Erlent

Lyf Pfizer gegn Co­vid-19 fær neyðar­leyfi í Suður-Kóreu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Vísindamenn Pfizer segja lyfið veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum og dauða vegna Covid-19. Þetta eru ekki pillurnar sem um ræðir.
Vísindamenn Pfizer segja lyfið veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum og dauða vegna Covid-19. Þetta eru ekki pillurnar sem um ræðir. Getty/Pavlo Gonchar

Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 

Sóttvarnaaðgerðir voru hertar verulega í síðustu viku eftir að þeim var aflétt í nóvember. Undanfarnar vikur hefur hvert smitmetið verið sett dag eftir dag og alvarleg veikindi vegna veikinnar herjað á heilbrigðiskerfi landsins. Meira en 92 prósent landsmanna yfir 18 ára aldri eru bólusettir gegn veirunni. 

Kim Gang-lip, lyfja- og matvælaráðherra Suður-Kóreu.EPA-EFE/YONHAP

Lyfið, sem kemur í formi pillu, er svokallað veirusýkingarlyf og heitir Paxlovid. Lyfið á að koma í veg fyrir alvarleg veikindi vegna veirunnar. Kim Gang-lip, lyfjamálaráðherra Suður-Kóreu, segir að vonir standi um að lyfið muni reynast vel í baráttunni gegn veirunni. 

Lyfið hefur verið heimilað til notkunar fyrir alla yfir tólf ára aldri sem vega meira en 40 kg. Það verður notað fyrir þá sem sýna væg til miðlungs einkenni Covid og eru í áhættuhópi um að þróa með sér alvarlegri veikindi vegna undirliggjandi sjúkdóma. 

Lyfjaframleiðandinn Merck, sem hefur þróað kórónuveirulyfið molnupiravir, sem einnig kemur í pilluformi, hefur sótt um neyðarleyfi í Suður-Kóreu. Lyfjastofnun landsins hefur lyfið enn til skoðunar. 


Tengdar fréttir

Pfizer fær grænt ljós á lyf gegn Co­vid

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú veitt leyfi fyrir notkun lyfsins Paxlovid við kórónuveirunni. Lyfið er framleitt af fyrirtækinu Pfizer, sem áberandi hefur verið í framleiðslu á bóluefnum gegn Covid-19.

Pfizer segir nýtt veirulyf veita mikla vörn gegn veikindum og dauða

Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Pfizer segja starfsmenn þess hafa þróað nýtt veirulyf sem dragi verulega úr alvarlegum veikindum og dauðsföllum vegna Covid-19. Pfizer segir rannsóknir starfsmanna fyrirtækisins sýna að lyfið hafi 89 prósenta virkni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.