Erlent

Úkraínska þingið sam­þykkir að lýsa yfir neyðar­á­standi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Íbúar í Donetsk og Luhansk héröðunum fylgjast með ávarpi Pútín Rússlandsforseta.
Íbúar í Donetsk og Luhansk héröðunum fylgjast með ávarpi Pútín Rússlandsforseta. Vísir/AP

Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið.

Forsetinn Volodymyr Zelensky lagði til að lýst yfir neyðarástandi næstu þrjátíu daga frá og með morgundeginum. Samþykkt þingsins gerir yfirvöldum kleift að hefta ferðir almennings, koma í veg fyrir mótmæli og banna stjórnmálaflokka og samtök í nafni almannahagsmuna.

Úkraínsk yfirvöld óttast að Rússar muni reyna að koma á enn frekara ójafnvægi í landinu með því að nýta sér stuðningsmenn sína í Úkraínu, þar á meðal stjórnmálaflokk sem á fulltrúa á úkraínska þinginu og er hliðhollur Rússum.

Til stóð að þingið samþykkti neyðarástandið fyrr í dag en þegar þing kom saman hófst umfangsmikil tölvuárás á opinberar stofnanir og fyrirtæki sem leiddi til tafa.

Yfirlýsing neyðarástands kemur í kjölfar yfirlýsingar Vladimir Putin, forseta Rússlands, á sjálfstæði Donetsk og Luhansk héraðanna í Úkraínu sem aðskilnaðarsinnar hafa ríkt frá árinu 2014.


Tengdar fréttir

Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns

Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum.

Forseti Úkraínu segir Úkraínumenn standa eina í vörnum landsins

Atkvæðagreiðslu um tillögu Öryggis- og varnamálaráðs Úkraínu um að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna hernaðaraðgerða Rússa var slegið á frest í dag eftir víðtæka árás á tölvukerfi landsins. Utanríkisráðherra Lettlands hvetur til enn harðari refsiaðgerða en samþykktar hafa verið. Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði tvívegis um úkraínudeiluna í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×