Missti annað barnið sitt í sprengjuárás Rússa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. mars 2022 23:00 Anastasiya Erashova situr með barn sitt sem lifði sprenjuárásina af á spítala í Mariupol. ap/evgeniy maloletka Pútín Rússlandsforseti sýndi engan vilja til að binda enda á stríðið við Úkraínu að sögn franskra yfirvalda en Pútín átti símafund með Frakklandsforseta og kanslara Þýskalands í dag. Árásir Rússa á nokkrar úkraínskar borgir færðust mjög í aukana í morgun. Við vörum við myndefni sem fylgir myndbandinu í fréttinni. Í því má sjá hvernig var umhorfs í úkraínsku borginni Mariupol í gær, sem er umsetin af Rússum. Eftir um tvær vikur af stanslausum árásum Rússa á borgina eru borgarbúar orðnir uppgefnir. Þeir hafa verið án vatns, hita og rafmagns í marga daga. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa nú fleiri en 1.500 almennir borgarar látið lífið í stríðinu og þar af 42 börn. Hver færir okkur börnin okkar aftur? Anastasiya Erashova, ung móðir, missti annað barn sitt í sprengjuárásum á Mariupol í gær. „Við fórum heim til bróður míns öll saman. Konur og börn leituðu skjóls neðanjarðar og svo laust sprengjuvarpa húsið. Við vorum föst neðanjarðar og tvö börn létust. Enginn gat bjargað þeim,“ segir Anastasiya. „Ég veit ekki hvert ég á að flýja. Hver færir okkur börnin okkar aftur? Hver?“ Enginn vill gefa eftir Á símafundi sem Emanuel Macron Frakklandsforseti og Olaf Scholz Þýskalandskannslari áttu með Pútín í dag báðu þeir hann að hætta umsátrinu um Mariupol. Að þeirra sögn sýndi Pútín engan vilja til að binda enda á stríðið í bráð. Forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í dag og sagði úkraínska herinn hafa náð sögulegum árangri gegn Rússum. „Afhroðið sem rússneski herinn hefur beðið er gríðarlegt. Tjónið sem innrásarliðið hefur orðið fyrir á sautján dögum er slíkt að það er óhætt að segja að þetta sé mesta áfall sem rússneski herinn hefur orðið fyrir í áratugi. Þeir hafa aldrei tapað svo miklu á svo stuttum tíma,“ sagði Volodymyr Zeleskyy. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í sjónvarpsávarpi í dag að Úkraínumenn mættu ekki láta deigan síga. AP/forsetaembætti Úkraínu Árásir Rússa á margar úkraínskar borgir færðust í aukana í dag og þá virðist Rússum orðið nokkuð ágengt á svæðum í kring um höfuðborgina Kænugarð. „Við höfum engan rétt á að draga úr vörnum okkar. Sama hversu erfitt það er. Við höfum engan rétt á að draga úr krafti mótspyrnunnar,“ sagði Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Í því má sjá hvernig var umhorfs í úkraínsku borginni Mariupol í gær, sem er umsetin af Rússum. Eftir um tvær vikur af stanslausum árásum Rússa á borgina eru borgarbúar orðnir uppgefnir. Þeir hafa verið án vatns, hita og rafmagns í marga daga. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa nú fleiri en 1.500 almennir borgarar látið lífið í stríðinu og þar af 42 börn. Hver færir okkur börnin okkar aftur? Anastasiya Erashova, ung móðir, missti annað barn sitt í sprengjuárásum á Mariupol í gær. „Við fórum heim til bróður míns öll saman. Konur og börn leituðu skjóls neðanjarðar og svo laust sprengjuvarpa húsið. Við vorum föst neðanjarðar og tvö börn létust. Enginn gat bjargað þeim,“ segir Anastasiya. „Ég veit ekki hvert ég á að flýja. Hver færir okkur börnin okkar aftur? Hver?“ Enginn vill gefa eftir Á símafundi sem Emanuel Macron Frakklandsforseti og Olaf Scholz Þýskalandskannslari áttu með Pútín í dag báðu þeir hann að hætta umsátrinu um Mariupol. Að þeirra sögn sýndi Pútín engan vilja til að binda enda á stríðið í bráð. Forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í dag og sagði úkraínska herinn hafa náð sögulegum árangri gegn Rússum. „Afhroðið sem rússneski herinn hefur beðið er gríðarlegt. Tjónið sem innrásarliðið hefur orðið fyrir á sautján dögum er slíkt að það er óhætt að segja að þetta sé mesta áfall sem rússneski herinn hefur orðið fyrir í áratugi. Þeir hafa aldrei tapað svo miklu á svo stuttum tíma,“ sagði Volodymyr Zeleskyy. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í sjónvarpsávarpi í dag að Úkraínumenn mættu ekki láta deigan síga. AP/forsetaembætti Úkraínu Árásir Rússa á margar úkraínskar borgir færðust í aukana í dag og þá virðist Rússum orðið nokkuð ágengt á svæðum í kring um höfuðborgina Kænugarð. „Við höfum engan rétt á að draga úr vörnum okkar. Sama hversu erfitt það er. Við höfum engan rétt á að draga úr krafti mótspyrnunnar,“ sagði Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira