Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2021 15:54 Kona mótmælir meðferð Kínverja á Úígúrum í Tyrklandi. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um þjóðarmorð á þjóðernisminnihlutum í Xinjiang-héraði. Vísir/EPA Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. Sérfræðingar telja að kínversk stjórnvöld hafi tekið allt að milljón úígúra og aðra minnihlutahópa sem eru íslamstrúar höndum í Xinjiang. Hundruð þúsunda manna hafi verið komið fyrir í fangabúðum þar sem þeir eru sagðir beittir líkamlegum og andlegum pyntingum. Kínversk stjórnvöld hafa hafnað því að mannréttindabrot eigi sér stað í Xinjiang og hafa talað um búðirnar sem einhvers konar endurmenntunarbúðir sem eigi að koma í veg fyrir að fólk snúist til öfgahyggju. Það sé liður í baráttu gegn hryðjuverkum í Xinjiang. Í skýrslu sem Amnesty International birti í dag hvetja samtökin Sameinuðu þjóðirnar til þess að rannsaka meint brot Kínastjórnar gegn úígúrum, Kasökkum og öðrum þjóðernishópum sem eru múslimatrúar, þar á meðal handtökur, eftirlit og pyntingar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það ætti að slá samvisku mannkynsins að gríðarlegur fjöldi fólks hafi verið látinn sæta heilaþvætti, pyntingum og annarri niðurlægjandi meðferð í einangrunarbúðum á meðan milljónir til viðbótar búa við ótta í umfangsmiklu eftirlitssamfélagi,“ sagði Agnes Callamard, framkvæmdastjóri Amnesty International. Ásakanir hafa verið uppi um að í Xianjang hafi kínversk stjórnvöld gert ófrjósemisaðgerðir gegn vilja fólks, þungunarrof og ofsótt trúarleiðtoga til þess að uppræta trúar- og menningarhefðir úígúra. Þá hafa stjórnvöld gagngert flutt inn fólk af Han-ætt, fjölmennta þjóðarbrotinu í Kína, í Xinjiang til þess að gera heimamenn að minnihlutahópi þar. Amnesty telur að fangar í búðunum sæti stanslausri innrætingarherferð auk þess sem þeir séu misnotaðir andlega og líkamlega. Skýrsla samtakanna byggir á viðtölum við á sjötta tug fyrrverandi fanga sem lýsa meðal annars hvernig þeir voru barðir, gefin rafstuð, sviptir svefni, hengdir upp á vegg, fjötraðir niður og látnir dúsa í kulda og einangrun svo eitthvað sé nefnt. Kína Mannréttindi Tengdar fréttir ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10 Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Segja Úígúra útskrifaða úr fangabúðum Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. 9. desember 2019 09:22 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Sérfræðingar telja að kínversk stjórnvöld hafi tekið allt að milljón úígúra og aðra minnihlutahópa sem eru íslamstrúar höndum í Xinjiang. Hundruð þúsunda manna hafi verið komið fyrir í fangabúðum þar sem þeir eru sagðir beittir líkamlegum og andlegum pyntingum. Kínversk stjórnvöld hafa hafnað því að mannréttindabrot eigi sér stað í Xinjiang og hafa talað um búðirnar sem einhvers konar endurmenntunarbúðir sem eigi að koma í veg fyrir að fólk snúist til öfgahyggju. Það sé liður í baráttu gegn hryðjuverkum í Xinjiang. Í skýrslu sem Amnesty International birti í dag hvetja samtökin Sameinuðu þjóðirnar til þess að rannsaka meint brot Kínastjórnar gegn úígúrum, Kasökkum og öðrum þjóðernishópum sem eru múslimatrúar, þar á meðal handtökur, eftirlit og pyntingar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það ætti að slá samvisku mannkynsins að gríðarlegur fjöldi fólks hafi verið látinn sæta heilaþvætti, pyntingum og annarri niðurlægjandi meðferð í einangrunarbúðum á meðan milljónir til viðbótar búa við ótta í umfangsmiklu eftirlitssamfélagi,“ sagði Agnes Callamard, framkvæmdastjóri Amnesty International. Ásakanir hafa verið uppi um að í Xianjang hafi kínversk stjórnvöld gert ófrjósemisaðgerðir gegn vilja fólks, þungunarrof og ofsótt trúarleiðtoga til þess að uppræta trúar- og menningarhefðir úígúra. Þá hafa stjórnvöld gagngert flutt inn fólk af Han-ætt, fjölmennta þjóðarbrotinu í Kína, í Xinjiang til þess að gera heimamenn að minnihlutahópi þar. Amnesty telur að fangar í búðunum sæti stanslausri innrætingarherferð auk þess sem þeir séu misnotaðir andlega og líkamlega. Skýrsla samtakanna byggir á viðtölum við á sjötta tug fyrrverandi fanga sem lýsa meðal annars hvernig þeir voru barðir, gefin rafstuð, sviptir svefni, hengdir upp á vegg, fjötraðir niður og látnir dúsa í kulda og einangrun svo eitthvað sé nefnt.
Kína Mannréttindi Tengdar fréttir ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10 Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Segja Úígúra útskrifaða úr fangabúðum Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. 9. desember 2019 09:22 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10
Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56
Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46
Segja Úígúra útskrifaða úr fangabúðum Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. 9. desember 2019 09:22