Veður

Gengur í suð­austan­kalda með snjó­komu suð­vestan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Gengur í norðvestanhvassviðri með snjókomu eða slyddu suðaustan til á morgun, en hægara og dálítil él í öðrum landshlutum.
Gengur í norðvestanhvassviðri með snjókomu eða slyddu suðaustan til á morgun, en hægara og dálítil él í öðrum landshlutum. Vísir/RAX

Það gengur í suðaustan átta til fimmtán metra á sekúndu með snjókomu eða slyddu, fyrst suðvestantil, en þrettán til átján metrar á sekúndu við suðurströndina. Hiti verður á bilinu núll til sjö stig, hlýjast syðst.

Suðlægari áttir og rigning sunnantil upp úr hádegi, en rofar smám saman til austanlands.

„Snýst í norðvestanátt í kvöld og snjóar talsvert norðvestan til og víða dálítil snjókoma með köflum fyrir austan í nótt. Kólnar talsvert í veðri.

Gengur í norðvestanhvassviðri með snjókomu eða slyddu suðaustan til á morgun, en hægara og dálítil él í öðrum landshlutum. Hvessir heldur og fer að snjóa á Vesturlandi annað kvöld, en lægir þá jafnframt og rofar til eystra. Enn eitt úrkomusvæði fer síðan austur yfir landið á sunnudag.

Eins og heyra má þá er spáð órólegu vetrarveðri um helgina og því um að gera að fylgjast vel með veðurspám og -viðvörnum, ef við á, einkum ef menn eiga mikið undir veðri.“

Spákort fyrir klukkan 15.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Norðvestlæg átt, 10-18 m/s og snjókoma um landið A-vert, en annars hægari og dálítil él. Vestlægari og rofar til A-lands seinnipartinn, en fer að snjóa á V-landi seint um kvöldið. Víða vægt frost, en frostlaust með S-ströndinni.

Á sunnudag: Vestlæg átt, 8-15 m/s, él og talsvert frost, en gengur í suðvestan 13-18 m/s með snjókomu eða slyddu, en síðar rigningu og hlýnandi veðri eftir hádegi. Heldur hægara og þurrt NA-til fram á kvöld.

Á mánudag: Suðvestan 13-18 m/s með rigningu, en þurrt að mestu um landið austanvert. Hiti 3 til 8 stig.

Á þriðjudag: Vestlægar áttir með rigningu eða slyddu, en síðar éljum, en úrkomulítið eystra fram eftir degi. Kólnandi veður.

Á miðvikudag: Líklega vestlæg átt með dálitlum éljum, en bjartviðri A-til. Dregur úr frosti.

Á fimmtudag: Útlit fyrir suðlæga átt með hlýnandi veðri og vætu öðru hvoru á V-verðu landinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.