Ætla að kynna frekari aðgerðir gegn Rússum í dag Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2022 13:51 Úkraínskir hermenn við æfingar í síðasta mánuði. EPA/SERGEY KOZLOV Sendiherrar Evrópusambandsins hafa komist að niðurstöðu um frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna hernaðaraðgerða þeirra í Úkraínu. Búist er við því að þær verði samþykktar og kynntar síðar í dag. Samkvæmt heimildum Guardian beinast þær meðal annars gegn Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, yfirmönnum flughers Rússlands og svartahafsflota Rússlands. Þær munu einnig beinast að umfangsmiklum áróðursdreifurum og 351 þingmanni sem greiddi atkvæði með samþykkt þess að viðurkenna héruðin Luhansk og Donetsk sem sjálfstæð ríki. Utanríkisráðherrar aðildarríkja eiga eftir að samþykkja refsiaðgerðirnar en búist er við því að það verði gert og að aðgerðirnar verði kynntar seinna í dag. Forsetar Póllands og Litháen sendu á öðrum tímanum í dag frá sér sameiginlega yfirlýsingu með Vólódómí Selenskí, forseta Úkraínu, um að Úkraína eigi að fá stöðu umsóknaraðila hjá Evrópusambandinu. Í yfirlýsingunni segir að umbætur í Úkraínu hafi þegar náð miklum árangri og með þær ógnanir sem Úkraína stendur frammi fyrir í huga, eigi Úkraínumenn það skilið. Þeir Andrzej Duda, forseti Póllands, og Gitanas Nauseda, forseti Litháen, segja að þeir muni styðja Úkraínumenn í þeim málum. Þeir kalla sömuleiðis eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi. 🇱🇹,🇵🇱&🇺🇦Presidents strongly condemn Russia's decision to recognise Donetsk&Luhansk "republics". We reaffirm strong commitment to the sovereignty& territorial integrity of 🇺🇦🇱🇹&🇵🇱fully support #Ukraine European aspirations: it deserves #EU candidate statushttps://t.co/hlmcoX5lFy pic.twitter.com/u6NMp41MNV— Gitanas Nausėda (@GitanasNauseda) February 23, 2022 Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Evrópusambandið Pólland Litháen Hernaður Tengdar fréttir Þverpólitísk samstaða um viðbrögð í utanríkismálanefnd Alþingis Þverpólitísk sátt er í utanríkismálanefnd Alþingis um að fordæma aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og að Íslendingar styðji þær refsiaðgerðir sem bandalagsþjóðir hafa samþykkt gegn Rússum. Vladimír Pútin Rússlandsforseti skellir sökinni af stöðunni algerlega á Vesturlönd og segist reiðubúinn til heiðarlegra viðræðna. 23. febrúar 2022 12:11 „Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48 Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. 23. febrúar 2022 07:43 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Samkvæmt heimildum Guardian beinast þær meðal annars gegn Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, yfirmönnum flughers Rússlands og svartahafsflota Rússlands. Þær munu einnig beinast að umfangsmiklum áróðursdreifurum og 351 þingmanni sem greiddi atkvæði með samþykkt þess að viðurkenna héruðin Luhansk og Donetsk sem sjálfstæð ríki. Utanríkisráðherrar aðildarríkja eiga eftir að samþykkja refsiaðgerðirnar en búist er við því að það verði gert og að aðgerðirnar verði kynntar seinna í dag. Forsetar Póllands og Litháen sendu á öðrum tímanum í dag frá sér sameiginlega yfirlýsingu með Vólódómí Selenskí, forseta Úkraínu, um að Úkraína eigi að fá stöðu umsóknaraðila hjá Evrópusambandinu. Í yfirlýsingunni segir að umbætur í Úkraínu hafi þegar náð miklum árangri og með þær ógnanir sem Úkraína stendur frammi fyrir í huga, eigi Úkraínumenn það skilið. Þeir Andrzej Duda, forseti Póllands, og Gitanas Nauseda, forseti Litháen, segja að þeir muni styðja Úkraínumenn í þeim málum. Þeir kalla sömuleiðis eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi. 🇱🇹,🇵🇱&🇺🇦Presidents strongly condemn Russia's decision to recognise Donetsk&Luhansk "republics". We reaffirm strong commitment to the sovereignty& territorial integrity of 🇺🇦🇱🇹&🇵🇱fully support #Ukraine European aspirations: it deserves #EU candidate statushttps://t.co/hlmcoX5lFy pic.twitter.com/u6NMp41MNV— Gitanas Nausėda (@GitanasNauseda) February 23, 2022
Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Evrópusambandið Pólland Litháen Hernaður Tengdar fréttir Þverpólitísk samstaða um viðbrögð í utanríkismálanefnd Alþingis Þverpólitísk sátt er í utanríkismálanefnd Alþingis um að fordæma aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og að Íslendingar styðji þær refsiaðgerðir sem bandalagsþjóðir hafa samþykkt gegn Rússum. Vladimír Pútin Rússlandsforseti skellir sökinni af stöðunni algerlega á Vesturlönd og segist reiðubúinn til heiðarlegra viðræðna. 23. febrúar 2022 12:11 „Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48 Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. 23. febrúar 2022 07:43 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Þverpólitísk samstaða um viðbrögð í utanríkismálanefnd Alþingis Þverpólitísk sátt er í utanríkismálanefnd Alþingis um að fordæma aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og að Íslendingar styðji þær refsiaðgerðir sem bandalagsþjóðir hafa samþykkt gegn Rússum. Vladimír Pútin Rússlandsforseti skellir sökinni af stöðunni algerlega á Vesturlönd og segist reiðubúinn til heiðarlegra viðræðna. 23. febrúar 2022 12:11
„Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48
Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. 23. febrúar 2022 07:43