Veður

Víða bjart en fremur kalt

Atli Ísleifsson skrifar
Víða verður frost í dag.
Víða verður frost í dag. Vísir/Vilhelm

Reikna má með þokkalegasta veðri í dag þar sem víða verður bjart en fremur kalt. Líkur eru á smá úrkomu allra syðst, og eins verður strekkingsvindur þar. Víða frost og að tíu stigum í innsveitum norðaustanlands.

Á vef Veðurstofunnar segir að áfram verði bjart veður á morgun, en viðloðandi él við suður- og austurströndina.

„Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp um landið suðvestanvert um kvöldið og hlýnar heldur. Suðaustan hvassviðri eða stormur á laugardag með rigningu og talsverðum hlýindum, fyrst um landið suðvestanvert.“

Spákortið fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Suðaustan 3-10 m/s, en 10-15 við S- og SV-ströndina. Víða skýjað með köflum, en smáél eða slydduél S- og A-til. Hiti um eða undir frostmarki. Hlýnar V-lands um kvöldið.

Á laugardag: Gengur í suðaustan 15-23 m/s með rigningu, en úrkomulítið norðanlands. Hlýnandi veður, hiti 6 til 12 stig síðdegis, hlýjast í hnjúkaþey fyrir norðan.

Á sunnudag: Hvöss sunnanátt og rigning í fyrstu, en snýst síðan í hvassa suðvestanátt með skúrum eða éljum og kólnar. Þurrt norðaustantil á landinu.

Á mánudag: Stíf suðvestanátt með rigningu eða slyddu, síðar éljum. Úrkomulítið um landið norðaustanvert. Lægir seinnipartinn, síst með S-ströndinni. Hiti 0 til 6 stig.

Á þriðjudag: Breytileg og síðar N-læg átt. Rigning eða slydda S- og A-til í fyrstu, en annars víða él. Él um landið N-vert seinnipartinn, en styttir upp syðra. Vægt frost víða um land.

Á miðvikudag: Útlit fyrir N-læga átt með éljum N-til framan af degi en annars þurrt. Fremur kalt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×