Vill áfengi og jakkaföt áður en afvopnunarviðræður hefjast aftur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 08:13 Kim Jong-un er ekki sagður sá eini sem þrái hágæðaáfengi og fín jakkaföt, heldur elítan í höfuðborginni öll. AP/Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu Norður-Kórea vill að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði aflétt svo ríkið geti hafið útflutning málma og innflutning hreinsaðrar olíu, áður en viðræður um kjarnorkuafvopnun við Bandaríkin hefjast. Þá hefur ríkið krafist þess að innflutningsbanni á lúxusvörum verði aflétt svo ríkið geti flutt inn fínt áfengi og föt. Þetta sagði Park Jie-won yfirmaður leyniþjónustu Suður-Kóreu í tilkynningu í morgun. Fyrir viku síðan tókst ríkjunum að koma samskiptaleiðum sínum aftur í lag eftir að þær höfðu legið niðri í meira en ár, eftir að Norður-Kórea ákvað að samskipti milli ríkjanna ættu ekki rétt á sér. Talið er að þetta skref merki að norðrið sé orðið tilbúnara til aukinna samskipta. „Forsenda þess að viðræður hefjist aftur, krefst Norður-Kórea þess að Bandaríkin leyfi útflutning málma og innflutning hreinsaðra olíuvara og annarra nauðsynja,“ er haft eftir Ha Tae-keung, nefndarmanni í leyniþjónustunefnd suðurkóreska þingsins, í frétt Reuters. „Ég spurði hvaða nauðsynjavörur þau vilji helst og þau sögðust helst vilja hágæða áfengi og jakkaföt, ekki bara fyrir Kim Jong Un einan heldur til að dreifa meðal elítunnar í Pyongyang,“ sagði hann. Norður-Kórea hefur lengi verið beitt viðskiptaþvingunum af alþjóðasamfélaginu og eru í gildi þvinganir á vegum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorku- og vopnatilrauna ríkisins. Norður-Kórea hefur gert sex kjarnorkutilraunir frá árinu 2006 og ítrekað skotið upp langdrægum flugskeytum, sem til dæmis kæmust yfir Kyrrahafið. Þá hafa Bandaríkin, Japan og Suður-Kórea sett aukalegar þvinganir á Norður-Kóreu. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Kjarnorka Tengdar fréttir Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. 30. júní 2021 12:14 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Þá hefur ríkið krafist þess að innflutningsbanni á lúxusvörum verði aflétt svo ríkið geti flutt inn fínt áfengi og föt. Þetta sagði Park Jie-won yfirmaður leyniþjónustu Suður-Kóreu í tilkynningu í morgun. Fyrir viku síðan tókst ríkjunum að koma samskiptaleiðum sínum aftur í lag eftir að þær höfðu legið niðri í meira en ár, eftir að Norður-Kórea ákvað að samskipti milli ríkjanna ættu ekki rétt á sér. Talið er að þetta skref merki að norðrið sé orðið tilbúnara til aukinna samskipta. „Forsenda þess að viðræður hefjist aftur, krefst Norður-Kórea þess að Bandaríkin leyfi útflutning málma og innflutning hreinsaðra olíuvara og annarra nauðsynja,“ er haft eftir Ha Tae-keung, nefndarmanni í leyniþjónustunefnd suðurkóreska þingsins, í frétt Reuters. „Ég spurði hvaða nauðsynjavörur þau vilji helst og þau sögðust helst vilja hágæða áfengi og jakkaföt, ekki bara fyrir Kim Jong Un einan heldur til að dreifa meðal elítunnar í Pyongyang,“ sagði hann. Norður-Kórea hefur lengi verið beitt viðskiptaþvingunum af alþjóðasamfélaginu og eru í gildi þvinganir á vegum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorku- og vopnatilrauna ríkisins. Norður-Kórea hefur gert sex kjarnorkutilraunir frá árinu 2006 og ítrekað skotið upp langdrægum flugskeytum, sem til dæmis kæmust yfir Kyrrahafið. Þá hafa Bandaríkin, Japan og Suður-Kórea sett aukalegar þvinganir á Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Kjarnorka Tengdar fréttir Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. 30. júní 2021 12:14 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14
Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01
Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. 30. júní 2021 12:14