Erlent

Rúm­lega hálf milljón Úkraínu­manna á flótta

Atli Ísleifsson skrifar
Margir hafa reynt að komast inn til Póllands.
Margir hafa reynt að komast inn til Póllands. AP

Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív.

Stærstur hluti flóttamannanna hefur lagt leið síðna í vestur og hafa margir freistað þess að komast til Póllands, Slóvakíu og Ungverjalands. Öllum úkraínskum karlmönnum, átján til sextíu ára, hefur verið bannað að yfirgefa landið og gert að grípa til vopna til að verjast innrásarher Rússa.

Viðræður milli Úkraínumanna og Rússa hafa farið fram á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að hann bindi ekki miklar vonir til að árangur náist.

Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að milljónir óbreyttra borgara neyðist nú til að hafast við í bráðabirgðasprengjubyrgjum, líkt og neðanjarðarlestarstöðvum til að forðast sprengjuárásir.

Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum frá Úkraínu í vaktinni á Vísi.

BBC segir frá því að samkvæmt talningu skrifstofa Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna hafi 102 almennir borgarar látið lífið, þar af sjö börn, og þrjú hundruð særst, frá því að innrásin hófst á fimmtudag. Bachelet kveðst þó óttast að raunverulegur fjöldi sé mun hærri.


Tengdar fréttir

Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás

Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×