„Þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram“ Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2021 20:23 Elín Metta Jensen hér fyrir miðju í meistarafögnuði Vals á Hlíðarenda í kvöld. vísir/hulda margrét „Mér líður frábærlega. Þetta er virkilega skemmtilegt,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í fótbolta. Eftir að hafa horft á eftir titlinum til Breiðabliks í fyrra vann Valur baráttuna í sumar og tryggði sér endanlega titilinn með 6-1 sigri gegn Tindastóli í kvöld þegar liðið á enn tvo leiki eftir. Valur hóf leiktíðina ekki með sérstaklega sannfærandi hætti og liðið tapaði til að mynda 7-3 í ótrúlegum leik gegn Breiðabliki á heimavelli. Eftir að líða tók á tímabilið hefur liðið hins vegar sprungið út. „Mér fannst við hafa trú á verkefninu alveg í gegn. Jafnvel þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram, einn leik í einu. Liðsheildin var þvílíkt sterk hjá okkur í sumar og alltaf einhver sem að steig upp, yfirleitt ekki sama manneskjan, og mér fannst það skila þessu,“ sagði Elín Metta í meistarafögnuði Vals á Hlíðarenda í kvöld. Elín Metta fór frekar rólega af stað á leiktíðinni en er nú komin með ellefu mörk og er næstmarkahæst í Pepsi Max-deildinni: „Ég er nokkuð sátt með mitt. Ég held að ég sé búin að gera mjög góða hluti fyrir liðið og það er það sem skiptir öllu máli.“ Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Vals á þremur árum. Elín Metta kom inn í Valsliðið þegar síðasta blómaskeiði þess lauk, sannkallaðri gullöld á fyrsta áratug aldarinnar, og nú virðist nýtt blómaskeið svo sannarlega hafið: „Ég vona það fyrir Vals hönd. Mér finnst við búin að byggja upp virkilega gott lið og góða liðsheild, Pétur og Eiður þjálfarar hafa staðið sig frábærlega í því, og hér hafa ungar og góðar stelpur komið inn í bland við þessar eldri. Þetta er þvílíkt góð blanda,“ sagði Elín Metta. Útilokar ekki atvinnumennsku Hin 26 ára gamla Elín Metta hefur samhliða því að vinna titla í fótbolta sinnt krefjandi námi í læknisfræði. Hún hefur hingað til ekki látið verða af því að fara utan í atvinnumennsku þrátt fyrir að hafa svo sannarlega tækifæri til þess en stefnir hún út í haust, nú þegar innan við ár er í Evrópumótið í Englandi? „Ég ætla bara að leyfa því að ráðast. Mér hefur alveg þótt það spennandi hingað til en svo er ég líka ánægð á Íslandi. Þetta er bara win-win dæmi.“ Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Eftir að hafa horft á eftir titlinum til Breiðabliks í fyrra vann Valur baráttuna í sumar og tryggði sér endanlega titilinn með 6-1 sigri gegn Tindastóli í kvöld þegar liðið á enn tvo leiki eftir. Valur hóf leiktíðina ekki með sérstaklega sannfærandi hætti og liðið tapaði til að mynda 7-3 í ótrúlegum leik gegn Breiðabliki á heimavelli. Eftir að líða tók á tímabilið hefur liðið hins vegar sprungið út. „Mér fannst við hafa trú á verkefninu alveg í gegn. Jafnvel þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram, einn leik í einu. Liðsheildin var þvílíkt sterk hjá okkur í sumar og alltaf einhver sem að steig upp, yfirleitt ekki sama manneskjan, og mér fannst það skila þessu,“ sagði Elín Metta í meistarafögnuði Vals á Hlíðarenda í kvöld. Elín Metta fór frekar rólega af stað á leiktíðinni en er nú komin með ellefu mörk og er næstmarkahæst í Pepsi Max-deildinni: „Ég er nokkuð sátt með mitt. Ég held að ég sé búin að gera mjög góða hluti fyrir liðið og það er það sem skiptir öllu máli.“ Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Vals á þremur árum. Elín Metta kom inn í Valsliðið þegar síðasta blómaskeiði þess lauk, sannkallaðri gullöld á fyrsta áratug aldarinnar, og nú virðist nýtt blómaskeið svo sannarlega hafið: „Ég vona það fyrir Vals hönd. Mér finnst við búin að byggja upp virkilega gott lið og góða liðsheild, Pétur og Eiður þjálfarar hafa staðið sig frábærlega í því, og hér hafa ungar og góðar stelpur komið inn í bland við þessar eldri. Þetta er þvílíkt góð blanda,“ sagði Elín Metta. Útilokar ekki atvinnumennsku Hin 26 ára gamla Elín Metta hefur samhliða því að vinna titla í fótbolta sinnt krefjandi námi í læknisfræði. Hún hefur hingað til ekki látið verða af því að fara utan í atvinnumennsku þrátt fyrir að hafa svo sannarlega tækifæri til þess en stefnir hún út í haust, nú þegar innan við ár er í Evrópumótið í Englandi? „Ég ætla bara að leyfa því að ráðast. Mér hefur alveg þótt það spennandi hingað til en svo er ég líka ánægð á Íslandi. Þetta er bara win-win dæmi.“
Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn