Veður

Hvöss suð­austan­átt með rigningu og hlýnandi veðri

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu tvö til átta stig síðdegis.
Hiti verður á bilinu tvö til átta stig síðdegis. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir nokkuð hvassri suðaustanátt í dag með rigningu og hlýnandi veðri, en snjókomu eða slyddu fram eftir degi norðvestantil á landinu.

Búast má við talsverðri úrkomu um landið suðaustanvert, en á Norðausturlandi verður þurrt að kalla.

Á morgun er svo spáð suðaustan 13 til 18 metrum á sekúndu og fremur hlýju veðri. „Skýjað með köflum og þurrt norðanlands, annars rigning en skúrir á Suðvestur- og Vesturlandi. Það er útlit fyrir heldur kólnandi veður um helgina og él sunnan- og vestanlands.“

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Suðaustanátt, víða 13-18 m/s og rigning, en skúrir V-lands. Skýjað og þurrt að kalla á N-landi. Hægari um kvöldið. Hiti 4 til 11 stig.

Á laugardag: Suðlæg átt, 8-13 m/s og él. Rigning eða slydda NA- og A-til, en léttir til þar síðdegis. Hiti 0 til 6 stig yfir daginn.

Á sunnudag: Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálitlar skúrir eða él, en bjartviðri fyrir norðan. Hiti breytist lítið.

Á mánudag: Vaxandi suðaustanátt með slyddu og síðar rigningu, en þurrt að kalla NA- og A-lands. Heldur hlýnandi.

Á þriðjudag: Suðvestanátt og él, en bjartviðri um landið NA-vert. Kólnar smám saman.

Á miðvikudag: Útlit fyrir suðlæga átt með éljum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×