Veður

Lægð fer norð­austur yfir landið

Atli Ísleifsson skrifar
Það dregur smám saman úr vindi og úrkomu í dag.
Það dregur smám saman úr vindi og úrkomu í dag. Vísir/Vilhelm

Febrúarmánuður endar með nokkrum gulum viðvörunum, en lægð fer norðaustur yfir landið í dag. Hvasst verður á landinu norðvestanverðu með éljum og lélegu skyggni en hægari vindur í öðrum landshlutum.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að rigning eða slydda verði fyrir austan, en annars dálítil él.

„Dregur smám saman úr vindi og úrkomu í dag, en hvessir fyrir austan í kvöld þegar lægðin fjarlægist landið.

Norðvestan hvassviðri eða stormur um landið austanvert í nótt og í fyrramálið, en mun hægari vindur um landið vestanvert. Víða él, einkum norðantil á landinu.

Lægir og styttir upp þegar líður á morgundaginn, en strax annað kvöld fer vindur að vaxa úr austri þegar næsta kerfi nálgast landið úr suðvestri.“

Gular viðvaranir:

  • Faxaflói, norðaustan stormur og hríð. 28. febrúar kl 7-11.
  • Breiðafjörður, norðaustan hvassviðri eða stormur og él, 28. febrúar 5-14.
  • Vestfirðir, norðaustan hvassviðri eða stormur og hríð, 28. febrúar 6-16.
  • Strandir og Norðurland vestra, norðaustan hvassviðri eða stormur og hríð, 28. febrúar 5-14.
Spákortið fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Minnkandi norðvestanátt og éljagangur um landið norðanvert, en annars úrkomuminna. Hæglætisveður síðdegis og él á stöku stað, en vaxandi suðaustanátt suðvestantil um kvöldið. Kólnar í veðri, frost allt að 10 stig norðaustantil en frostlaust við suðurströndina.

Á miðvikudag: Gengur í suðaustan 13-20 m/s með rigningu eða slyddu en heldur hægari og þurrt norðanlands. Dregur úr vindi seinnipartinn. Hlýnandi veður, hiti 0 til 6 stig síðdegis.

Á fimmtudag og föstudag: Suðvestan 5-13 m/s og él en lengst af úrkomulítið norðan og austanlands. Hiti kringum frostmark en frost 0 til 6 stig á föstudag.

Á laugardag: Vaxandi suðaustanátt með slyddu eða rigingu en suðvestanátt og snjókomu eða él og kólnandi veður um kvöldið. Yfirleitt þurrt norðaustantil.

Á sunnudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt og stöku él sunnan- og vestanlands, annars þurrt og bjart. Vægt frost víða.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.