Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. febrúar 2022 14:21 Utanríkisráðherrarnir tveir, Lavrov (t.v.) og Blinken. Russian Foreign Ministry / Handout/Anadolu Agency via Gett Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. Frá þessu segir Tass, sem er fréttaveita í eigu rússneska ríkisins. Þar segir að ástæða ákvörðunarinnar sé „möguleg ögrun stjórnvalda í Kíev eða annarra ríkja,“ og er það haft eftir Maríu Zakharova, talskonu utanríkisráðuneytis Rússa. Rússneski herinn er með fjölda hermanna við landamæri Rússlands og Úkraínu, sem Bandaríkin og bandamenn þeirra telja til marks um að Rússland hyggi á innrás í Úkraínu. Rússnesk stjórnvöld segja það af og frá en Bandaríkjastjórn tekur þeim yfirlýsingum með fyrirvara. Þannig hafa bandarísk stjórnvöld byrjað að flytja flest sendiráðsstarfsfólk sitt í Úkraínu aftur heim til Bandaríkjanna og beint því til ríkisborgara sinna að fara frá landinu sem fyrst. Utanríkisráðuneyti Íslands hefur óskað eftir því að Íslendingar í Úkraínu láti vita af sér og ráðuneytið vinnur nú að því að koma sér í samband við viðkomandi Íslendinga. Samningsvilji sé enn fyrir hendi Financial Times hefur eftir Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að viðræður milli Bandaríkjanna og Rússlands standi nú yfir. Kvaðst hann hafa sagt kollega sínum frá Rússlandi, Sergei Lavrov, að samningsvilji væri fyrir hendi. Ef Rússar vildu hins vegar leysa farsællega úr deilum ríkjanna, þyrftu stjórnvöld að „draga úr viðbragði sínu og taka þátt í viðræðum í góðri trú.“ Þá sagði Blinken að innrás Rússa í Úkraínu myndi leiða til „einbeittra, umfangsmikilla viðbragða af hálfu aðila beggja megin Atlantshafsins,“ og vísaði þar væntanlega til þess að Rússar mættu eiga von á því að Atlantshafsbandalagið myndi bregðast við innrás af fullum þunga, þrátt fyrir að Úkraína sé ekki aðili að bandalaginu. Rússneska utanríkisráðuneytið hefur hins vegar gefið út að Lavrov hafi tjáð Blinken að „áróðursherferð vesturlanda um árásargirni Rússa“ væri ætlað að hvetja Úkraínu til þess að ganga á bak Minsk-samkomulagsins frá 2015. Samkomulaginu var ætlað að binda endi á átök Úkraínu við aðskilnaðarsinna á Donbas-svæðinu í Úkraínu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Rússland Úkraína Bandaríkin Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Guðlaugur rifjar upp þegar honum „tókst að ergja Pútín svolítið hressilega“ Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni sem er að líða. Þar fór hann meðal annars yfir sögur af ráðherratíð sinni sem utanríkisráðherra. Þar á meðal var fundur með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem Guðlaugi tókst að „ergja svolítið hressilega.“ 11. febrúar 2022 20:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Frá þessu segir Tass, sem er fréttaveita í eigu rússneska ríkisins. Þar segir að ástæða ákvörðunarinnar sé „möguleg ögrun stjórnvalda í Kíev eða annarra ríkja,“ og er það haft eftir Maríu Zakharova, talskonu utanríkisráðuneytis Rússa. Rússneski herinn er með fjölda hermanna við landamæri Rússlands og Úkraínu, sem Bandaríkin og bandamenn þeirra telja til marks um að Rússland hyggi á innrás í Úkraínu. Rússnesk stjórnvöld segja það af og frá en Bandaríkjastjórn tekur þeim yfirlýsingum með fyrirvara. Þannig hafa bandarísk stjórnvöld byrjað að flytja flest sendiráðsstarfsfólk sitt í Úkraínu aftur heim til Bandaríkjanna og beint því til ríkisborgara sinna að fara frá landinu sem fyrst. Utanríkisráðuneyti Íslands hefur óskað eftir því að Íslendingar í Úkraínu láti vita af sér og ráðuneytið vinnur nú að því að koma sér í samband við viðkomandi Íslendinga. Samningsvilji sé enn fyrir hendi Financial Times hefur eftir Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að viðræður milli Bandaríkjanna og Rússlands standi nú yfir. Kvaðst hann hafa sagt kollega sínum frá Rússlandi, Sergei Lavrov, að samningsvilji væri fyrir hendi. Ef Rússar vildu hins vegar leysa farsællega úr deilum ríkjanna, þyrftu stjórnvöld að „draga úr viðbragði sínu og taka þátt í viðræðum í góðri trú.“ Þá sagði Blinken að innrás Rússa í Úkraínu myndi leiða til „einbeittra, umfangsmikilla viðbragða af hálfu aðila beggja megin Atlantshafsins,“ og vísaði þar væntanlega til þess að Rússar mættu eiga von á því að Atlantshafsbandalagið myndi bregðast við innrás af fullum þunga, þrátt fyrir að Úkraína sé ekki aðili að bandalaginu. Rússneska utanríkisráðuneytið hefur hins vegar gefið út að Lavrov hafi tjáð Blinken að „áróðursherferð vesturlanda um árásargirni Rússa“ væri ætlað að hvetja Úkraínu til þess að ganga á bak Minsk-samkomulagsins frá 2015. Samkomulaginu var ætlað að binda endi á átök Úkraínu við aðskilnaðarsinna á Donbas-svæðinu í Úkraínu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014.
Rússland Úkraína Bandaríkin Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Guðlaugur rifjar upp þegar honum „tókst að ergja Pútín svolítið hressilega“ Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni sem er að líða. Þar fór hann meðal annars yfir sögur af ráðherratíð sinni sem utanríkisráðherra. Þar á meðal var fundur með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem Guðlaugi tókst að „ergja svolítið hressilega.“ 11. febrúar 2022 20:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08
Guðlaugur rifjar upp þegar honum „tókst að ergja Pútín svolítið hressilega“ Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni sem er að líða. Þar fór hann meðal annars yfir sögur af ráðherratíð sinni sem utanríkisráðherra. Þar á meðal var fundur með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem Guðlaugi tókst að „ergja svolítið hressilega.“ 11. febrúar 2022 20:08
Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent