Veður

Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Appelsínugular viðvaranir verða í gildi á landinu öllu í kring um miðnætti í kvöld.
Appelsínugular viðvaranir verða í gildi á landinu öllu í kring um miðnætti í kvöld. Veðurstofa Íslands

Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið.

Suðaustan hvassviðri eða storumur gengur yfir landið síðdegis í dag með talsverðri úrkomu. Vindur verður á bilinu 15 til 25 m/s til að byrja með og slæmt ferðaveður. Talsverðar líkur eru á afmörkuðum samgöngutruflunum víða. Á höfuðborgarsvæðinu er sérstaklega varað við ofankomunni þar sem rigning í sambland við snjóinn sem þegar er getur valdið talsverðri hálku.

Þegar líður á kvöldið breytast viðvaranir í appelsínugular og má þá búast við að vindur muni ná allt að 30 m/s, enn hvassara á miðhálendinu. Hiti verður á bilinu 0 til 4 stig í dag og er því varað við hálku. 

Þegar líður á nóttina fer veðrið að róast en appelsínugular viðvaranir verða sums staðar allt þar til klukkan átta í fyrramálið. Þær síðustu gulu gilda þó þar til um miðjan daginn á morgun. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.