Erlent

Biden segir Bandaríkin munu verja Taívan fyrir innrás

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Joe Biden og sjónvarpsmaðurinn Anderson Cooper á borgarafundinum í gær.
Joe Biden og sjónvarpsmaðurinn Anderson Cooper á borgarafundinum í gær. AP/Evan Vucci

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ljóst að Bandaríkjamenn muni verja eyjuna Taívan, ef Kínverjar gera innrás. Þetta kom fram í svörum hans á borgarafundi sem CNN sjónvarpsstöðin stóð fyrir.

Bandaríkin hafa um árabil stutt við bakið á Taívan en yfirleitt á bakvið tjöldin, því ríkið er ekki viðurkennt sem slíkt af alþjóðasamfélaginu. Kínverjar gera kröfu til eyjarinnar og segja stjórnvöld þar vera uppreisnarmenn. 

Þetta afdráttarlausa svar Bidens hefur því vakið nokkra athygli en hingað til hafa Bandaríkjamenn forðast að tjá sig um hvað myndi gerast ef Kínverjar gerðu árás. 

Talsmaður Hvíta hússins segir þó að orð Bidens marki ekki stefnubreytingu en Bandaríkjamenn hafa lengi selt Taívönum vopn og þjálfað herlið þeirra þótt þeir viðurkenni Taívan ekki sem sjálfstætt ríki.


Tengdar fréttir

Æfðu að lenda hermönnum á strönd skammt frá Taívan

Her Kína hélt nýverið æfingar í að lenda hermönnum af sjó. Þær æfingar voru gerðar í héraðinu sem er andspænis Taívan. Æfingarnar hafa þó ekki verið beintengdar mjög aukinni spennu milli Kína og Taívans.

Heitir því að Taí­van verði sam­einað Kína á ný

Xi Jinping forseti Kína hefur heitið því að Taívan muni „sameinast“ Alþýðulýðveldinu Kína að nýju. Forsetinn sagðist í dag, laugardag, vona að sameiningin takist án þess að beita þurfi valdi.

Samskipti Kína og Tævan ekki jafn slæm í 40 ár

Varnarmálaráðherra Taívan segir að samskipti eyríkisins við Kína hafi ekki verið jafnslæm og þau eru nú í 40 ár. Ráðherrann, Chiu Kuo-cheng, segir að Kínverjar verði í stakk búnir til að ráðast á eyjuna og taka hafa yfir árið 2025.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.