Enski boltinn

Góð byrjun Brighton heldur áfram

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Brighton hefur unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum tímabilsins.
Brighton hefur unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Eddie Keogh/Getty Images

Brighton vann í dag góðan 2-1 sigur gegn Leicester í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur nú unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum tímabilsins.

Á 35. mínútu kom Neal Maupay Brighton í forystu af punktinum eftir að Jannik Vestergaard handlék knöttinn innan vítateigs. Staðan var því 1-0 þegar að flautað var til hálfleiks.

Danny Welbeck tvöfaldaði forskot Brighton á 50. mínútu þegar að hann skallaði hornspyrnu Leandro Trossard í netið.

Jamie Vardy minnkaði muninn tíu mínútum síðar eftir stoðsendingu Youri Tielemans, en nær komust Leicester ekki.

Brighton vann því góðan 2-1 sigur og er í þriðja sæti með 12 stig eftir fimm leiki. Leicester situr hins vegar í 12. sæti með sex stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.