Veður

Von á norða­ná­hlaupi og gular við­varanir taka gildi í kvöld

Atli Ísleifsson skrifar
Gular viðvaranir vegna hríðar taka gildi fyrir norðanvert landið undir kvöld.
Gular viðvaranir vegna hríðar taka gildi fyrir norðanvert landið undir kvöld. Veðurstofan

Skammt vestan við Vestfirði er nú 984 millibara lægð sem veldur því að á landinu er suðvestan átta til fimmtán metrar á sekúndu og víða él. Þegar líður á daginn mun lægðin fara austur með norðurströndinni og því er von á skammvinnu norðanáhlaupi síðdegis og í kvöld. Gular viðvaranir taka gildi víða á landinu í síðar í dag.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að reikna megi með norðan og norðvestan fimmtán til 23 metrar á sekúndu og snjókomu og því munu viðvaranir vegna hríðar taka gildi fyrir norðanvert landið undir kvöld.

„Í nótt og í fyrramálið má síðan búast við norðvestan storm á Austfjörðum og á Suðausturlandi með tilheyrandi vindaviðvörunum en á sama tíma dregur úr vindi í öðrum landshlutum.

Á morgun er svo von á suðvestan 5-13 m/s og él en þá léttir að sama skapi til norðaustan- og austanlands.

Hiti verður yfirleitt í kringum frostmark í dag og á morgun, en þó verður heldur kaldara meðan norðanáttin verður ríkjandi á landinu,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Gular viðvaranir:

  • Vestfirðir. Norðan hvassviðri eða stormur og hríð. 28. jan. kl. 17:00 – 22:00
  • Strandir og Norðurland vestra. Norðan og norðvestan hvassviðri eða stormur og hríð. 28. jan. kl. 17:00 – 23:00.
  • Norðurland eystra. Vestan og norðvestan hvassviðri eða stormur og hríð. 28. jan. kl. 17:00 – 29. jan. kl. 05:00.
  • Austurland að Glettingi. Vestan og norðvestan hvassviðri eða stormur og hríð. 28. jan. kl. 20:00 – 29 jan. kl. 06:00
  • Austfirðir. Vestan stormur eða rok. 28. jan. kl. 21:00 – 29. jan. kl. 09:00
  • Suðausturland. Norðvestan stormur eða rok. 28. jan. kl. 21:00 – 29. jan. kl. 10:00
  • Spákort fyrir klukkan 17 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Suðvestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og bjart að mestu, en norðvestanstormur og él austantil um morguninn. Þykknar upp með éljum vestanlands eftir hádegi, en léttir til og dregur hratt úr vindi austanlands. Frost 0 til 8 stig.

Á sunnudag: Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og él, en bjart með köflum norðaustanlands. Frost 2 til 10 stig. Vaxandi vestanátt vestantil um kvöldið.

Á mánudag: Vestlæg átt, víða dálítil él og kalt í veðri. Vaxandi suðaustanátt með snjókomu seinnipartinn.

Á þriðjudag: Norðanátt með éljum og kólnandi veðri.

Á miðvikudag og fimmtudag: Norðlæg átt og snjókoma norðantil en bjartviðri sunnan heiða. Frost um allt land.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.