Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2021 23:15 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, ávarpaði landamæraverði við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Varnarmálaráðuneyti Póllands/Getty Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Morawiecki að Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ráði förinni hvað krísuna varðar en að ástandið megi þó rekja til „höfuðpaurs í Moskvu.“ Minnst tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sakað Lúkasjenka um að laða flótta- og farandfólk til Hvíta-Rússlands og nota það í pólitískum tilgangi. Rússnesk stjórnvöld hafa lagt til að Evrópusambandið greiði Hvítrússum fyrir að stöðva flæði fólks inn um landamæri sambandsins í Póllandi. Sjálfur hefur Lúkasjenka hafnað því að hann hafi fyrirskipað að flóttafólk yrði sent yfir landamærin til Póllands, í hefndarskyni vegna viðskiptaþvingana gegn Hvíta-Rússlandi. Meirihluti flóttafólksins eru ungir menn, en í hópi þeirra er einnig að finna konur og börn. Fólkið er að meginstefnu til frá Mið-Asíu og Mið-Austurlöndum. Fólkið hefur tjaldað upp við landamærin, rétt innan Hvíta-Rússlands, og er í raun fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Hitastigið við landamærin hefur farið niður fyrir frostmark að undanförnu og nokkur fjöldi flóttafólks hefur þegar látið lífið á svæðinu. Segir leikþátt settan á svið Á neyðarfundi pólska þingsins í dag sagði forsætisráðherrann Morawiecki að árás Lúkasjenka ætti sér höfuðpaur í Moskvu. „Sá höfuðpaur er Pútín Rússlandsforseti.“ Forsætisráðherrann sakaði þá Lúkasjenka og Pútín um að ógna stöðugleika Evrópusambandsins með því að hleypa flóttafólki inn um landamæri sambandsins og lýsti ástandinu sem „nýrri tegund af stríði, þar sem fólk er notað sem skildir.“ Eins sakaði hann leiðtogana tvo um að setja á svið leikþátt, sem væri ætlað að skapa ringulreið innan sambandsins. Þá sagði forsætisráðherrann að landamæraöryggi Póllands hefði ekki verið ógnað jafn grimmilega í 30 ár. Lúkasjenka (t.v.) og Pútín eru bandamenn miklir.Mikhail Svetlov/Getty Pólsk stjórnvöld einnig sökuð um misgjörðir Pólsk stjórnvöld hafa þá verið sökuð um að vísa flóttafólki sem komist hefur til Póllands aftur yfir til Hvíta-Rússlands, þvert á alþjóðlegar reglur um hælisleitendur. Þá hefur fréttariturum og fulltrúum alþjóðasamtaka verið meinaður aðgangur að svæðinu þar sem flóttafólkið hefur haldið til. „Enginn hleypir okkur neitt,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Shwan Kurd, írökskum flóttamanni sem reynt hefur að komast frá Hvíta-Rússlandi til Póllands. Hann sagði frá því hvernig hann hefði komið til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, frá Baghdad í Írak í upphafi nóvember. Nú væri hann staddur í bráðabirgðabúðum aðeins nokkrum metrum frá gaddavírsgirðingum á landamærum Póllands. „Það er engin leið að sleppa. Pólland vill ekki hleypa okkur inn. Á hverju kvöldi fljúga þyrlur yfir. Þeir leyfa okkur ekki að sofa. Það er hvorki matur né drykkur hérna. Hér eru lítil börn, gamalmenni og konur, og fjölskyldur.“ Hvíta-Rússland Pólland Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Morawiecki að Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ráði förinni hvað krísuna varðar en að ástandið megi þó rekja til „höfuðpaurs í Moskvu.“ Minnst tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sakað Lúkasjenka um að laða flótta- og farandfólk til Hvíta-Rússlands og nota það í pólitískum tilgangi. Rússnesk stjórnvöld hafa lagt til að Evrópusambandið greiði Hvítrússum fyrir að stöðva flæði fólks inn um landamæri sambandsins í Póllandi. Sjálfur hefur Lúkasjenka hafnað því að hann hafi fyrirskipað að flóttafólk yrði sent yfir landamærin til Póllands, í hefndarskyni vegna viðskiptaþvingana gegn Hvíta-Rússlandi. Meirihluti flóttafólksins eru ungir menn, en í hópi þeirra er einnig að finna konur og börn. Fólkið er að meginstefnu til frá Mið-Asíu og Mið-Austurlöndum. Fólkið hefur tjaldað upp við landamærin, rétt innan Hvíta-Rússlands, og er í raun fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Hitastigið við landamærin hefur farið niður fyrir frostmark að undanförnu og nokkur fjöldi flóttafólks hefur þegar látið lífið á svæðinu. Segir leikþátt settan á svið Á neyðarfundi pólska þingsins í dag sagði forsætisráðherrann Morawiecki að árás Lúkasjenka ætti sér höfuðpaur í Moskvu. „Sá höfuðpaur er Pútín Rússlandsforseti.“ Forsætisráðherrann sakaði þá Lúkasjenka og Pútín um að ógna stöðugleika Evrópusambandsins með því að hleypa flóttafólki inn um landamæri sambandsins og lýsti ástandinu sem „nýrri tegund af stríði, þar sem fólk er notað sem skildir.“ Eins sakaði hann leiðtogana tvo um að setja á svið leikþátt, sem væri ætlað að skapa ringulreið innan sambandsins. Þá sagði forsætisráðherrann að landamæraöryggi Póllands hefði ekki verið ógnað jafn grimmilega í 30 ár. Lúkasjenka (t.v.) og Pútín eru bandamenn miklir.Mikhail Svetlov/Getty Pólsk stjórnvöld einnig sökuð um misgjörðir Pólsk stjórnvöld hafa þá verið sökuð um að vísa flóttafólki sem komist hefur til Póllands aftur yfir til Hvíta-Rússlands, þvert á alþjóðlegar reglur um hælisleitendur. Þá hefur fréttariturum og fulltrúum alþjóðasamtaka verið meinaður aðgangur að svæðinu þar sem flóttafólkið hefur haldið til. „Enginn hleypir okkur neitt,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Shwan Kurd, írökskum flóttamanni sem reynt hefur að komast frá Hvíta-Rússlandi til Póllands. Hann sagði frá því hvernig hann hefði komið til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, frá Baghdad í Írak í upphafi nóvember. Nú væri hann staddur í bráðabirgðabúðum aðeins nokkrum metrum frá gaddavírsgirðingum á landamærum Póllands. „Það er engin leið að sleppa. Pólland vill ekki hleypa okkur inn. Á hverju kvöldi fljúga þyrlur yfir. Þeir leyfa okkur ekki að sofa. Það er hvorki matur né drykkur hérna. Hér eru lítil börn, gamalmenni og konur, og fjölskyldur.“
Hvíta-Rússland Pólland Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52