Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2021 23:15 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, ávarpaði landamæraverði við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Varnarmálaráðuneyti Póllands/Getty Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Morawiecki að Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ráði förinni hvað krísuna varðar en að ástandið megi þó rekja til „höfuðpaurs í Moskvu.“ Minnst tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sakað Lúkasjenka um að laða flótta- og farandfólk til Hvíta-Rússlands og nota það í pólitískum tilgangi. Rússnesk stjórnvöld hafa lagt til að Evrópusambandið greiði Hvítrússum fyrir að stöðva flæði fólks inn um landamæri sambandsins í Póllandi. Sjálfur hefur Lúkasjenka hafnað því að hann hafi fyrirskipað að flóttafólk yrði sent yfir landamærin til Póllands, í hefndarskyni vegna viðskiptaþvingana gegn Hvíta-Rússlandi. Meirihluti flóttafólksins eru ungir menn, en í hópi þeirra er einnig að finna konur og börn. Fólkið er að meginstefnu til frá Mið-Asíu og Mið-Austurlöndum. Fólkið hefur tjaldað upp við landamærin, rétt innan Hvíta-Rússlands, og er í raun fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Hitastigið við landamærin hefur farið niður fyrir frostmark að undanförnu og nokkur fjöldi flóttafólks hefur þegar látið lífið á svæðinu. Segir leikþátt settan á svið Á neyðarfundi pólska þingsins í dag sagði forsætisráðherrann Morawiecki að árás Lúkasjenka ætti sér höfuðpaur í Moskvu. „Sá höfuðpaur er Pútín Rússlandsforseti.“ Forsætisráðherrann sakaði þá Lúkasjenka og Pútín um að ógna stöðugleika Evrópusambandsins með því að hleypa flóttafólki inn um landamæri sambandsins og lýsti ástandinu sem „nýrri tegund af stríði, þar sem fólk er notað sem skildir.“ Eins sakaði hann leiðtogana tvo um að setja á svið leikþátt, sem væri ætlað að skapa ringulreið innan sambandsins. Þá sagði forsætisráðherrann að landamæraöryggi Póllands hefði ekki verið ógnað jafn grimmilega í 30 ár. Lúkasjenka (t.v.) og Pútín eru bandamenn miklir.Mikhail Svetlov/Getty Pólsk stjórnvöld einnig sökuð um misgjörðir Pólsk stjórnvöld hafa þá verið sökuð um að vísa flóttafólki sem komist hefur til Póllands aftur yfir til Hvíta-Rússlands, þvert á alþjóðlegar reglur um hælisleitendur. Þá hefur fréttariturum og fulltrúum alþjóðasamtaka verið meinaður aðgangur að svæðinu þar sem flóttafólkið hefur haldið til. „Enginn hleypir okkur neitt,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Shwan Kurd, írökskum flóttamanni sem reynt hefur að komast frá Hvíta-Rússlandi til Póllands. Hann sagði frá því hvernig hann hefði komið til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, frá Baghdad í Írak í upphafi nóvember. Nú væri hann staddur í bráðabirgðabúðum aðeins nokkrum metrum frá gaddavírsgirðingum á landamærum Póllands. „Það er engin leið að sleppa. Pólland vill ekki hleypa okkur inn. Á hverju kvöldi fljúga þyrlur yfir. Þeir leyfa okkur ekki að sofa. Það er hvorki matur né drykkur hérna. Hér eru lítil börn, gamalmenni og konur, og fjölskyldur.“ Hvíta-Rússland Pólland Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Morawiecki að Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ráði förinni hvað krísuna varðar en að ástandið megi þó rekja til „höfuðpaurs í Moskvu.“ Minnst tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sakað Lúkasjenka um að laða flótta- og farandfólk til Hvíta-Rússlands og nota það í pólitískum tilgangi. Rússnesk stjórnvöld hafa lagt til að Evrópusambandið greiði Hvítrússum fyrir að stöðva flæði fólks inn um landamæri sambandsins í Póllandi. Sjálfur hefur Lúkasjenka hafnað því að hann hafi fyrirskipað að flóttafólk yrði sent yfir landamærin til Póllands, í hefndarskyni vegna viðskiptaþvingana gegn Hvíta-Rússlandi. Meirihluti flóttafólksins eru ungir menn, en í hópi þeirra er einnig að finna konur og börn. Fólkið er að meginstefnu til frá Mið-Asíu og Mið-Austurlöndum. Fólkið hefur tjaldað upp við landamærin, rétt innan Hvíta-Rússlands, og er í raun fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Hitastigið við landamærin hefur farið niður fyrir frostmark að undanförnu og nokkur fjöldi flóttafólks hefur þegar látið lífið á svæðinu. Segir leikþátt settan á svið Á neyðarfundi pólska þingsins í dag sagði forsætisráðherrann Morawiecki að árás Lúkasjenka ætti sér höfuðpaur í Moskvu. „Sá höfuðpaur er Pútín Rússlandsforseti.“ Forsætisráðherrann sakaði þá Lúkasjenka og Pútín um að ógna stöðugleika Evrópusambandsins með því að hleypa flóttafólki inn um landamæri sambandsins og lýsti ástandinu sem „nýrri tegund af stríði, þar sem fólk er notað sem skildir.“ Eins sakaði hann leiðtogana tvo um að setja á svið leikþátt, sem væri ætlað að skapa ringulreið innan sambandsins. Þá sagði forsætisráðherrann að landamæraöryggi Póllands hefði ekki verið ógnað jafn grimmilega í 30 ár. Lúkasjenka (t.v.) og Pútín eru bandamenn miklir.Mikhail Svetlov/Getty Pólsk stjórnvöld einnig sökuð um misgjörðir Pólsk stjórnvöld hafa þá verið sökuð um að vísa flóttafólki sem komist hefur til Póllands aftur yfir til Hvíta-Rússlands, þvert á alþjóðlegar reglur um hælisleitendur. Þá hefur fréttariturum og fulltrúum alþjóðasamtaka verið meinaður aðgangur að svæðinu þar sem flóttafólkið hefur haldið til. „Enginn hleypir okkur neitt,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Shwan Kurd, írökskum flóttamanni sem reynt hefur að komast frá Hvíta-Rússlandi til Póllands. Hann sagði frá því hvernig hann hefði komið til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, frá Baghdad í Írak í upphafi nóvember. Nú væri hann staddur í bráðabirgðabúðum aðeins nokkrum metrum frá gaddavírsgirðingum á landamærum Póllands. „Það er engin leið að sleppa. Pólland vill ekki hleypa okkur inn. Á hverju kvöldi fljúga þyrlur yfir. Þeir leyfa okkur ekki að sofa. Það er hvorki matur né drykkur hérna. Hér eru lítil börn, gamalmenni og konur, og fjölskyldur.“
Hvíta-Rússland Pólland Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52