Á vef Veðurstofunnar segir að það verði norðlæg átt, tíu til átján metrar á sekúndu, í kvöld og nótt, þar sem verður hvassast norðvestantil, með éljum en léttir til syðra. Frost verður á bilinu núll til tólf stig, hlýjast syðst en kaldast í innsveitum norðaustanlands.
„Minnkandi norðanátt á morgun og bjart með köflum, en dálítil él á Norðaustur- og Austurlanid fram eftir degi. Kalt í veðri, frost víðast hvar í dag og á morgun.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag (fullveldisdagurinn): Minnkandi norðanátt og bjart með köflum, en dálítil él á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 3 til 15 stig, kaldast inn til landsins. Vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa vestantil um kvöldið og dregur úr frosti.
Á fimmtudag: Suðaustan 10-18 með snjókomu og síðar rigningu eða slyddu á láglendi, einkum sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður. Snýst í suðvestan 8-15 m/s með éljum um kvöldið og kólnar aftur, en léttir til á Norðausturlandi.
Á föstudag: Vestlæg átt og dálítil él, en víða bjartviðri um austanvert landið. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðaustantil.
Á laugardag: Hæg breytileg átt og stöku él um norðanvert landið en léttskýjað syðra. Kalt í veðri.
Á sunnudag og mánudag: Útlit fyrir hæga austlæga eða breytilega átt og yfirleitt bjart veður, en dálítil él með suður- og austurströndinni. Áfram kalt í veðri.