Ásakaðir um að hafa slegið og sparkað í unga svarta leikmenn Chelsea á tíunda áratugnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2021 10:31 Gwyn Williams (t.v.) og Graham Rix (t.h.) á úrslitaleik FA bikarsins árið 2000. Mark Leech/Getty Images The Athletic hefur undir höndum dómsskjöl sem sýna fram á skelfilegt kynþáttaníð sem ungir svartir leikmenn enska knattspyrnufélagsins Chelsea urðu fyrir á tíunda áratug síðustu aldar. Gerendurnir eru þjálfari leikmannanna sem og yfirmaður unglingastarfs félagsins. Nokkrir af leikmönnum Chelsea frá því á tíunda áratug síðustu aldar hafa nú stigið fram og lýst yfir skelfilegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir er þeir voru á mála hjá félaginu. Sumir af þeim hafa nú höfðað mál gegn Chelsea þar sem félagið aðhafðist aldrei neitt þrátt fyrir að augljóslega væri eitthvað að. Einn af þeim sem hefur kært félagið segir að Graham Rix, fyrrum unglingaliðs þjálfari Chelsea, hafi ítrekað lamið sig og þá hafi Gwyn Williams, sem var yfir unglingastarfi félagsins, gert slíkt hið sama. Annar fyrrum leikmaður segist vera með áfallastreituröskun eftir hryllinginn sem leikmenn upplifðu á hverjum degi. Rix er ásakaður um að hafa kýlt leikmann í klofið, slegið leikmann ítrekað í höfuðið og hellt heitu kaffi yfir annan sem endaði með minniháttar brunasár. Einnig á Rix að hafa tekið þátt í æfingaleik með liðinu þar sem hann tók innkast af öllu afli beint í andlit leikmanns sem stóð örstutt frá honum. Leikmaðurinn endaði kylliflatur á jörðinni með blóðnasir. Rix, sem á að baki 17 A-landsleiki fyrir England, þjálfar nú Gosport Borough í 7. efstu deild Englands. Hann neitar öllum ásökunum. Williams neitar einnig öllum ásökunum um ofbeldi þó hann viðurkenni að rasísk ummæli hafi fallið á sínum tíma. Chelsea are being sued because of alleged conduct of Rix and Gwyn Williams, who both deny wrongdoing.High Court trial listed for March, with 62 witnesses. One former player, now in 40s, diagnosed with post-traumatic stress disorder. #CFC have apologised but deny liability.— Daniel Taylor (@DTathletic) August 19, 2021 Fimm vikna réttarhöld munu hefjast þann 7. mars á næsta ári í máli þar sem fjórir fyrrum leikmenn Chelsea hafa stefnt félaginu þar sem það var vinnuveitandi þeirra Rix og Williams. Talið er að málið verði eitt stærsta sinnar tegundar. Alls 62 vitni hafa verið boðuð, mögulega einhver af stærri nöfnum Chelsea, leikmenn eða starfslið, á árunum 1990 til aldamóta. Fótbolti Enski boltinn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Nokkrir af leikmönnum Chelsea frá því á tíunda áratug síðustu aldar hafa nú stigið fram og lýst yfir skelfilegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir er þeir voru á mála hjá félaginu. Sumir af þeim hafa nú höfðað mál gegn Chelsea þar sem félagið aðhafðist aldrei neitt þrátt fyrir að augljóslega væri eitthvað að. Einn af þeim sem hefur kært félagið segir að Graham Rix, fyrrum unglingaliðs þjálfari Chelsea, hafi ítrekað lamið sig og þá hafi Gwyn Williams, sem var yfir unglingastarfi félagsins, gert slíkt hið sama. Annar fyrrum leikmaður segist vera með áfallastreituröskun eftir hryllinginn sem leikmenn upplifðu á hverjum degi. Rix er ásakaður um að hafa kýlt leikmann í klofið, slegið leikmann ítrekað í höfuðið og hellt heitu kaffi yfir annan sem endaði með minniháttar brunasár. Einnig á Rix að hafa tekið þátt í æfingaleik með liðinu þar sem hann tók innkast af öllu afli beint í andlit leikmanns sem stóð örstutt frá honum. Leikmaðurinn endaði kylliflatur á jörðinni með blóðnasir. Rix, sem á að baki 17 A-landsleiki fyrir England, þjálfar nú Gosport Borough í 7. efstu deild Englands. Hann neitar öllum ásökunum. Williams neitar einnig öllum ásökunum um ofbeldi þó hann viðurkenni að rasísk ummæli hafi fallið á sínum tíma. Chelsea are being sued because of alleged conduct of Rix and Gwyn Williams, who both deny wrongdoing.High Court trial listed for March, with 62 witnesses. One former player, now in 40s, diagnosed with post-traumatic stress disorder. #CFC have apologised but deny liability.— Daniel Taylor (@DTathletic) August 19, 2021 Fimm vikna réttarhöld munu hefjast þann 7. mars á næsta ári í máli þar sem fjórir fyrrum leikmenn Chelsea hafa stefnt félaginu þar sem það var vinnuveitandi þeirra Rix og Williams. Talið er að málið verði eitt stærsta sinnar tegundar. Alls 62 vitni hafa verið boðuð, mögulega einhver af stærri nöfnum Chelsea, leikmenn eða starfslið, á árunum 1990 til aldamóta.
Fótbolti Enski boltinn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira