Aðskilnaðarsinnar biðja Rússa um hernaðaraðstoð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. febrúar 2022 22:31 AP/Evgeniy Maloletka Aðskilnaðarsinnar í héruðunum Doetsk og Luhansk í Úkraínu hafa óskað eftir hernaðaraðstoð frá Rússlandi til að bregðast við ágangi Úkraínumanna. Þetta hefur AP fréttastofan eftir talsmanni Kreml. Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sjálfstæði héraðanna og skrifaði undir varnarsáttmála við aðskilnaðarsinna á mánudag og í gær fékk hann formlega heimild frá þinginu til að beita her ríkisins utan landamæra þess. Dmitru Peskov, talsmaður Kreml, segir aðskilnaðarsinna hafa skrifað til Pútíns og óskað eftir aðstoð þar sem hernaðaraðgerðir Úkraínumanna á svæðunum hafi leitt til mannfalls almennra borgara og skemmda á innviðum. Jen Psaki, samskiptafulltrúi Hvíta hússins, sagði yfirvöld í Moskvu halda áfram að sigla undir fölsku flaggi fyrir komandi átök og að beiðni aðskilnaðarsinnanna í dag væri merki um tilraunir Rússa til að réttlæta átök. Vesturríkin myndu halda áfram að benda á slíkt og benda á raunverulega stöðu. Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi innrás Rússa í landið. Úkraínsk yfirvöld óttast að Rússar muni reyna að koma á enn frekara ójafnvægi í landinu með því að nýta sér stuðningsmenn sína í Úkraínu, þar á meðal stjórnmálaflokk sem á fulltrúa á úkraínska þinginu og er hliðhollur Rússum. Samþykkt þingsins gerir yfirvöldum kleift að hefta ferðir almennings, koma í veg fyrir mótmæli og banna stjórnmálaflokka og samtök í nafni almannahagsmuna. Neyðarástand tekur gildi á morgun og gildir í 30 daga. Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, fundaði í dag með forsetum NATO ríkjanna Póllands og Litháens í dag en að fundinum loknum sagði Zelenskyy Úkraínumenn ekki fara í grafgötur með að þeir tilheyrðu engu varnarsamstarfi og þeir þyrftu að verja sig sjálfir. „Þess vegna þarf Úkraína á skýrum og nákvæmum öryggistryggingum að halda án tafar. Við viljum vera viss um að geta varið fólkið okkar og húsin okkar,“ sagði forsetinn. Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Kiev Borgarstjórinn í Kiev hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni sem tekur gildi á miðnætti. 23. febrúar 2022 22:29 Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21 Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum. 23. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sjálfstæði héraðanna og skrifaði undir varnarsáttmála við aðskilnaðarsinna á mánudag og í gær fékk hann formlega heimild frá þinginu til að beita her ríkisins utan landamæra þess. Dmitru Peskov, talsmaður Kreml, segir aðskilnaðarsinna hafa skrifað til Pútíns og óskað eftir aðstoð þar sem hernaðaraðgerðir Úkraínumanna á svæðunum hafi leitt til mannfalls almennra borgara og skemmda á innviðum. Jen Psaki, samskiptafulltrúi Hvíta hússins, sagði yfirvöld í Moskvu halda áfram að sigla undir fölsku flaggi fyrir komandi átök og að beiðni aðskilnaðarsinnanna í dag væri merki um tilraunir Rússa til að réttlæta átök. Vesturríkin myndu halda áfram að benda á slíkt og benda á raunverulega stöðu. Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi innrás Rússa í landið. Úkraínsk yfirvöld óttast að Rússar muni reyna að koma á enn frekara ójafnvægi í landinu með því að nýta sér stuðningsmenn sína í Úkraínu, þar á meðal stjórnmálaflokk sem á fulltrúa á úkraínska þinginu og er hliðhollur Rússum. Samþykkt þingsins gerir yfirvöldum kleift að hefta ferðir almennings, koma í veg fyrir mótmæli og banna stjórnmálaflokka og samtök í nafni almannahagsmuna. Neyðarástand tekur gildi á morgun og gildir í 30 daga. Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, fundaði í dag með forsetum NATO ríkjanna Póllands og Litháens í dag en að fundinum loknum sagði Zelenskyy Úkraínumenn ekki fara í grafgötur með að þeir tilheyrðu engu varnarsamstarfi og þeir þyrftu að verja sig sjálfir. „Þess vegna þarf Úkraína á skýrum og nákvæmum öryggistryggingum að halda án tafar. Við viljum vera viss um að geta varið fólkið okkar og húsin okkar,“ sagði forsetinn.
Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Kiev Borgarstjórinn í Kiev hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni sem tekur gildi á miðnætti. 23. febrúar 2022 22:29 Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21 Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum. 23. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Kiev Borgarstjórinn í Kiev hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni sem tekur gildi á miðnætti. 23. febrúar 2022 22:29
Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21
Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum. 23. febrúar 2022 17:01