Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 07:55 Xi Jinping forseti Kína hefur heitið því að Taívan verði sameinað Alþýðulýðveldinu. Getty/Kevin Frayer Xi Jinping forseti Kína hefur heitið því að Taívan muni „sameinast“ Alþýðulýðveldinu Kína að nýju. Forsetinn sagðist í dag, laugardag, vona að sameiningin takist án þess að beita þurfi valdi. Stjórnvöld í Taívan voru ekki lengi að svara og hafa nú kallað eftir því að kínversk stjórnvöld hætti þessum þvingunum. Það sé aðeins taívanska þjóðin sem geti tekið ákvörðun um eigin framtíð. Fréttastofa Reuters greinir frá. Deilur milli Alþýðulýðveldisins og eyríkisins, sem Kína hefur gert tilkall til, hafa náð nýjum hæðum undanfarna viku sem valdið hefur alþjóðasamfélaginu miklu hugarangri. Greint var frá því í gær að kínversk stjórnvöld hafi kallað eftir því að Bandaríkin slíti hernaðarsamband sitt við Taívan eftir að það var opinberað að bandaríski herinn hafi verið þar undanfarið ár og því haldið fram að hann þjálfi taívanska herinn. Xi var beinskeyttur í ræðu sinni í kínverska þinghúsinu í Peking, þar sem verið var að halda upp á 110 ára afmæli byltingarinnar sem kollvarpaði síðasta kínverska keisaradæminu. Þar sagði hann meðal annars að kínverska þjóðin ætti þá „mögnuðu hefð“ að mótmæla aðskilnaðarstefnu. „Sjálfstæðisaðskilnaðarstefna Taívan er stærsta fyrirstaða þess að móðurlandið sameinist að nýju og er alvarlegasta falda ógnin við endurnýjun þjóðarinnar,“ sagði Xi í ræðu sinni. Friðsæl sameingin væri best fyrir taívönsku þjóðina en Kína myndi vernda fullveldi sitt og sameiningu. „Enginn ætti að vanmeta staðfestur, vilja og getu kínversku þjóðarinnar til að vernda fullveldi ríkisins og sameiningu þess,“ sagði Xi. „Þetta sögulega verkefni að ljúka sameiningu móðurlandsins verður að klára og mun vera klárað.“ Xi hefur oft verið harðorðari í ræðu sinni um Taívan. Hann sagði til að mynda í júlí, síðustu opinberu ræðu sinni þar sem hann minntist á Taívan, að Kína myndi „kremja“ allar tilraunir ríkisins um formlegt sjálfstæði. Þá hótaði hann árið 2019 að beinu valdi yrði beitt gegn eyríkinu til að sameina það Kína. Kína Taívan Tengdar fréttir Kínverjar fámálir um fregnir af bandarískum hermönnum í Taívan Kínverjar kölluðu eftir því í morgun eftir því að Bandaríkin slitu hernaðarleg tengsl sín við Taívan. Það er eftir fréttaflutning um að bandarískir landgönguliðar og sérveitarmenn hafi verið staðsettir á Taívan í meira en ár. 8. október 2021 10:22 Taívanar leitast eftir stuðningi Ráðamenn í Taívan leitast nú eftir stuðningi frá öðrum lýðræðisríkjum á heimsvísu en Kínverjar hafa beitt eyríkið miklum þrýstingi undanfarin misseri, bæði pólitískum og hernaðarlegum. 7. október 2021 10:25 Samskipti Kína og Tævan ekki jafn slæm í 40 ár Varnarmálaráðherra Taívan segir að samskipti eyríkisins við Kína hafi ekki verið jafnslæm og þau eru nú í 40 ár. Ráðherrann, Chiu Kuo-cheng, segir að Kínverjar verði í stakk búnir til að ráðast á eyjuna og taka hafa yfir árið 2025. 