Aðskilnaðarsinnar biðja Rússa um hernaðaraðstoð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. febrúar 2022 22:31 AP/Evgeniy Maloletka Aðskilnaðarsinnar í héruðunum Doetsk og Luhansk í Úkraínu hafa óskað eftir hernaðaraðstoð frá Rússlandi til að bregðast við ágangi Úkraínumanna. Þetta hefur AP fréttastofan eftir talsmanni Kreml. Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sjálfstæði héraðanna og skrifaði undir varnarsáttmála við aðskilnaðarsinna á mánudag og í gær fékk hann formlega heimild frá þinginu til að beita her ríkisins utan landamæra þess. Dmitru Peskov, talsmaður Kreml, segir aðskilnaðarsinna hafa skrifað til Pútíns og óskað eftir aðstoð þar sem hernaðaraðgerðir Úkraínumanna á svæðunum hafi leitt til mannfalls almennra borgara og skemmda á innviðum. Jen Psaki, samskiptafulltrúi Hvíta hússins, sagði yfirvöld í Moskvu halda áfram að sigla undir fölsku flaggi fyrir komandi átök og að beiðni aðskilnaðarsinnanna í dag væri merki um tilraunir Rússa til að réttlæta átök. Vesturríkin myndu halda áfram að benda á slíkt og benda á raunverulega stöðu. Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi innrás Rússa í landið. Úkraínsk yfirvöld óttast að Rússar muni reyna að koma á enn frekara ójafnvægi í landinu með því að nýta sér stuðningsmenn sína í Úkraínu, þar á meðal stjórnmálaflokk sem á fulltrúa á úkraínska þinginu og er hliðhollur Rússum. Samþykkt þingsins gerir yfirvöldum kleift að hefta ferðir almennings, koma í veg fyrir mótmæli og banna stjórnmálaflokka og samtök í nafni almannahagsmuna. Neyðarástand tekur gildi á morgun og gildir í 30 daga. Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, fundaði í dag með forsetum NATO ríkjanna Póllands og Litháens í dag en að fundinum loknum sagði Zelenskyy Úkraínumenn ekki fara í grafgötur með að þeir tilheyrðu engu varnarsamstarfi og þeir þyrftu að verja sig sjálfir. „Þess vegna þarf Úkraína á skýrum og nákvæmum öryggistryggingum að halda án tafar. Við viljum vera viss um að geta varið fólkið okkar og húsin okkar,“ sagði forsetinn. Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Kiev Borgarstjórinn í Kiev hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni sem tekur gildi á miðnætti. 23. febrúar 2022 22:29 Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21 Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum. 23. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sjálfstæði héraðanna og skrifaði undir varnarsáttmála við aðskilnaðarsinna á mánudag og í gær fékk hann formlega heimild frá þinginu til að beita her ríkisins utan landamæra þess. Dmitru Peskov, talsmaður Kreml, segir aðskilnaðarsinna hafa skrifað til Pútíns og óskað eftir aðstoð þar sem hernaðaraðgerðir Úkraínumanna á svæðunum hafi leitt til mannfalls almennra borgara og skemmda á innviðum. Jen Psaki, samskiptafulltrúi Hvíta hússins, sagði yfirvöld í Moskvu halda áfram að sigla undir fölsku flaggi fyrir komandi átök og að beiðni aðskilnaðarsinnanna í dag væri merki um tilraunir Rússa til að réttlæta átök. Vesturríkin myndu halda áfram að benda á slíkt og benda á raunverulega stöðu. Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi innrás Rússa í landið. Úkraínsk yfirvöld óttast að Rússar muni reyna að koma á enn frekara ójafnvægi í landinu með því að nýta sér stuðningsmenn sína í Úkraínu, þar á meðal stjórnmálaflokk sem á fulltrúa á úkraínska þinginu og er hliðhollur Rússum. Samþykkt þingsins gerir yfirvöldum kleift að hefta ferðir almennings, koma í veg fyrir mótmæli og banna stjórnmálaflokka og samtök í nafni almannahagsmuna. Neyðarástand tekur gildi á morgun og gildir í 30 daga. Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, fundaði í dag með forsetum NATO ríkjanna Póllands og Litháens í dag en að fundinum loknum sagði Zelenskyy Úkraínumenn ekki fara í grafgötur með að þeir tilheyrðu engu varnarsamstarfi og þeir þyrftu að verja sig sjálfir. „Þess vegna þarf Úkraína á skýrum og nákvæmum öryggistryggingum að halda án tafar. Við viljum vera viss um að geta varið fólkið okkar og húsin okkar,“ sagði forsetinn.
Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Kiev Borgarstjórinn í Kiev hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni sem tekur gildi á miðnætti. 23. febrúar 2022 22:29 Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21 Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum. 23. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Kiev Borgarstjórinn í Kiev hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni sem tekur gildi á miðnætti. 23. febrúar 2022 22:29
Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21
Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum. 23. febrúar 2022 17:01