Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2021 12:14 Kim Jong-un ávarpar forsætisrnefnd Verkamannaflokks Norður-Kóreu, Þar úthúðaði hann hátt settum embættismönnum fyrir vanhæfni, ábyrgðarleysi og sinnuleysi í glímunni við faraldurinn. AP/Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. Takmarkaðar upplýsingar um ástanda mála í Norður-Kóreu berast út fyrir landamæri ríkisins. Norður-kóresk stórnvöld hafa reynt að halda því fram að engin kórónuveirutilfelli hafi greinst þar þrátt fyrir að landið deili landamærum við Kína. Því reyna sérfræðingar að rýna í opinber ummæli líkt og þau sem ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hafði eftir Kim í dag. Ekki kom þó fram í umfjöllun hans hver þessi örlagaríku mistök hefðu verið. Þau voru Kim þó tilefni til þess að kalla saman forsætisnefnd Verkamannaflokksins. Kim sagði þar að „hátt settir embættismenn sem voru yfir mikilvægum málefnum ríkisins hefðu vanrækt að framfylgja mikilvægum ákvörðunum flokksins um að grípa til skipulagslegra, stofnanalegra, efnislegra, vísindalegra og tæknilegra aðgerða líkt og viðvarandi neyðarástand vegna faraldursforvarna krefst“. Munu aldrei viðurkenna smit Sérfræðingarnir telja þetta benda til þess að ástand faraldursins sé slæmt. Hong Min, greinandi hjá Þjóðareiningarstofnun Kóreu í Seúl í Suður-Kóreu, segir ummæli Kim benda til þess að hann ætli mögulega að gera Kim Tok Hun, forsætisráðherra, ábyrgan fyrir klúðri stjórnvalda og skipta honum út. „Það er ekki möguleiki að Norður-Kórea viðurkenni nokkru sinni smit, jafnvel þó að það almenn útbreiðsla, upplýsir norðrið alls ekki um slíka þróun og heldur áfram að halda á lofti veiruvörnum sem þau fullyrða að séu þær bestu,“ segir Hong við AP-fréttastofuna. Eðli ummæla Kim telur hann benda til að eitthvað stór hafi gerst, hvort það sé útbreitt smit kórónuveirunnar eða að stór hópur fólks hafi verið útsettur fyrir smiti. Aðrir sérfræðingar telja þó mögulegt að Kim sé ósáttur við smygl um landamærin eða að hann hyggi á uppstokkun í stjórn sinni til að treysta völd sín. Norður-Kórea lokaði landamærum sínum þegar faraldurinn hófst. Lokunin ásamt viðskiptaþvingunum hefur leitt til matvælaskorts og efnahagskreppu. Kim gekkst við því nýlega að matarskortur væri í landinu og sagði landsmönnum að búa sig undir sögulega slæmar afleiðingar sem breska ríkisútvarpið BBC segir að hafi virst vísun í mannskæða hungursneyð í landinu á 10. áratug síðustu aldar. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Á meðan hungursneyð ríkir í Norður-Kóreu greinir ríkismiðillinn, sem lýtur stjórn ríkisstjórnarinnar, frá því að alþýðan hafi áhyggjur af þyngdartapi leiðtoga síns, Kim Jong Un. 27. júní 2021 14:05 Þyngdartap Kim vekur upp spurningar um heilsu hans Nýlegar myndir benda til þess að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi grennst töluvert að undanförnu. Þær hafa vakið miklar vangaveltur um heilsufar leiðtogans. 16. júní 2021 14:32 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Takmarkaðar upplýsingar um ástanda mála í Norður-Kóreu berast út fyrir landamæri ríkisins. Norður-kóresk stórnvöld hafa reynt að halda því fram að engin kórónuveirutilfelli hafi greinst þar þrátt fyrir að landið deili landamærum við Kína. Því reyna sérfræðingar að rýna í opinber ummæli líkt og þau sem ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hafði eftir Kim í dag. Ekki kom þó fram í umfjöllun hans hver þessi örlagaríku mistök hefðu verið. Þau voru Kim þó tilefni til þess að kalla saman forsætisnefnd Verkamannaflokksins. Kim sagði þar að „hátt settir embættismenn sem voru yfir mikilvægum málefnum ríkisins hefðu vanrækt að framfylgja mikilvægum ákvörðunum flokksins um að grípa til skipulagslegra, stofnanalegra, efnislegra, vísindalegra og tæknilegra aðgerða líkt og viðvarandi neyðarástand vegna faraldursforvarna krefst“. Munu aldrei viðurkenna smit Sérfræðingarnir telja þetta benda til þess að ástand faraldursins sé slæmt. Hong Min, greinandi hjá Þjóðareiningarstofnun Kóreu í Seúl í Suður-Kóreu, segir ummæli Kim benda til þess að hann ætli mögulega að gera Kim Tok Hun, forsætisráðherra, ábyrgan fyrir klúðri stjórnvalda og skipta honum út. „Það er ekki möguleiki að Norður-Kórea viðurkenni nokkru sinni smit, jafnvel þó að það almenn útbreiðsla, upplýsir norðrið alls ekki um slíka þróun og heldur áfram að halda á lofti veiruvörnum sem þau fullyrða að séu þær bestu,“ segir Hong við AP-fréttastofuna. Eðli ummæla Kim telur hann benda til að eitthvað stór hafi gerst, hvort það sé útbreitt smit kórónuveirunnar eða að stór hópur fólks hafi verið útsettur fyrir smiti. Aðrir sérfræðingar telja þó mögulegt að Kim sé ósáttur við smygl um landamærin eða að hann hyggi á uppstokkun í stjórn sinni til að treysta völd sín. Norður-Kórea lokaði landamærum sínum þegar faraldurinn hófst. Lokunin ásamt viðskiptaþvingunum hefur leitt til matvælaskorts og efnahagskreppu. Kim gekkst við því nýlega að matarskortur væri í landinu og sagði landsmönnum að búa sig undir sögulega slæmar afleiðingar sem breska ríkisútvarpið BBC segir að hafi virst vísun í mannskæða hungursneyð í landinu á 10. áratug síðustu aldar.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Á meðan hungursneyð ríkir í Norður-Kóreu greinir ríkismiðillinn, sem lýtur stjórn ríkisstjórnarinnar, frá því að alþýðan hafi áhyggjur af þyngdartapi leiðtoga síns, Kim Jong Un. 27. júní 2021 14:05 Þyngdartap Kim vekur upp spurningar um heilsu hans Nýlegar myndir benda til þess að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi grennst töluvert að undanförnu. Þær hafa vakið miklar vangaveltur um heilsufar leiðtogans. 16. júní 2021 14:32 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Á meðan hungursneyð ríkir í Norður-Kóreu greinir ríkismiðillinn, sem lýtur stjórn ríkisstjórnarinnar, frá því að alþýðan hafi áhyggjur af þyngdartapi leiðtoga síns, Kim Jong Un. 27. júní 2021 14:05
Þyngdartap Kim vekur upp spurningar um heilsu hans Nýlegar myndir benda til þess að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi grennst töluvert að undanförnu. Þær hafa vakið miklar vangaveltur um heilsufar leiðtogans. 16. júní 2021 14:32