Veður

Hlýrra loft á leiðinni svo úr­koma breytist í slyddu og rigningu

Atli Ísleifsson skrifar
Hríðarveður er líklegt norðantil á landinu seinni partinn á morgun.
Hríðarveður er líklegt norðantil á landinu seinni partinn á morgun. Vísir/RAX

Veðurstofan spáir suðvestan fimm til tíu metrum á sekúndu, éljum og hita í kringum frostmark í dag. Lengst af verður þó bjart, þurrt og frost núll til sex stig norðan- og austanlands.

Á vef Veðurstofunnar segir að í kvöld komi skil að vestanverðu landinu og þá gangi í sunnan átta til fimmtán metrum á sekúndu með snjókomu. Skilunum fylgir hlýrra loft og er líður á kvöldið breytist úrkoman í slyddu og síðan rigningu á Suður- og Vesturlandi.

„Á morgun verður aftur suðvestanátt og él, en léttskýjað norðaustanlands. Eftir hádegi snýst vindur í vaxandi norðanátt með snjókomu, en að sama skapi birtir um sunnanvert landið. Útlit er fyrir að norðanáttin verði allhvöss eða hvöss og því er hríðarveður líklegt norðantil síðdegis á morgun, einkum á fjallvegum.“

Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Suðvestan og vestan 13-18 m/s með éljum, en úrkomulítið á Austurlandi. Kólnandi veður, frost 0 til 10 stig seinnipartinn. Gengur í norðan 15-20 með snjókomu norðantil um kvöldið, annars hægari vindur og úrkomuminna.

Á laugardag: Minnkandi norðanátt og snjókoma um morguninn. Snýst í suðvestan 8-15 m/s með él vestanlands, en léttir til austantil. Frost 0 til 8 stig.

Á sunnudag: Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og él, en bjart með köflum norðaustanlands. Frost 2 til 10 stig. Vaxandi vestanátt vestantil um kvöldið.

Á mánudag: Norðvestlæg átt, víða dálítil él og kalt í veðri. Vaxandi suðaustanátt með snjókomu um kvöldið.

Á þriðjudag: Norðanátt með éljum og kólnandi veðri.

Á miðvikudag: Útlit fyrir breytilega átt, bjartviðri og frost um allt land.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.