Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Hólmfríður Gísladóttir og Atli Ísleifsson skrifa 27. september 2021 06:47 Olaf Scholz, kanslaraefni Sósíaldemókrata, fagnar sigri en enn er ekkert fast í hendi. epa Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. Þá fengu Græningjar metfjölda atkvæða, 14,8 prósent. Um leið og ljóst varð að Sósíaldemókratar myndu sigra kosningarnar sagði Olaf Scholz, leiðtogi flokksins, að hann hefði nú klárt umboð til að stjórna. Það mun þó ekki liggja fyrir hver tekur við af Angelu Merkel fyrr en stjórnarmyndunarviðræðum er lokið. Þetta hafa Kristilegir demókratar minnt á og segja ekki nóg að ná „tölfræðilegum“ meirihluta, heldur muni stjórn landsins velta á viðræðum, sem gætu jafnvel staðið fram að jólum. Scholz lýsti því yfir í morgun að hann vilji mynda stjórn með Græningjum og Frjálslyndum. Bráðabirgðaniðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9% Þingmönnum á þýska þinginu fjölgar úr 709 í 735 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Er ljóst að ný ríkisstjórn þarf að njóta stuðnings 368 þingmanna. Sósíaldemókratar (SPD) virðast hafa tryggt sér 206 þingmenn, Kristilegir demókratar 196 þingmenn, Græningjar 118 þingmenn, Frjálslyndir (FDP) 92 þingmenn, Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 83 þingmenn, Vinstriflokkurinn (Die Linke) 39 þingmenn og Bandalag kjósenda í Suður-Slésvík (SSW) einn þingmann. Ekki var einungis kosið til þings heldur fóru einnig fram sveitarstjórnarkosningar. Í höfuðborginni Berlín hafa Sósíaldemókratar einnig ástæðu til að fagna, en ljóst er að Franziska Giffey, frambjóðandi þeirra, verður næsti borgarstjóri. Hún verður fyrsta konan til að gegna embættinu. BBC fjallar ítarlega um niðurstöður kosninganna. Fréttin hefur verið uppfærð. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Þá fengu Græningjar metfjölda atkvæða, 14,8 prósent. Um leið og ljóst varð að Sósíaldemókratar myndu sigra kosningarnar sagði Olaf Scholz, leiðtogi flokksins, að hann hefði nú klárt umboð til að stjórna. Það mun þó ekki liggja fyrir hver tekur við af Angelu Merkel fyrr en stjórnarmyndunarviðræðum er lokið. Þetta hafa Kristilegir demókratar minnt á og segja ekki nóg að ná „tölfræðilegum“ meirihluta, heldur muni stjórn landsins velta á viðræðum, sem gætu jafnvel staðið fram að jólum. Scholz lýsti því yfir í morgun að hann vilji mynda stjórn með Græningjum og Frjálslyndum. Bráðabirgðaniðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9% Þingmönnum á þýska þinginu fjölgar úr 709 í 735 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Er ljóst að ný ríkisstjórn þarf að njóta stuðnings 368 þingmanna. Sósíaldemókratar (SPD) virðast hafa tryggt sér 206 þingmenn, Kristilegir demókratar 196 þingmenn, Græningjar 118 þingmenn, Frjálslyndir (FDP) 92 þingmenn, Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 83 þingmenn, Vinstriflokkurinn (Die Linke) 39 þingmenn og Bandalag kjósenda í Suður-Slésvík (SSW) einn þingmann. Ekki var einungis kosið til þings heldur fóru einnig fram sveitarstjórnarkosningar. Í höfuðborginni Berlín hafa Sósíaldemókratar einnig ástæðu til að fagna, en ljóst er að Franziska Giffey, frambjóðandi þeirra, verður næsti borgarstjóri. Hún verður fyrsta konan til að gegna embættinu. BBC fjallar ítarlega um niðurstöður kosninganna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bráðabirgðaniðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9%
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20