Erlent

Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu

Samúel Karl Ólason skrifar
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, varaði við því fyrr í sumar að næsta uppskera væri mjög mikilvæg.
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, varaði við því fyrr í sumar að næsta uppskera væri mjög mikilvæg. AP/KCNA

Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm.

Ríkismiðlar Norður-Kóreu hafa eftir veðurfræðingi að á undanförnum þremur dögum hafi rigning í hlutum landsins mælst meiri en 500 millimetrar. Þá sé búist við frekari rigningu í ágúst, samkvæmt frétt Reuters.

Óttast er hvað þessar rigningar og flóð muni hafa á uppskeru og fæðuframboð í Norður-Kóreu.

Kim Jong Un, einræðisherra landsins, lokaði landamærum Norður-Kóreu þegar faraldur nýju kórónuveirunnar hófst. Sú ákvörðun, viðskiptaþvinganir gegn ríkinu vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlun og náttúruhamfarir hafa leitt til matvælaskorts og hungursneyðar.

Í júní sagði Kim opinberlega að Norður-Kórea væri í erfiðri stöðu og margt ylti á uppskeru þessa árs. Þá hafi ríkissjónvarp Norður-Kóreu ítrekað sýnt frá vinnu við að reisa varnargarða og laga sýki, brýr og önnur innviði sem ætlað er að koma í veg fyrir tjón vegna flóða.

Fréttaveitan segir að utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hafi talað saman í síma í morgun og þeir hafi rætt mögulega neyðaraðstoð til Norður-Kóreu.

Hamfararigningar síðustu daga koma í kjölfar hitabylgju og þurrks fyrr í sumar. Í síðasta mánuði rigndi mjög lítið í Norður-Kóreu. Hitinn var svo mikill að samkvæmt frétt Washington Post voru íbúar varaðir við vökvatapi og ofhitnunar.


Tengdar fréttir

Xi og Kim heita nánari samvinnu

Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla.

Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð

Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður.

Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu

Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.