Erlent

Græningjar vilja mynda stjórn með SPD og FDP

Atli Ísleifsson skrifar
Annalena Baerbock og Robert Habeck, leiðtogar Græningja, á blaðamannafundi í morgun.
Annalena Baerbock og Robert Habeck, leiðtogar Græningja, á blaðamannafundi í morgun. EPA

Græningjar í Þýskalandi vilja taka upp könnunarviðræður við Jafnaðarmannaflokkinn (SDP) og Frjálsynda demókrata (FDP) um myndun nýrrar stjórnar.

„Þetta er það sem við höfum lagt til við FDP,“ sagði Annalena Baerbock, annar leiðtoga Græningja, á fréttamannafundi í Berlín í morgun.

Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi 26. september þar sem SPD, með Olaf Scholz í broddi fylkingar, hlaut flest þingsæti og Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, næstflest.

Leiðtogar þeirra flokka sem náðu mönnum á þing hafa átt í óformlegum viðræðum síðustu daga þar sem þeir hafa kannað forsendur varðandi myndun nýrrar stjórnar.

Niðurstöður þýsku kosninganna:

  • Sósíaldemókratar (SDP): 25,7%
  • Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1%
  • Græningjar: 14,8%
  • Frjálslyndir (FDP) 11,5%
  • Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3%
  • Vinstriflokkurinn: 4,9%

Baerbock sagði á fréttamannafundinum í morgun að Þýskaland stæði frammi fyrir miklum áskorunum og að nauðsynlegt væri að bregðast við þeim hratt. Græningjar væru sannfærðir um að landið hefði ekki efni á að stjórnarmyndun tæki langan tíma.


Tengdar fréttir

Hver er þessi Olaf Scholz?

Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum.

Ó­vissu­á­stand eftir þing­kosningar í Þýska­landi

Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fóru fram síðastliðinn sunnudag. Rúmlega 60 milljón manns voru á kjörskrá. Kosningaþáttakan var frekar góð, eða rúmlega 75 prósent, sem var svipað og í síðustu kosningum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×