Erlent

Taka næsta skref til stjórnar­myndunar í Þýska­landi

Þorgils Jónsson skrifar
Sósíaldemókratar, Græningjar og Frjálslyndir Demókratar tilkynntu fyrir stundu að samkomulag hafi tekist um málefnapakka fyrir formlegar stjórnarmyndunarviðræður.
Sósíaldemókratar, Græningjar og Frjálslyndir Demókratar tilkynntu fyrir stundu að samkomulag hafi tekist um málefnapakka fyrir formlegar stjórnarmyndunarviðræður.

Sósíaldemókratar (SPD), Græningjar og Frjálslyndir Demókratar (FDP) tilkynntu fyrir stundu að samkomulag hafi tekist um málefnasamning fyrir formlegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf. 

„Við erum sannfærð um að við getum lokið metnaðarfullum málefnasamningi fyrir samsteypustjórn“, segir í tilkynningu frá flokkunum, en fréttastofa Deutsche Welle segir frá.

„Undirbúningsviðræðurnar einkenndust af trausti, virðingu og gagnkvæmri tillitssemi og við viljum halda því áfram.“

Græningjar og FDP þurfa að leggja viðræðurnar fyrir flokksfólk áður en vinnan milli flokkanna hefst fyrir alvöru en það samþykki ætti að geta legið fyrir innan nokkurra daga.

Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi 26. september þar sem SPD, með Olaf Scholz í fararbroddi, hlaut flest þingsæti og Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, næstflest.

Niðurstöður þýsku kosninganna:

  • Sósíaldemókratar (SPD): 25,7%
  • Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1%
  • Græningjar: 14,8%
  • Frjálslyndir (FDP) 11,5%
  • Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3%
  • Vinstriflokkurinn: 4,9%

Í viðræðunum var talið líklegast að tekist yrðu efnahags- og skattamál, sem og loftslagsmál.

SPD og Græningjar styðja hóflegar skattahækkanir en Frjálslyndir demókratar eru slíkum hugmyndum mjög andsnúnir. Þá vilja Frjálslyndir demókratar treysta meira á hinn frjálsa markað þegar kemur að baráttunni gegn loftslagsbreytingum en hinir flokkarnir tveir sem vilja beita ríkisvaldinu í meiri mæli.

Nú virðast flokkarnir alla vegana hafa fundið samræðugrundvöll til að leysa úr ágreiningsmálum sín á milli.


Tengdar fréttir

Skatta­mál og lofts­lags­mál helsti á­steytingar­steinninn

Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum.

Ó­vissu­á­stand eftir þing­kosningar í Þýska­landi

Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fóru fram síðastliðinn sunnudag. Rúmlega 60 milljón manns voru á kjörskrá. Kosningaþáttakan var frekar góð, eða rúmlega 75 prósent, sem var svipað og í síðustu kosningum.

Hver er þessi Olaf Scholz?

Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×