Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. febrúar 2022 16:27 Selenskí skrifaði undir umsóknina í dag, Mynd/Twitter Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur formlega óskað eftir því að Úkraína fái að ganga í Evrópusambandið en forsetinn skrifaði undir beiðni þess efnis fyrir skemmstu. Selenskí sagði í ávarpi sínu í nótt að markmið Úkraínumanna væri að sameinast Evrópu og vera á sama stalli og önnur ríki heimsálfunnar. Hann sagðist sannfærður um að það væri sanngjarnt og í senn mögulegt. Friðaviðræður fóru fram milli sendinefnda Rússa og Úkraínu í Hvíta-Rússlandi í dag en viðræðurnar báru lítinn árangur. Þá hefur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna komið saman á neyðarfundi, í fyrsta sinn í 40 ár, vegna stöðunnar. President @ZelenskyyUa has signed application for the membership of #Ukraine in the European Union.This is a historic moment! pic.twitter.com/rmzdgIwArc— Verkhovna Rada of Ukraine (@ua_parliament) February 28, 2022 Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í dag en Macron ítrekaði kröfur alþjóðasamfélagsins um að Rússar láti af hernaðarstarfsemi í Úkraínu og að vopnahléi verði tafarlaust komið á. Þá fór Macron sömuleiðis fram á það við Pútín að engar árásir yrðu gerðar á almenna borgara eða heimili þeirra á meðan friðaviðræðunum stendur og að allir meginvegir í Úkraínu haldist opnir og öruggir, sérstaklega vegurinn úr Kænugarði. Pútín er sagður hafa sýnt vilja til að fallast á öll þau atriði sem Macron nefndi. Kreml segir í yfirlýsingu að samkomulag gæti náðst í viðræðunum við Úkraínu ef ákveðnum skilyrðum verður fullnægt, sem talið er ólíklegt að Úkraína fallist á. Fjallað er ítarlega um stöðuna milli Rússlands og Úkraínu í vaktinni hér á Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraínumenn gætu fengið dvalarleyfi innan ESB í allt að þrjú ár Evrópusambandið stefnir á að veita úkraínskum flóttamönnum dvala- og vinnuleyfi innan sambandsins til allt að þriggja ára. Þetta hefur Reuters eftir Ylvu Johansson, innanríkismálastjóra ESB, en um 400 þúsund Úkraínumenn hafa flúið til ríkja Evrópusambandsins frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í síðustu viku. 28. febrúar 2022 14:18 Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00 Rúblan hríðfellur og bann á sölu á eignum í Rússlandi Rússneski seðlabankinn bannaði í morgun sölu erlendra aðila á hlutabréfum og eignum í Rússlandi. 28. febrúar 2022 08:42 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur formlega óskað eftir því að Úkraína fái að ganga í Evrópusambandið en forsetinn skrifaði undir beiðni þess efnis fyrir skemmstu. Selenskí sagði í ávarpi sínu í nótt að markmið Úkraínumanna væri að sameinast Evrópu og vera á sama stalli og önnur ríki heimsálfunnar. Hann sagðist sannfærður um að það væri sanngjarnt og í senn mögulegt. Friðaviðræður fóru fram milli sendinefnda Rússa og Úkraínu í Hvíta-Rússlandi í dag en viðræðurnar báru lítinn árangur. Þá hefur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna komið saman á neyðarfundi, í fyrsta sinn í 40 ár, vegna stöðunnar. President @ZelenskyyUa has signed application for the membership of #Ukraine in the European Union.This is a historic moment! pic.twitter.com/rmzdgIwArc— Verkhovna Rada of Ukraine (@ua_parliament) February 28, 2022 Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í dag en Macron ítrekaði kröfur alþjóðasamfélagsins um að Rússar láti af hernaðarstarfsemi í Úkraínu og að vopnahléi verði tafarlaust komið á. Þá fór Macron sömuleiðis fram á það við Pútín að engar árásir yrðu gerðar á almenna borgara eða heimili þeirra á meðan friðaviðræðunum stendur og að allir meginvegir í Úkraínu haldist opnir og öruggir, sérstaklega vegurinn úr Kænugarði. Pútín er sagður hafa sýnt vilja til að fallast á öll þau atriði sem Macron nefndi. Kreml segir í yfirlýsingu að samkomulag gæti náðst í viðræðunum við Úkraínu ef ákveðnum skilyrðum verður fullnægt, sem talið er ólíklegt að Úkraína fallist á. Fjallað er ítarlega um stöðuna milli Rússlands og Úkraínu í vaktinni hér á Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraínumenn gætu fengið dvalarleyfi innan ESB í allt að þrjú ár Evrópusambandið stefnir á að veita úkraínskum flóttamönnum dvala- og vinnuleyfi innan sambandsins til allt að þriggja ára. Þetta hefur Reuters eftir Ylvu Johansson, innanríkismálastjóra ESB, en um 400 þúsund Úkraínumenn hafa flúið til ríkja Evrópusambandsins frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í síðustu viku. 28. febrúar 2022 14:18 Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00 Rúblan hríðfellur og bann á sölu á eignum í Rússlandi Rússneski seðlabankinn bannaði í morgun sölu erlendra aðila á hlutabréfum og eignum í Rússlandi. 28. febrúar 2022 08:42 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Úkraínumenn gætu fengið dvalarleyfi innan ESB í allt að þrjú ár Evrópusambandið stefnir á að veita úkraínskum flóttamönnum dvala- og vinnuleyfi innan sambandsins til allt að þriggja ára. Þetta hefur Reuters eftir Ylvu Johansson, innanríkismálastjóra ESB, en um 400 þúsund Úkraínumenn hafa flúið til ríkja Evrópusambandsins frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í síðustu viku. 28. febrúar 2022 14:18
Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00
Rúblan hríðfellur og bann á sölu á eignum í Rússlandi Rússneski seðlabankinn bannaði í morgun sölu erlendra aðila á hlutabréfum og eignum í Rússlandi. 28. febrúar 2022 08:42