Erlent

Pfizer fær grænt ljós á lyf gegn Co­vid

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ekki takist að framleiða nægilega mikið magn af lyfinu en mikill uppgangur er í fjölda smita af völdum kórónuveirunnar þar í landi.
Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ekki takist að framleiða nægilega mikið magn af lyfinu en mikill uppgangur er í fjölda smita af völdum kórónuveirunnar þar í landi. EPA

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú veitt leyfi fyrir notkun lyfsins Paxlovid við kórónuveirunni. Lyfið er framleitt af fyrirtækinu Pfizer, sem áberandi hefur verið í framleiðslu á bóluefnum gegn Covid-19.

Lyfið er talið hafa allt að 90 prósent virkni gegn alvarlegum veikindum og dauðsföllum vegna Covid-19. Þá er lyfið einnig talið bæði hagkvæmt og hraðvirkt og rannsóknir benda til þess að virkni sé góð gegn alvarlegum veikindum af völdum veirunnar. AP News greinir frá.

„Lyfið virkar vel, aukaverkanir eru litlar og töflurnar eru til hefðbundinnar inntöku. Það uppfyllir allar ýtrustu kröfur. Auk þess er 90 prósent minni hætta á sjúkrahúsinnlögnum og jafnvel dauða meðal fólks í áhættuhópum. Það er alveg rosalegt,“ segir Gregory Poland, sérfræðingur í bóluefnum hjá Mayo Clinic í Bandaríkjunum

Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið leyfi til notkunar lyfsins til meðhöndlunar á fullorðnum og börnum eldri en tólf ára. Lyfið er aðeins gefið þeim einstaklingum sem hafa greinst með Covid-19 sjúkdóminn og eru í áhættuhópi. Mjög lítið magn er til af lyfinu en um níu mánuði tekur að búa það til.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.