Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 07:55 Xi Jinping forseti Kína hefur heitið því að Taívan verði sameinað Alþýðulýðveldinu. Getty/Kevin Frayer Xi Jinping forseti Kína hefur heitið því að Taívan muni „sameinast“ Alþýðulýðveldinu Kína að nýju. Forsetinn sagðist í dag, laugardag, vona að sameiningin takist án þess að beita þurfi valdi. Stjórnvöld í Taívan voru ekki lengi að svara og hafa nú kallað eftir því að kínversk stjórnvöld hætti þessum þvingunum. Það sé aðeins taívanska þjóðin sem geti tekið ákvörðun um eigin framtíð. Fréttastofa Reuters greinir frá. Deilur milli Alþýðulýðveldisins og eyríkisins, sem Kína hefur gert tilkall til, hafa náð nýjum hæðum undanfarna viku sem valdið hefur alþjóðasamfélaginu miklu hugarangri. Greint var frá því í gær að kínversk stjórnvöld hafi kallað eftir því að Bandaríkin slíti hernaðarsamband sitt við Taívan eftir að það var opinberað að bandaríski herinn hafi verið þar undanfarið ár og því haldið fram að hann þjálfi taívanska herinn. Xi var beinskeyttur í ræðu sinni í kínverska þinghúsinu í Peking, þar sem verið var að halda upp á 110 ára afmæli byltingarinnar sem kollvarpaði síðasta kínverska keisaradæminu. Þar sagði hann meðal annars að kínverska þjóðin ætti þá „mögnuðu hefð“ að mótmæla aðskilnaðarstefnu. „Sjálfstæðisaðskilnaðarstefna Taívan er stærsta fyrirstaða þess að móðurlandið sameinist að nýju og er alvarlegasta falda ógnin við endurnýjun þjóðarinnar,“ sagði Xi í ræðu sinni. Friðsæl sameingin væri best fyrir taívönsku þjóðina en Kína myndi vernda fullveldi sitt og sameiningu. „Enginn ætti að vanmeta staðfestur, vilja og getu kínversku þjóðarinnar til að vernda fullveldi ríkisins og sameiningu þess,“ sagði Xi. „Þetta sögulega verkefni að ljúka sameiningu móðurlandsins verður að klára og mun vera klárað.“ Xi hefur oft verið harðorðari í ræðu sinni um Taívan. Hann sagði til að mynda í júlí, síðustu opinberu ræðu sinni þar sem hann minntist á Taívan, að Kína myndi „kremja“ allar tilraunir ríkisins um formlegt sjálfstæði. Þá hótaði hann árið 2019 að beinu valdi yrði beitt gegn eyríkinu til að sameina það Kína. Kína Taívan Tengdar fréttir Kínverjar fámálir um fregnir af bandarískum hermönnum í Taívan Kínverjar kölluðu eftir því í morgun eftir því að Bandaríkin slitu hernaðarleg tengsl sín við Taívan. Það er eftir fréttaflutning um að bandarískir landgönguliðar og sérveitarmenn hafi verið staðsettir á Taívan í meira en ár. 8. október 2021 10:22 Taívanar leitast eftir stuðningi Ráðamenn í Taívan leitast nú eftir stuðningi frá öðrum lýðræðisríkjum á heimsvísu en Kínverjar hafa beitt eyríkið miklum þrýstingi undanfarin misseri, bæði pólitískum og hernaðarlegum. 7. október 2021 10:25 Samskipti Kína og Tævan ekki jafn slæm í 40 ár Varnarmálaráðherra Taívan segir að samskipti eyríkisins við Kína hafi ekki verið jafnslæm og þau eru nú í 40 ár. Ráðherrann, Chiu Kuo-cheng, segir að Kínverjar verði í stakk búnir til að ráðast á eyjuna og taka hafa yfir árið 2025. 