6. október 2021 07:50 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Stjórnvöld í Taívan voru ekki lengi að svara og hafa nú kallað eftir því að kínversk stjórnvöld hætti þessum þvingunum. Það sé aðeins taívanska þjóðin sem geti tekið ákvörðun um eigin framtíð. Fréttastofa Reuters greinir frá. Deilur milli Alþýðulýðveldisins og eyríkisins, sem Kína hefur gert tilkall til, hafa náð nýjum hæðum undanfarna viku sem valdið hefur alþjóðasamfélaginu miklu hugarangri. Greint var frá því í gær að kínversk stjórnvöld hafi kallað eftir því að Bandaríkin slíti hernaðarsamband sitt við Taívan eftir að það var opinberað að bandaríski herinn hafi verið þar undanfarið ár og því haldið fram að hann þjálfi taívanska herinn. Xi var beinskeyttur í ræðu sinni í kínverska þinghúsinu í Peking, þar sem verið var að halda upp á 110 ára afmæli byltingarinnar sem kollvarpaði síðasta kínverska keisaradæminu. Þar sagði hann meðal annars að kínverska þjóðin ætti þá „mögnuðu hefð“ að mótmæla aðskilnaðarstefnu. „Sjálfstæðisaðskilnaðarstefna Taívan er stærsta fyrirstaða þess að móðurlandið sameinist að nýju og er alvarlegasta falda ógnin við endurnýjun þjóðarinnar,“ sagði Xi í ræðu sinni. Friðsæl sameingin væri best fyrir taívönsku þjóðina en Kína myndi vernda fullveldi sitt og sameiningu. „Enginn ætti að vanmeta staðfestur, vilja og getu kínversku þjóðarinnar til að vernda fullveldi ríkisins og sameiningu þess,“ sagði Xi. „Þetta sögulega verkefni að ljúka sameiningu móðurlandsins verður að klára og mun vera klárað.“ Xi hefur oft verið harðorðari í ræðu sinni um Taívan. Hann sagði til að mynda í júlí, síðustu opinberu ræðu sinni þar sem hann minntist á Taívan, að Kína myndi „kremja“ allar tilraunir ríkisins um formlegt sjálfstæði. Þá hótaði hann árið 2019 að beinu valdi yrði beitt gegn eyríkinu til að sameina það Kína.
Kína Taívan Tengdar fréttir Kínverjar fámálir um fregnir af bandarískum hermönnum í Taívan Kínverjar kölluðu eftir því í morgun eftir því að Bandaríkin slitu hernaðarleg tengsl sín við Taívan. Það er eftir fréttaflutning um að bandarískir landgönguliðar og sérveitarmenn hafi verið staðsettir á Taívan í meira en ár. 8. október 2021 10:22 Taívanar leitast eftir stuðningi Ráðamenn í Taívan leitast nú eftir stuðningi frá öðrum lýðræðisríkjum á heimsvísu en Kínverjar hafa beitt eyríkið miklum þrýstingi undanfarin misseri, bæði pólitískum og hernaðarlegum. 7. október 2021 10:25 Samskipti Kína og Tævan ekki jafn slæm í 40 ár Varnarmálaráðherra Taívan segir að samskipti eyríkisins við Kína hafi ekki verið jafnslæm og þau eru nú í 40 ár. Ráðherrann, Chiu Kuo-cheng, segir að Kínverjar verði í stakk búnir til að ráðast á eyjuna og taka hafa yfir árið 2025. 6. október 2021 07:50 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Kínverjar fámálir um fregnir af bandarískum hermönnum í Taívan Kínverjar kölluðu eftir því í morgun eftir því að Bandaríkin slitu hernaðarleg tengsl sín við Taívan. Það er eftir fréttaflutning um að bandarískir landgönguliðar og sérveitarmenn hafi verið staðsettir á Taívan í meira en ár. 8. október 2021 10:22
Taívanar leitast eftir stuðningi Ráðamenn í Taívan leitast nú eftir stuðningi frá öðrum lýðræðisríkjum á heimsvísu en Kínverjar hafa beitt eyríkið miklum þrýstingi undanfarin misseri, bæði pólitískum og hernaðarlegum. 7. október 2021 10:25
Samskipti Kína og Tævan ekki jafn slæm í 40 ár Varnarmálaráðherra Taívan segir að samskipti eyríkisins við Kína hafi ekki verið jafnslæm og þau eru nú í 40 ár. Ráðherrann, Chiu Kuo-cheng, segir að Kínverjar verði í stakk búnir til að ráðast á eyjuna og taka hafa yfir árið 2025. 6. október 2021 07:50