Veður

All­hvöss norðan­átt og snjó­koma eða él víða á landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Gert er ráð fyrir frosti núll til fjórum stigum. Kólnar svo í kvöld.
Gert er ráð fyrir frosti núll til fjórum stigum. Kólnar svo í kvöld. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag og að strekkingur eða allhvass verði algengur vindstyrkur. Jafnvel megi reikna með að það verði hvassara á stöku stað í vindstrengjum sunnan- og vestanlands. Nú í morgunsárið sé snjókoma eða él nokkuð víða á landinu.

Á vef Veðurstofunnar segir að ferðalangar séu hvattir til að athuga aðstæður á vegum áður en lagt sé af stað, sérstaklega ef förinni er heitið yfir fjallvegi.

„Síðdegis má búast við lítilsháttar éljum á Norður- og Austurlandi, en þá ætti að stytta upp og létta til vestanlands og einnig sunnanlands. Frost 0 til 4 stig í dag, en kólnar í kvöld.

Á morgun er spáð minni vindi en í dag, útlit er fyrir norðaustan kalda eða strekking. Bætir í ofankomu um tíma norðan- og austanlands, en sunnan heiða er léttskýjaður dagur í vændum. Frost 1 til 7 stig.“

Spákortið fyrir hádegið í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Norðaustan 8-15 m/s og snjókoma eða él norðan- og austanlands, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig.

Á föstudag (gamlársdagur): Austan 3-10, en 10-15 syðst á landinu. Víða þurrt og bjart veður, en stöku él með austur- og suðurströndinni. Hiti frá frostmarki syðst, niður í 12 stiga frost í innsveitum fyrir norðan.

Á laugardag (nýársdagur): Gengur í norðaustan storm með snjókomu eða slyddu, en síðar rigningu syðst á landinu. Hlýnandi veður í bili.

Á sunnudag: Hvöss norðanátt með snjókomu eða éljum, en þurrt að kalla suðvestantil á landinu. Frost 3 til 8 stig.

Á mánudag: Minnkandi norðanátt. Dregur úr ofankomu á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Áfram kalt í veðri.

Á þriðjudag: Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp með úrkomu um landið sunnan- og vestanvert. Þurrt og kalt veður á Norður- og Austurlandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.