Veður

Spáð hvössum vind­strengjum við fjöll á Snæ­fells­nesi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Stykkishólmi.
Frá Stykkishólmi. Vísir/Jóhann K.

Spáð er hvössum vindstrengjum við fjöll á norðanverðu Snæfellsnesi í kvöld sem getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að annars megi reikna með sunnan fimm til þrettán metrum á sekúndu í kvöld, en þá hvassara á Snæfellsnesi.

„Súld eða rigning sunnan- og vestantil á landinu og seint í dag rignir líklega einnig á Norðausturlandi. Hiti 14 til 24 stig, hlýjast norðaustan- og austanlands.

Áfram sunnanátt á morgun og víða þurrt, en dálítil væta á Suður- og Vesturlandi og einnig á miðvikudag. Þá er hins vegar spáð léttskýjuðu veðri norðan- og austanlands og talsverðum hlýindum á þeim slóðum.“

Spákortið fyrir klukkan 13 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Sunnan 5-13 m/s, en hægari á N- og A-landi. Súld eða dálítil rigning V-til og einnig við N-ströndina fyrri part dags, annars skýjað með köflum. Hiti 13 til 24 stig, hlýjast NA-til.

Á miðvikudag: Suðaustan 8-15 og lítilsháttar væta á S- og V-landi, en rigning V-til um kvöldið. Yfirleitt hægari vindur og víða léttskýjað N- og A-lands. Áfram hlýtt í veðri.

Á fimmtudag: Sunnanátt og súld með köflum, en þurrt á N- og A-landi. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast NA-lands.

Á föstudag: Sunnanátt og rigning, einkum S- og V-lands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á NA-landi.

Á laugardag og sunnudag: Vestanátt og dálítil væta, en þurrt á A-verðu landinu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast A-til.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×