Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2021 15:51 Flestir íbúar Xinjiang eru múslimar en ríkisstjórn Kína hefur verið sökuð um mikið harðræði í garð íbúa á undanförnum árum. EPA/DIEGO AZUBEL Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. Í kjölfar þess hafi þau verið færð í fangabúðir. Kínverjar hafa verið sakaðir um mannréttindabrot og jafnvel þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjiang. Meira en milljón þeirra hefur verið haldið í sérstökum fangabúðum og hafa ásakanir borist um kerfisbundna þrælkunarvinnu, þvingaðar ófrjósemiaðgerðir og alvarlega og umfangsmikil kynferðisbrot. Ríkisstjórn Kína þvertekur fyrir að brotið hafi verið á úígúrum og hefur því verið haldið fram að fangabúðirnar séu endurmenntunarbúðir. Ráðamenn saka fólk sem hefur stigið fram og greint frá ofbeldi vera lygara. Blaðamenn CNN ræddu við lögregluþjóninn, sem þeir kalla Jiang, í Evrópu þar sem hann er í útlegð. Hann gat sýnt þeim lögreglubúning sinn, opinber skjöl myndbönd og annað sem staðreyndi að hann hafi verið í lögreglunni. Frásögnin rýmar við aðrar Tekið er fram í grein miðilsins að erfitt sé að sannreyna sögur hans en aðgangur að Xinjiang-héraði er verulega takmarkaður og flæði upplýsinga þaðan sömuleiðis. Frásögn hans er þó í samræmi við frásagnir annarra frá Xinjiang. Meðal annars tveggja úígúra sem CNN ræddi við og rúmlega fimmtíu manns sem sátu í fangabúðum í héraðinu og ræddu við mannréttindasamtökin Amnesty International. Samtökin gáfu í sumar út skýrslu um aðgerðir yfirvalda í Kína í Xinjiang-héraði. Jiang sagði að fyrst þegar hann hefði verið sendur til Xinjiang, árið 2014, hafi hann farið að ósk yfirmanns síns í lögreglunnar í öðru héraði í Kína. Sá hafi sagt honum að aðskilnaðaröfl vildu slíta Kína í sundur og það þyrfti að ganga frá þeim. Hann segir tugir þúsunda lögregluþjóna úr öðrum héruðum Kína hafa verið flutta til Xinjiang í gegnum árin. Þeim hafi verið sagt að líta á störf þeirra sem átök og að úígúrar væru óvinir ríkisins. Á einu ári hafi 900 þúsund úígúrar verið handteknir. Sjá einnig: Hvetja konur til að eignast fleiri börn, nema í Xinjiang Markmið lögregluþjónanna var að fá fólkið sem handtekið var til að játa á sig glæp. Jiang segir það ítrekað hafa verið gert með pyntingum. Fólk hafi verið barið til óbóta og því nauðgað, þar til þau játuðu glæp. „Sumir líta á þetta sem starf, aðrir eru bara siðblindir,“ sagði Jiang. Föngum skipað að nauðga úígúrum CNN ræddi einnig við Abduweli Ayup, sem er 48 ára gamall fræðimaður frá Xinjiang en býr nú í Noregi. Hann segist hafa verið handtekinn í ágúst 2013. Hann hafði þá opnað leikskóla þar sem hann kenndi börnum tungumál úígúra. Hann sagði að fyrstu nótt hans í fangelsi hafi fangaverðir látið stóran hóp kínverskra fanga nauðga honum. Fangaverðirnir hafi skipað honum að klæða sig úr nærfötum sínum og fylgst með nauðguninni. Degi seinna hafi fangaverðir hlegið að honum og spurt hann hvort hann hafi ekki skemmt sér vel. Jiang sagði CNN að það hefði verið algeng leið til að pynta úígúra að skipa öðrum föngum að nauðga þeim í fangelsum Ayup var sleppt úr fangelsi í nóvember 2014, eftir að hann gekkst við ólöglegri fjáröflun. Kína Mannréttindi Tengdar fréttir Evrópuþingið hvetur diplómata til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng Evrópuþingið hefur samþykkt ályktun þar sem diplómatar eru hvattir til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng vegna mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda. 9. júlí 2021 08:36 Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27 ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Í kjölfar þess hafi þau verið færð í fangabúðir. Kínverjar hafa verið sakaðir um mannréttindabrot