Guðlaugur rifjar upp þegar honum „tókst að ergja Pútín svolítið hressilega“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 20:08 Guðlaugur virðist ekki hafa verið á því að láta Rússlandsforseta komast upp með hvað sem er. Samsett Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni sem er að líða. Þar fór hann meðal annars yfir sögur af ráðherratíð sinni sem utanríkisráðherra. Þar á meðal var fundur með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem Guðlaugi tókst að „ergja svolítið hressilega.“ Guðlaugur lýsti því þá að hann hefði, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta, verið staddur á fundi með Pútín og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Talið hafi þannig borist að Evrópusambandinu og refsiaðgerðum þess gegn Rússlandi, sem Pútín taldi Íslendinga taka þátt í. „Það er að vísu röng túlkun hjá honum,“ skaut Guðlaugur inn í og hélt áfram. Pútín á þá að hafa haft orð á því að hann skildi ekkert í meintri þátttöku Íslendinga í aðgerðunum og að Rússar gætu ekki keypt íslenskan fisk. Guðlaugur hafi þá farið yfir gott samstarf þjóðanna tveggja í gegnum tíðina. „Og þess vegna væru þetta vonbrigði, vegna þess að þeir settu viðskiptabann á okkur og það var erfitt fyrir mig að útskýra, út af vináttu þjóðanna, af hverju Rússar tóku okkur út með því að taka sérstaklega út sjávarútveginn og landbúnaðinn.“ Sagði ráðherranum í raun að halda kjafti Þá hafi Pútín reynt að kenna Evrópusambandinu um stöðuna sem upp væri komin, en Guðlaugur ekki tekið það í mál og bent á að þá hefðu Rússar frekar átt að setja viðskiptabann á iðnað frá Evrópusambandinu. „Þá fór hann úr skónum, losaði skóþvenginn, sem er á rússnesku að viðkomandi eigi bara algjörlega að halda kjafti. Það fór allt á annan endann á fundinum, það var orðið mjög tensað,“ segir Guðlaugur. Hann segir það ekki hafa verið uppleggið að vera með stæla við Rússlandsforseta, enda reyni hann að koma á alla fundi þannig að viðmælendum líki vel við hann og hann nái tengingu við þá, sama hverja um ræðir. „En þú verður að standa fast á þínum prinsippum og hagsmunum þinnar þjóðar.“ Guðlaugur fór um víðan völl með stjórnendum þáttarins, þeim Leifi Þorsteinssyni og Birki Karli Sigurðssyni. Auk samskipta sinna við Pútín rifjaði hann meðal annars upp nokkuð óhefðbundin orðaskipti við Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í fullri lengd. Sagan af Pútín hefst eftir rúmar 20 mínútur. Utanríkismál Rússland Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Guðlaugur lýsti því þá að hann hefði, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta, verið staddur á fundi með Pútín og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Talið hafi þannig borist að Evrópusambandinu og refsiaðgerðum þess gegn Rússlandi, sem Pútín taldi Íslendinga taka þátt í. „Það er að vísu röng túlkun hjá honum,“ skaut Guðlaugur inn í og hélt áfram. Pútín á þá að hafa haft orð á því að hann skildi ekkert í meintri þátttöku Íslendinga í aðgerðunum og að Rússar gætu ekki keypt íslenskan fisk. Guðlaugur hafi þá farið yfir gott samstarf þjóðanna tveggja í gegnum tíðina. „Og þess vegna væru þetta vonbrigði, vegna þess að þeir settu viðskiptabann á okkur og það var erfitt fyrir mig að útskýra, út af vináttu þjóðanna, af hverju Rússar tóku okkur út með því að taka sérstaklega út sjávarútveginn og landbúnaðinn.“ Sagði ráðherranum í raun að halda kjafti Þá hafi Pútín reynt að kenna Evrópusambandinu um stöðuna sem upp væri komin, en Guðlaugur ekki tekið það í mál og bent á að þá hefðu Rússar frekar átt að setja viðskiptabann á iðnað frá Evrópusambandinu. „Þá fór hann úr skónum, losaði skóþvenginn, sem er á rússnesku að viðkomandi eigi bara algjörlega að halda kjafti. Það fór allt á annan endann á fundinum, það var orðið mjög tensað,“ segir Guðlaugur. Hann segir það ekki hafa verið uppleggið að vera með stæla við Rússlandsforseta, enda reyni hann að koma á alla fundi þannig að viðmælendum líki vel við hann og hann nái tengingu við þá, sama hverja um ræðir. „En þú verður að standa fast á þínum prinsippum og hagsmunum þinnar þjóðar.“ Guðlaugur fór um víðan völl með stjórnendum þáttarins, þeim Leifi Þorsteinssyni og Birki Karli Sigurðssyni. Auk samskipta sinna við Pútín rifjaði hann meðal annars upp nokkuð óhefðbundin orðaskipti við Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í fullri lengd. Sagan af Pútín hefst eftir rúmar 20 mínútur.
Utanríkismál Rússland Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira