Erlent

„Vax“ orð ársins hjá Ox­ford-orða­bókinni

Atli Ísleifsson skrifar
Bólusetningar hafa verið áberandi á árinu.
Bólusetningar hafa verið áberandi á árinu. Getty

Orðið „vax“ er orð ársins 2021 samkvæmt Oxford Languages sem gefur út Oxford-orðabókina, Oxford English Dictionary.

„Orðið „vax“ hefur meira en nokkuð annað sprautað sig inn í blóð ensks tungumáls árið 2021,“ segir í nýrri skýrslu Oxford Languages.

Fram til ársins 2021 var orðið, sem er í stytting á orðinu „vaccination“, eða „bólusetning“, verið lítið notað, en í september var orðið notað 72 sinnum oftar en á sama tíma árið áður.

„Ekkert orð fangar andrúmsloft síðasta árs betur en orðið „vax“,“ segir í skýrslunni. Orðið hefur einnig birst skeytt við önnur, meðal annars sem „double-vaxxed“, „unvaxxed“, „anti-vaxxer“, „vaxxie“ og „vax-athon“ svo dæmi séu nefnd.

Oxford Languages hefur lengi útnefnt orð ársins en að neðan má sjá þau sem hafa hlotið þann heiður síðustu ár.

  • 2021: Vax
  • 2020: Ekkert eitt orð valið vegna fordæmislauss árs
  • 2019: Climate emergency
  • 2018: Toxic
  • 2017: Youthquake
  • 2016: Post-truth
  • 2015: 😂
  • 2014: Vape
  • 2013: Selfie


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.