Erlent

Heimila örvunarskammt fyrir tólf til fimmtán ára

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Grænt ljós er komið á örvunarskammt tólf til fimmtán ára í Bandaríkjunum.
Grænt ljós er komið á örvunarskammt tólf til fimmtán ára í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm

Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur heimilað notkun á bóluefni Pfizer sem örvunarskammt fyrir börn á aldrinum tólf til fimmtán ára, og lækkað tímann sem þarf að líða frá annari bólusetningu til þeirra þeirra þriðju úr sex mánuðum í fimm.

Stofnunin heimilaði einnig notkun á bóluefni Pfizer sem örvunarskammt fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára sem eru ónæmisbæld á einhvern hátt.

Bandaríkin eru ekki frábrugðin á Íslandi á þann hátt að börn streyma nú aftur í skólana eftir jólafrí. Búist er við því að þetta muni fjölga tilfellum Covid-19 í Bandaríkjunum, en þar hefur ómíkronafbrigðið náð yfirhöndinni. 418 þúsund smitast nú að meðaltali á dag.

Í frétt Reuters segir að ákvörðun stofnunarinnar sé byggð á gögnum frá Ísrael, þar á meðal upplýsingum sem fengust eftir að 6.300 einstaklingar á aldrinum tólf til fimmtán ára fengu örvunarskammt frá Pfizer, minnst fimm mánuðum eftir að annar skammtur af bóluefninu var gefinn.

Reiknað er með að stofnunin muni taka til álita hvort heimila eigi örvunarskammt fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára eftir því sem fleiri börn á þessum aldri þiggji bólusetningu.


Tengdar fréttir

Þrefalt fleiri í bólusetningu en gert hafði verið ráð fyrir

Þrefalt fleiri hafa komið í bólusetningu í hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku en gert var ráð fyrir. Fólk getur valið á milli tveggja bóluefna. Langflestir eru að koma í örvunarbólusetningu þó einhverjir séu að koma í fyrsta skipti.

Ísraelar kanna virkni fjórða skammts bóluefnisins

Hópur fólks fékk í morgun fjórða skammt bóluefnisins gegn kórónuveirunni á ísralesku sjúkrahúsi í morgun. Yfirvöld íhuga nú að heimila fjórðu sprautuna fyrir fólk í áhættuhópum til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×