í heiminn daginn eftir.AP Photo/Mstyslav Chernov Rússnesk yfirvöld og rússnesk sendiráð, til dæmis í Lundúnum og Reykjavík, hafa sagt myndir frá árásinni falsaðar. Fréttamenn AP sem voru á staðnum fylgdust með árásinni, tóku myndir og myndbönd og ræddu við fórnarlömb árásarinnar. Rússneska sendiráðið í Bretlandi heldur því fram að myndir frá árásinni séu falsaðar. Twitter hefur eytt tístinu.Skjáskot Áhrifavaldurinn Mariana Vishegirskaya var á fæðingarspítalanum þegar árásin var gerð og fæddi dóttur sína daginn eftir árásina. Eftir að myndir af henni af vettvangi voru birtar hafa rússnesk yfirvöld sagt hana hafa verið þar sem leikari og sönnun þess að myndir frá árásinni hafi verið tilbúningur. Þau hafa meðal annars sagt að hún hafi verið í hlutverki áðurnefndrar móður, sem lést í kjölfar árásarinnar. Rússneska sendiráðið hér á Íslandi endurtísti tísti frá rússneska fréttamiðlinum RT þar sem ýjað er að því að Vishegirskaya hafi þóst vera hún sjálf og móðirin sem lést í kjölfar árásarinnar. Lavrov said the hospital had been under the control of Ukraine’s Azov Battalion for several days, and that the paramilitary group had removed all patients and staff. The reports were designed to ‘manipulate public opinion,’ he added.More: https://t.co/GWILrKUzd3 pic.twitter.com/1Cr2ToFSJt— RT (@RT_com) March 11, 2022 Here's the Russian ambassador to the UN, Vasily Nebenzya, holding her picture up and accusing her of "acting" just three days ago at a UN security council session. pic.twitter.com/z1UGrlIFxL— Shayan Sardarizadeh (@Shayan86) March 14, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Viðræður Úkraínumann og Rússa halda áfram og Bandaríkjamenn biðla til Kínverja Fulltrúar Úkraínu og Rússlands munu ræða saman í dag í gegnum fjarfundabúnað, segir Mykhailo Podoliak, ráðgjafi Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Talsmenn beggja þjóða hafa sagt eitthvað orðið ágengt, jafnvel þótt engar vísbendingar séu uppi um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. 14. mars 2022 06:32 Efast um að NATO myndi blanda sér í stríðið þó Rússar notuðu efnavopn Prófessor í stjórnmálafræði efast um að NATO myndi blanda sér í stríðið í Úkraínu ef Rússar myndu beita þar efnavopnum. Það þyrfti meira til að NATO færi í allsherjarstríð við Rússland. 13. mars 2022 13:10 Missti annað barnið sitt í sprengjuárás Rússa Pútín Rússlandsforseti sýndi engan vilja til að binda enda á stríðið við Úkraínu að sögn franskra yfirvalda en Pútín átti símafund með Frakklandsforseta og kanslara Þýskalands í dag. Árásir Rússa á nokkrar úkraínskar borgir færðust mjög í aukana í morgun. Við vörum við myndefni sem fylgir myndbandinu í fréttinni. 12. mars 2022 23:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Viðræður Úkraínumann og Rússa halda áfram og Bandaríkjamenn biðla til Kínverja Fulltrúar Úkraínu og Rússlands munu ræða saman í dag í gegnum fjarfundabúnað, segir Mykhailo Podoliak, ráðgjafi Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Talsmenn beggja þjóða hafa sagt eitthvað orðið ágengt, jafnvel þótt engar vísbendingar séu uppi um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. 14. mars 2022 06:32
Efast um að NATO myndi blanda sér í stríðið þó Rússar notuðu efnavopn Prófessor í stjórnmálafræði efast um að NATO myndi blanda sér í stríðið í Úkraínu ef Rússar myndu beita þar efnavopnum. Það þyrfti meira til að NATO færi í allsherjarstríð við Rússland. 13. mars 2022 13:10
Missti annað barnið sitt í sprengjuárás Rússa Pútín Rússlandsforseti sýndi engan vilja til að binda enda á stríðið við Úkraínu að sögn franskra yfirvalda en Pútín átti símafund með Frakklandsforseta og kanslara Þýskalands í dag. Árásir Rússa á nokkrar úkraínskar borgir færðust mjög í aukana í morgun. Við vörum við myndefni sem fylgir myndbandinu í fréttinni. 12. mars 2022 23:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent