„Rútuferðirnar voru örugglega hluti af þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2021 20:48 Ásdís Karen Halldórsdóttir fyrir miðju í meistarafögnuði Vals í kvöld. Hún var að vonum hæstánægð með sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. vísir/hulda margrét „Tvær rútuferðir. Ein á Húsavík og önnur á Krókinn. Eftir það var þetta pottþétt,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Vals, sposkur á svip þegar hann var spurður hvað hefði skilað liðinu titlinum. Pétur vildi ekki fara nánar út í það hvað rútuferðirnar í sumar hefðu gert fyrir Valsliðið en sagðist kannski gera það síðar. „En núna má opna kampavínið. Við fögnum þessum titlum eins og öllum sem við vinnum,“ sagði Pétur á Hlíðarenda í kvöld þar sem Valur varð Íslandsmeistari í fótbolta kvenna í tólfta sinn. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Péturs á þeim fjórum árum sem hann hefur þjálfað Val og hann er hvergi hættur: „Þetta er að mörgu leyti nýtt lið sem að stelpurnar bjuggu til og við gerðum það bara frábærlega vel í sumar. Mér fannst þetta rosalega mikið „lið“. Eftir erfiða byrjun fannst mér þetta breytast í rosalega gott knattspyrnulið og það skilaði þessum titli fyrst og fremst. Ef að ég er hérna þá er stefnan að halda áfram að vinna titla,“ sagði Pétur, og verður hann áfram? „Já, ég held að það hljóti að vera.“ Pétur Pétursson hefur ærna ástæðu til að fagna enda Íslandsmeistari í annað sinn á þremur árum.vísir/hulda margrét Eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir og unnið hart að Ásdís Karen Halldórsdóttir hló aðspurð hvort það væri rétt hjá Pétri að rútuferðir út á land hefðu lagt grunninn að titlinum: „Rútuferðirnar voru örugglega hluti af þessu. Þær þjöppuðu okkur saman. En mér finnst bara allir hafa gert sitt allra besta í sumar, leikmenn og þjálfarar og bara allir, svo þetta er okkur öllum að þakka,“ sagði Ásdís Karen. „Þetta er fyrsti titillinn minn og eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir og unnið hart að. Þetta er frábær tilfinning,“ sagði Ásdís Karen sem er á sinni annarri leiktíð með Val og hefur verið í stóru hlutverki í sumar: „Það er gaman að fá traustið til að spila og þetta hefur bara verið geggjað,“ segir Ásdís Karen og hún tekur undir að hún hafi vaxið með hverri raun í sumar: „Alveg hundrað prósent. Maður fær meira sjálfstraust með spilatímanum og það er búið að skila sér.“ Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir „Þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram“ „Mér líður frábærlega. Þetta er virkilega skemmtilegt,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í fótbolta. 25. ágúst 2021 20:23 Leik lokið: Valur - Tindastóll 6-1 | Tólfti titill Valskvenna Valskonur tryggðu sér í kvöld sinn tólfta Íslandsmeistaratitil í fótbolta með öruggum sigri á botnliði Tindastóls í þriðja síðasta leik sínum í sumar. 25. ágúst 2021 19:44 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Pétur vildi ekki fara nánar út í það hvað rútuferðirnar í sumar hefðu gert fyrir Valsliðið en sagðist kannski gera það síðar. „En núna má opna kampavínið. Við fögnum þessum titlum eins og öllum sem við vinnum,“ sagði Pétur á Hlíðarenda í kvöld þar sem Valur varð Íslandsmeistari í fótbolta kvenna í tólfta sinn. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Péturs á þeim fjórum árum sem hann hefur þjálfað Val og hann er hvergi hættur: „Þetta er að mörgu leyti nýtt lið sem að stelpurnar bjuggu til og við gerðum það bara frábærlega vel í sumar. Mér fannst þetta rosalega mikið „lið“. Eftir erfiða byrjun fannst mér þetta breytast í rosalega gott knattspyrnulið og það skilaði þessum titli fyrst og fremst. Ef að ég er hérna þá er stefnan að halda áfram að vinna titla,“ sagði Pétur, og verður hann áfram? „Já, ég held að það hljóti að vera.“ Pétur Pétursson hefur ærna ástæðu til að fagna enda Íslandsmeistari í annað sinn á þremur árum.vísir/hulda margrét Eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir og unnið hart að Ásdís Karen Halldórsdóttir hló aðspurð hvort það væri rétt hjá Pétri að rútuferðir út á land hefðu lagt grunninn að titlinum: „Rútuferðirnar voru örugglega hluti af þessu. Þær þjöppuðu okkur saman. En mér finnst bara allir hafa gert sitt allra besta í sumar, leikmenn og þjálfarar og bara allir, svo þetta er okkur öllum að þakka,“ sagði Ásdís Karen. „Þetta er fyrsti titillinn minn og eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir og unnið hart að. Þetta er frábær tilfinning,“ sagði Ásdís Karen sem er á sinni annarri leiktíð með Val og hefur verið í stóru hlutverki í sumar: „Það er gaman að fá traustið til að spila og þetta hefur bara verið geggjað,“ segir Ásdís Karen og hún tekur undir að hún hafi vaxið með hverri raun í sumar: „Alveg hundrað prósent. Maður fær meira sjálfstraust með spilatímanum og það er búið að skila sér.“
Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir „Þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram“ „Mér líður frábærlega. Þetta er virkilega skemmtilegt,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í fótbolta. 25. ágúst 2021 20:23 Leik lokið: Valur - Tindastóll 6-1 | Tólfti titill Valskvenna Valskonur tryggðu sér í kvöld sinn tólfta Íslandsmeistaratitil í fótbolta með öruggum sigri á botnliði Tindastóls í þriðja síðasta leik sínum í sumar. 25. ágúst 2021 19:44 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
„Þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram“ „Mér líður frábærlega. Þetta er virkilega skemmtilegt,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í fótbolta. 25. ágúst 2021 20:23
Leik lokið: Valur - Tindastóll 6-1 | Tólfti titill Valskvenna Valskonur tryggðu sér í kvöld sinn tólfta Íslandsmeistaratitil í fótbolta með öruggum sigri á botnliði Tindastóls í þriðja síðasta leik sínum í sumar. 25. ágúst 2021 19:44