Erlent

Samskipti Kína og Tævan ekki jafn slæm í 40 ár

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Herþotum og vopnum stillt upp í flugskýli herstöðvar í aðdraganda heimsóknar forseta Taívan.
Herþotum og vopnum stillt upp í flugskýli herstöðvar í aðdraganda heimsóknar forseta Taívan. epa/Chie B. Tongo

Varnarmálaráðherra Taívan segir að samskipti eyríkisins við Kína hafi ekki verið jafnslæm og þau eru nú í 40 ár. Ráðherrann, Chiu Kuo-cheng, segir að Kínverjar verði í stakk búnir til að ráðast á eyjuna og taka hafa yfir árið 2025.

Síðustu fjóra daga hafa Kínverjar flogið fjölmörgum herflugvélum inn á loftvarnasvæði Taívan og hefur fjöldi véla aldrei verið eins mikill og nú. 

Taívanar kalla sig sjálfstætt ríki eftir að andstæðingar kommúnista flúðu þangað árið 1949 en yfirvöld í Kína líta á eyjuna sem hluta af Kínverska alþýðulýðveldinu og að stjórnvöld þar séu uppreisnarmenn. 

Fá ríki viðurkenna sjálfstæði Taívans, þar á meðal Bandaríkjamenn, sem hafa þó stutt vel við bakið á Taívan ópinberlega, sérstaklega í varnarmálum. Kínverjar hafa ekki útilokað að þeir beiti hervaldi til að sameina Taívan við Kína á ný.


Tengdar fréttir

Þrí­höfða sam­komu­lag til höfuðs Kína á Kyrra­hafi

Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum.

Taívanar kvarta yfir umferð kínverskra herþota

Yfirvöld í Taívan segja að nítján kínverskar herþotur hafi flogið inn fyrir skilgreint varnarsvæði Taívans í gær. Varnamálaráðuneyti landsins segir að þeirra á meðal hafi verið orrustuþotur og sprengjuflugvélar sem borið geti kjarnorkusprengjur.

Gætu lamað varnir Taívans í skyndi

Kínverjar vita nákvæmlega hvar varnir Taívans eru og gætu lamað þær á skömmum tíma. Með umfangsmiklum netárásum, í sambland við eldflaugaárásir og laumuárásir sérsveitarmanna á mikilvæga innviði, væri hægt að draga verulega úr varnargetu Taívans.

Segir að Japan muni aðstoða Taívan verði gerð innrás

Taro Aso, aðstoðarforsætisráðherra Japans, segir nauðsynlegt fyrir Japani að koma Taívan til aðstoðar, auk Bandaríkjanna, geri Kínverjar innrás í eyríkið. Þetta sagði hann í gær og hafa ummælin þegar vakið mikla reiði í Peking.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×