6. október 2021 07:50 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Stjórnvöld í Taívan voru ekki lengi að svara og hafa nú kallað eftir því að kínversk stjórnvöld hætti þessum þvingunum. Það sé aðeins taívanska þjóðin sem geti tekið ákvörðun um eigin framtíð. Fréttastofa Reuters greinir frá. Deilur milli Alþýðulýðveldisins og eyríkisins, sem Kína hefur gert tilkall til, hafa náð nýjum hæðum undanfarna viku sem valdið hefur alþjóðasamfélaginu miklu hugarangri. Greint var frá því í gær að kínversk stjórnvöld hafi kallað eftir því að Bandaríkin slíti hernaðarsamband sitt við Taívan eftir að það var opinberað að bandaríski herinn hafi verið þar undanfarið ár og því haldið fram að hann þjálfi taívanska herinn. Xi var beinskeyttur í ræðu sinni í kínverska þinghúsinu í Peking, þar sem verið var að halda upp á 110 ára afmæli byltingarinnar sem kollvarpaði síðasta kínverska keisaradæminu. Þar sagði hann meðal annars að kínverska þjóðin ætti þá „mögnuðu hefð“ að mótmæla aðskilnaðarstefnu. „Sjálfstæðisaðskilnaðarstefna Taívan er stærsta fyrirstaða þess að móðurlandið sameinist að nýju og er alvarlegasta falda ógnin við endurnýjun þjóðarinnar,“ sagði Xi í ræðu sinni. Friðsæl sameingin væri best fyrir taívönsku þjóðina en Kína myndi vernda fullveldi sitt og sameiningu. „Enginn ætti að vanmeta staðfestur, vilja og getu kínversku þjóðarinnar til að vernda fullveldi ríkisins og sameiningu þess,“ sagði Xi. „Þetta sögulega verkefni að ljúka sameiningu móðurlandsins verður að klára og mun vera klárað.“ Xi hefur oft verið harðorðari í ræðu sinni um Taívan. Hann sagði til að mynda í júlí, síðustu opinberu ræðu sinni þar sem hann minntist á Taívan, að Kína myndi „kremja“ allar tilraunir ríkisins um formlegt sjálfstæði. Þá hótaði hann árið 2019 að beinu valdi yrði beitt gegn eyríkinu til að sameina það Kína.
Kína Taívan Tengdar fréttir Kínverjar fámálir um fregnir af bandarískum hermönnum í Taívan Kínverjar kölluðu eftir því í morgun eftir því að Bandaríkin slitu hernaðarleg tengsl sín við Taívan. Það er eftir fréttaflutning um að bandarískir landgönguliðar og sérveitarmenn hafi verið staðsettir á Taívan í meira en ár. 8. október 2021 10:22 Taívanar leitast eftir stuðningi Ráðamenn í Taívan leitast nú eftir stuðningi frá öðrum lýðræðisríkjum á heimsvísu en Kínverjar hafa beitt eyríkið miklum þrýstingi undanfarin misseri, bæði pólitískum og hernaðarlegum. 7. október 2021 10:25 Samskipti Kína og Tævan ekki jafn slæm í 40 ár Varnarmálaráðherra Taívan segir að samskipti eyríkisins við Kína hafi ekki verið jafnslæm og þau eru nú í 40 ár. Ráðherrann, Chiu Kuo-cheng, segir að Kínverjar verði í stakk búnir til að ráðast á eyjuna og taka hafa yfir árið 2025. 6. október 2021 07:50 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Kínverjar fámálir um fregnir af bandarískum hermönnum í Taívan Kínverjar kölluðu eftir því í morgun eftir því að Bandaríkin slitu hernaðarleg tengsl sín við Taívan. Það er eftir fréttaflutning um að bandarískir landgönguliðar og sérveitarmenn hafi verið staðsettir á Taívan í meira en ár. 8. október 2021 10:22
Taívanar leitast eftir stuðningi Ráðamenn í Taívan leitast nú eftir stuðningi frá öðrum lýðræðisríkjum á heimsvísu en Kínverjar hafa beitt eyríkið miklum þrýstingi undanfarin misseri, bæði pólitískum og hernaðarlegum. 7. október 2021 10:25
Samskipti Kína og Tævan ekki jafn slæm í 40 ár Varnarmálaráðherra Taívan segir að samskipti eyríkisins við Kína hafi ekki verið jafnslæm og þau eru nú í 40 ár. Ráðherrann, Chiu Kuo-cheng, segir að Kínverjar verði í stakk búnir til að ráðast á eyjuna og taka hafa yfir árið 2025. 6. október 2021 07:50