Veður

Skýjað að mestu og lítilsháttar væta í dag

Árni Sæberg skrifar
Skýjað verður flestum landshlutum í dag.
Skýjað verður flestum landshlutum í dag. Veðurstofa Íslands

Fremur hæg, breytileg átt verður í flestum landshlutum en Suðaustan fimm til tíu metrar á sekúndu með Suðurströndinni í dag.

Skýjað að mestu og lítilsháttar væta í flestum landshlutum, en rofar heldur til Norðaustantil þegar líður á daginn. 

Líkur eru á síðdegisskúrum inn til landsins á morgun. Hiti níu til sautján stig, hlýjast í innsveitum fyrir norðan.

Í hugleiðingum veðurfræðing segir að enn leiki hlýtt loft um landið og fáar þrýstilínur sjáist á veðurkortunum, það er vindar verða yfirleitt hægir allavega fram á helgina. 

Hins vegar sé loftið einnig rakt og því skýjað í flestum landshlutum, en gjarnan þokuloft eða súld við sjávarsíðuna. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.