„Rútuferðirnar voru örugglega hluti af þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2021 20:48 Ásdís Karen Halldórsdóttir fyrir miðju í meistarafögnuði Vals í kvöld. Hún var að vonum hæstánægð með sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. vísir/hulda margrét „Tvær rútuferðir. Ein á Húsavík og önnur á Krókinn. Eftir það var þetta pottþétt,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Vals, sposkur á svip þegar hann var spurður hvað hefði skilað liðinu titlinum. Pétur vildi ekki fara nánar út í það hvað rútuferðirnar í sumar hefðu gert fyrir Valsliðið en sagðist kannski gera það síðar. „En núna má opna kampavínið. Við fögnum þessum titlum eins og öllum sem við vinnum,“ sagði Pétur á Hlíðarenda í kvöld þar sem Valur varð Íslandsmeistari í fótbolta kvenna í tólfta sinn. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Péturs á þeim fjórum árum sem hann hefur þjálfað Val og hann er hvergi hættur: „Þetta er að mörgu leyti nýtt lið sem að stelpurnar bjuggu til og við gerðum það bara frábærlega vel í sumar. Mér fannst þetta rosalega mikið „lið“. Eftir erfiða byrjun fannst mér þetta breytast í rosalega gott knattspyrnulið og það skilaði þessum titli fyrst og fremst. Ef að ég er hérna þá er stefnan að halda áfram að vinna titla,“ sagði Pétur, og verður hann áfram? „Já, ég held að það hljóti að vera.“ Pétur Pétursson hefur ærna ástæðu til að fagna enda Íslandsmeistari í annað sinn á þremur árum.vísir/hulda margrét Eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir og unnið hart að Ásdís Karen Halldórsdóttir hló aðspurð hvort það væri rétt hjá Pétri að rútuferðir út á land hefðu lagt grunninn að titlinum: „Rútuferðirnar voru örugglega hluti af þessu. Þær þjöppuðu okkur saman. En mér finnst bara allir hafa gert sitt allra besta í sumar, leikmenn og þjálfarar og bara allir, svo þetta er okkur öllum að þakka,“ sagði Ásdís Karen. „Þetta er fyrsti titillinn minn og eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir og unnið hart að. Þetta er frábær tilfinning,“ sagði Ásdís Karen sem er á sinni annarri leiktíð með Val og hefur verið í stóru hlutverki í sumar: „Það er gaman að fá traustið til að spila og þetta hefur bara verið geggjað,“ segir Ásdís Karen og hún tekur undir að hún hafi vaxið með hverri raun í sumar: „Alveg hundrað prósent. Maður fær meira sjálfstraust með spilatímanum og það er búið að skila sér.“ Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir „Þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram“ „Mér líður frábærlega. Þetta er virkilega skemmtilegt,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í fótbolta. 25. ágúst 2021 20:23 Leik lokið: Valur - Tindastóll 6-1 | Tólfti titill Valskvenna Valskonur tryggðu sér í kvöld sinn tólfta Íslandsmeistaratitil í fótbolta með öruggum sigri á botnliði Tindastóls í þriðja síðasta leik sínum í sumar. 25. ágúst 2021 19:44 Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Pétur vildi ekki fara nánar út í það hvað rútuferðirnar í sumar hefðu gert fyrir Valsliðið en sagðist kannski gera það síðar. „En núna má opna kampavínið. Við fögnum þessum titlum eins og öllum sem við vinnum,“ sagði Pétur á Hlíðarenda í kvöld þar sem Valur varð Íslandsmeistari í fótbolta kvenna í tólfta sinn. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Péturs á þeim fjórum árum sem hann hefur þjálfað Val og hann er hvergi hættur: „Þetta er að mörgu leyti nýtt lið sem að stelpurnar bjuggu til og við gerðum það bara frábærlega vel í sumar. Mér fannst þetta rosalega mikið „lið“. Eftir erfiða byrjun fannst mér þetta breytast í rosalega gott knattspyrnulið og það skilaði þessum titli fyrst og fremst. Ef að ég er hérna þá er stefnan að halda áfram að vinna titla,“ sagði Pétur, og verður hann áfram? „Já, ég held að það hljóti að vera.“ Pétur Pétursson hefur ærna ástæðu til að fagna enda Íslandsmeistari í annað sinn á þremur árum.vísir/hulda margrét Eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir og unnið hart að Ásdís Karen Halldórsdóttir hló aðspurð hvort það væri rétt hjá Pétri að rútuferðir út á land hefðu lagt grunninn að titlinum: „Rútuferðirnar voru örugglega hluti af þessu. Þær þjöppuðu okkur saman. En mér finnst bara allir hafa gert sitt allra besta í sumar, leikmenn og þjálfarar og bara allir, svo þetta er okkur öllum að þakka,“ sagði Ásdís Karen. „Þetta er fyrsti titillinn minn og eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir og unnið hart að. Þetta er frábær tilfinning,“ sagði Ásdís Karen sem er á sinni annarri leiktíð með Val og hefur verið í stóru hlutverki í sumar: „Það er gaman að fá traustið til að spila og þetta hefur bara verið geggjað,“ segir Ásdís Karen og hún tekur undir að hún hafi vaxið með hverri raun í sumar: „Alveg hundrað prósent. Maður fær meira sjálfstraust með spilatímanum og það er búið að skila sér.“
Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir „Þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram“ „Mér líður frábærlega. Þetta er virkilega skemmtilegt,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í fótbolta. 25. ágúst 2021 20:23 Leik lokið: Valur - Tindastóll 6-1 | Tólfti titill Valskvenna Valskonur tryggðu sér í kvöld sinn tólfta Íslandsmeistaratitil í fótbolta með öruggum sigri á botnliði Tindastóls í þriðja síðasta leik sínum í sumar. 25. ágúst 2021 19:44 Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram“ „Mér líður frábærlega. Þetta er virkilega skemmtilegt,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í fótbolta. 25. ágúst 2021 20:23
Leik lokið: Valur - Tindastóll 6-1 | Tólfti titill Valskvenna Valskonur tryggðu sér í kvöld sinn tólfta Íslandsmeistaratitil í fótbolta með öruggum sigri á botnliði Tindastóls í þriðja síðasta leik sínum í sumar. 25. ágúst 2021 19:44
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti