Veður

Ró­­legt veður eftir ill­viðri gær­­dagsins

Atli Ísleifsson skrifar
Mjög hvasst var á stórum hluta landsins í gær, en þessi mynd var tekin við Hallgrímskirkju í Reykjavík um miðjan dag í gær.
Mjög hvasst var á stórum hluta landsins í gær, en þessi mynd var tekin við Hallgrímskirkju í Reykjavík um miðjan dag í gær. Vísir/Vilhelm

Eftir illviðri gærdagsins er útlit fyrir rólegt veður í dag. Reikna má við hægum vindi víðast hvar og úrkomulítið, en dálítilli snjókomu við suður- og vesturströndina.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að frost verði á bilinu núll til átta stig.

„Suðvestan 5-10 m/s á morgun. Él og hiti í kringum frostmark, en lengst af þurrt og heldur svalara austanlands. Sunnan strekkingur annað kvöld og hlýnar með rigningu eða slyddu á Suður- og Vesturlandi.

Á föstudag kólnar svo aftur með éljum víða um land.“

Spákortið fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Gengur í suðvestan og sunnan 8-15 m/s. Él og hiti um og undir frostmarki, en bjart að mestu og heldur svalara A-lands. Hlýnar um kvöldið með rigningu eða slyddu á S- og V-landi.

Á föstudag: Snýst í suðvestan og vestan 13-20 með éljum, en úrkomulítið á A-landi síðdegis. Kólnar í veðri. Vaxandi norðvestanátt um kvöldið.

Á laugardag: Norðvestan hvassviðri eða stormur um morguninn og snjókoma um landið N-vert, en þurrt að kalla sunnan heiða. Dregur síðan talsvert úr vindi, suðvestan 8-15 og él seinnipartinn, en styttir upp um landið A-vert. Frost 0 til 8 stig.

Á sunnudag: Vestan og suðvestan 5-13 og él, en hvessir V-til síðdegis. Frost 2 til 10 stig.

Á mánudag: Norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él, kalt í veðri. Suðaustanátt um kvöldið með snjókomu víða um land.

Á þriðjudag: Vestlæg eða breytileg átt og snjókoma eða slydda með köflum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.