Enski boltinn

María lék allan leikinn í sigri Man United

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
María Þórisdóttir lék allan leikinn í kvöld.
María Þórisdóttir lék allan leikinn í kvöld. Charlotte Tattersall/Getty Images

Manchester United vann 2-0 útisigur á Birmingham City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. María Þórisdóttir lék allan leikinn í hjarta varnar Man United.

Leah Galton kom gestunum yfir um miðbik fyrri hálfleiks og leiddi Man Utd 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik var leikurinn nokkuð jafn og ógnuðu heimakonur töluvert.

Á endanum var það hins vegar Ella Ann Toone sem tryggði sigurinn með öðru marki gestanna eftir sendingu Hönnuh Blundell en hún lagði upp bæði mörk liðsins. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 2-0 gestunum í vil.

Sigurinn þýðir að Man Utd er með 9 stig að loknum 4 leikjum. Þremur stigum á eftir toppliðum Arsenal og Tottenham Hotspur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.