„Þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram“ Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2021 20:23 Elín Metta Jensen hér fyrir miðju í meistarafögnuði Vals á Hlíðarenda í kvöld. vísir/hulda margrét „Mér líður frábærlega. Þetta er virkilega skemmtilegt,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í fótbolta. Eftir að hafa horft á eftir titlinum til Breiðabliks í fyrra vann Valur baráttuna í sumar og tryggði sér endanlega titilinn með 6-1 sigri gegn Tindastóli í kvöld þegar liðið á enn tvo leiki eftir. Valur hóf leiktíðina ekki með sérstaklega sannfærandi hætti og liðið tapaði til að mynda 7-3 í ótrúlegum leik gegn Breiðabliki á heimavelli. Eftir að líða tók á tímabilið hefur liðið hins vegar sprungið út. „Mér fannst við hafa trú á verkefninu alveg í gegn. Jafnvel þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram, einn leik í einu. Liðsheildin var þvílíkt sterk hjá okkur í sumar og alltaf einhver sem að steig upp, yfirleitt ekki sama manneskjan, og mér fannst það skila þessu,“ sagði Elín Metta í meistarafögnuði Vals á Hlíðarenda í kvöld. Elín Metta fór frekar rólega af stað á leiktíðinni en er nú komin með ellefu mörk og er næstmarkahæst í Pepsi Max-deildinni: „Ég er nokkuð sátt með mitt. Ég held að ég sé búin að gera mjög góða hluti fyrir liðið og það er það sem skiptir öllu máli.“ Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Vals á þremur árum. Elín Metta kom inn í Valsliðið þegar síðasta blómaskeiði þess lauk, sannkallaðri gullöld á fyrsta áratug aldarinnar, og nú virðist nýtt blómaskeið svo sannarlega hafið: „Ég vona það fyrir Vals hönd. Mér finnst við búin að byggja upp virkilega gott lið og góða liðsheild, Pétur og Eiður þjálfarar hafa staðið sig frábærlega í því, og hér hafa ungar og góðar stelpur komið inn í bland við þessar eldri. Þetta er þvílíkt góð blanda,“ sagði Elín Metta. Útilokar ekki atvinnumennsku Hin 26 ára gamla Elín Metta hefur samhliða því að vinna titla í fótbolta sinnt krefjandi námi í læknisfræði. Hún hefur hingað til ekki látið verða af því að fara utan í atvinnumennsku þrátt fyrir að hafa svo sannarlega tækifæri til þess en stefnir hún út í haust, nú þegar innan við ár er í Evrópumótið í Englandi? „Ég ætla bara að leyfa því að ráðast. Mér hefur alveg þótt það spennandi hingað til en svo er ég líka ánægð á Íslandi. Þetta er bara win-win dæmi.“ Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Eftir að hafa horft á eftir titlinum til Breiðabliks í fyrra vann Valur baráttuna í sumar og tryggði sér endanlega titilinn með 6-1 sigri gegn Tindastóli í kvöld þegar liðið á enn tvo leiki eftir. Valur hóf leiktíðina ekki með sérstaklega sannfærandi hætti og liðið tapaði til að mynda 7-3 í ótrúlegum leik gegn Breiðabliki á heimavelli. Eftir að líða tók á tímabilið hefur liðið hins vegar sprungið út. „Mér fannst við hafa trú á verkefninu alveg í gegn. Jafnvel þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram, einn leik í einu. Liðsheildin var þvílíkt sterk hjá okkur í sumar og alltaf einhver sem að steig upp, yfirleitt ekki sama manneskjan, og mér fannst það skila þessu,“ sagði Elín Metta í meistarafögnuði Vals á Hlíðarenda í kvöld. Elín Metta fór frekar rólega af stað á leiktíðinni en er nú komin með ellefu mörk og er næstmarkahæst í Pepsi Max-deildinni: „Ég er nokkuð sátt með mitt. Ég held að ég sé búin að gera mjög góða hluti fyrir liðið og það er það sem skiptir öllu máli.“ Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Vals á þremur árum. Elín Metta kom inn í Valsliðið þegar síðasta blómaskeiði þess lauk, sannkallaðri gullöld á fyrsta áratug aldarinnar, og nú virðist nýtt blómaskeið svo sannarlega hafið: „Ég vona það fyrir Vals hönd. Mér finnst við búin að byggja upp virkilega gott lið og góða liðsheild, Pétur og Eiður þjálfarar hafa staðið sig frábærlega í því, og hér hafa ungar og góðar stelpur komið inn í bland við þessar eldri. Þetta er þvílíkt góð blanda,“ sagði Elín Metta. Útilokar ekki atvinnumennsku Hin 26 ára gamla Elín Metta hefur samhliða því að vinna titla í fótbolta sinnt krefjandi námi í læknisfræði. Hún hefur hingað til ekki látið verða af því að fara utan í atvinnumennsku þrátt fyrir að hafa svo sannarlega tækifæri til þess en stefnir hún út í haust, nú þegar innan við ár er í Evrópumótið í Englandi? „Ég ætla bara að leyfa því að ráðast. Mér hefur alveg þótt það spennandi hingað til en svo er ég líka ánægð á Íslandi. Þetta er bara win-win dæmi.“
Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira