Erlent

Rúblan hríðfellur og bann á sölu á eignum í Rússlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Gengi Rúblunar hefur aldrei verið lægri gagnvart Bandaríkjadal.
Gengi Rúblunar hefur aldrei verið lægri gagnvart Bandaríkjadal. Getty/Mikhail Japaridze

Rússneski seðlabankinn bannaði í morgun sölu erlendra aðila á hlutabréfum og eignum í Rússlandi.

Einingis var opnað fyrir peninga- og gjaldeyrisviðskipti í Rússlandi í morgun, en enn hefur ekki verið tekið ákvörðun um hvort hlutabréfamarkaðurinn verði opnaður. Nú þegar er nokkrum sinnum búið að fresta opnun hlutabréfamarkaðarins.

Rússneska rúblan hefur fallið um þrjátíu prósent í morgun og hefur gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal aldrei verið lægra.

Seðlabanki Rússlands hefur hækkað stýrivexti í Rússlandi í tuttugu prósent til að reyna að skýla rúblunni. Vextirnir voru fyrir 9,5 prósent en virði rúblunnar hefur fallið hratt í morgun vegna umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússlandi.

Þá hefur bankinn skipað rússneskum fyrirtækjum að selja áttatíu prósent af þeim erlenda gjaldeyri sem þau sitja á.

Her Rússlands sækir fram í Úkraínu úr mörgum áttum. Hægt er að fylgjast með gangi mála í vaktinni á Vísi, hér.


Tengdar fréttir

Vaktin: Segja skipulagsleysi og sterka vörn hafa valdið Rússum vandræðum

Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×