og jafnvel þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjiang. Meira en milljón þeirra hefur verið haldið í sérstökum fangabúðum og hafa ásakanir borist um kerfisbundna þrælkunarvinnu, þvingaðar ófrjósemiaðgerðir og alvarlega og umfangsmikil kynferðisbrot. Ríkisstjórn Kína þvertekur fyrir að brotið hafi verið á úígúrum og hefur því verið haldið fram að fangabúðirnar séu endurmenntunarbúðir. Ráðamenn saka fólk sem hefur stigið fram og greint frá ofbeldi vera lygara. Blaðamenn CNN ræddu við lögregluþjóninn, sem þeir kalla Jiang, í Evrópu þar sem hann er í útlegð. Hann gat sýnt þeim lögreglubúning sinn, opinber skjöl myndbönd og annað sem staðreyndi að hann hafi verið í lögreglunni. Frásögnin rýmar við aðrar Tekið er fram í grein miðilsins að erfitt sé að sannreyna sögur hans en aðgangur að Xinjiang-héraði er verulega takmarkaður og flæði upplýsinga þaðan sömuleiðis. Frásögn hans er þó í samræmi við frásagnir annarra frá Xinjiang. Meðal annars tveggja úígúra sem CNN ræddi við og rúmlega fimmtíu manns sem sátu í fangabúðum í héraðinu og ræddu við mannréttindasamtökin Amnesty International. Samtökin gáfu í sumar út skýrslu um aðgerðir yfirvalda í Kína í Xinjiang-héraði. Jiang sagði að fyrst þegar hann hefði verið sendur til Xinjiang, árið 2014, hafi hann farið að ósk yfirmanns síns í lögreglunnar í öðru héraði í Kína. Sá hafi sagt honum að aðskilnaðaröfl vildu slíta Kína í sundur og það þyrfti að ganga frá þeim. Hann segir tugir þúsunda lögregluþjóna úr öðrum héruðum Kína hafa verið flutta til Xinjiang í gegnum árin. Þeim hafi verið sagt að líta á störf þeirra sem átök og að úígúrar væru óvinir ríkisins. Á einu ári hafi 900 þúsund úígúrar verið handteknir. Sjá einnig: Hvetja konur til að eignast fleiri börn, nema í Xinjiang Markmið lögregluþjónanna var að fá fólkið sem handtekið var til að játa á sig glæp. Jiang segir það ítrekað hafa verið gert með pyntingum. Fólk hafi verið barið til óbóta og því nauðgað, þar til þau játuðu glæp. „Sumir líta á þetta sem starf, aðrir eru bara siðblindir,“ sagði Jiang. Föngum skipað að nauðga úígúrum CNN ræddi einnig við Abduweli Ayup, sem er 48 ára gamall fræðimaður frá Xinjiang en býr nú í Noregi. Hann segist hafa verið handtekinn í ágúst 2013. Hann hafði þá opnað leikskóla þar sem hann kenndi börnum tungumál úígúra. Hann sagði að fyrstu nótt hans í fangelsi hafi fangaverðir látið stóran hóp kínverskra fanga nauðga honum. Fangaverðirnir hafi skipað honum að klæða sig úr nærfötum sínum og fylgst með nauðguninni. Degi seinna hafi fangaverðir hlegið að honum og spurt hann hvort hann hafi ekki skemmt sér vel. Jiang sagði CNN að það hefði verið algeng leið til að pynta úígúra að skipa öðrum föngum að nauðga þeim í fangelsum Ayup var sleppt úr fangelsi í nóvember 2014, eftir að hann gekkst við ólöglegri fjáröflun.
Kína Mannréttindi Tengdar fréttir Evrópuþingið hvetur diplómata til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng Evrópuþingið hefur samþykkt ályktun þar sem diplómatar eru hvattir til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng vegna mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda. 9. júlí 2021 08:36 Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27 ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Evrópuþingið hvetur diplómata til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng Evrópuþingið hefur samþykkt ályktun þar sem diplómatar eru hvattir til að sniðganga vetrarólympíuleikana í Pekíng vegna mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda. 9. júlí 2021 08:36
Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27
ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10
Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent