Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2021 11:01 Starfsmenn skóla í Pyongang sótthreinsa kennslustofu. AP/Cha Song Ho Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. BBC hefur eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Rússar hafi nokkrum sinnum boðið Norður-Kóreu bóluefni en því hafi verið hafnað. Öllum slíkum boðum hefur verið hafnað af ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þess í stað hefur verið gripið til umfangsmikilla sóttvarna sem eru sagðar eiga þátt í hungursneyð þar. Undir lok júlí sögðu ríkismiðlar Norður-Kóreu frá því að Kim hefði skammað hátt setta embættismenn fyrir eitthvað sem lýst var sem afdrifarík mistök í að koma í veg fyrir útbreiðslu nýju kórónuveirunnar og það hefði valdið miklu neyðarástandi. Þau orð hafa verið talin til marks um að faraldurinn sé að leika Norður-Kóreu grátt um þessar mundir en eðli málsins samkvæmt er erfitt að sannreyna fregnir af einræðisríkinu einangraða. Frá upphafi faraldursins hafa ráðamenn í Norður-Kóreu staðhæft að veiran hafi ekki teygt anga sína þangað. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði í síðustu viku að 31.794 hefðu verið skimaðir fyrir veirunni og enginn hefði greinst smitaður. Sjá einnig: Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kim lokaði landamærum Norður-Kóreu þegar faraldurinn hófst. Þær lokanir hafa komið verulega niður á viðskiptum við Kína, sem útvegar einræðisríkinu ýmsar nauðsynjar eins og eldsneyti og matvæli. Það, viðskiptaþvinganir og náttúruhamfarir hafa leitt til matvælaskorts og hungursneyðar. AP fréttaveitan hefur eftir leyniþjónustu Suður-Kóreu að þar á bæ hafi engar vísbendingar sést um að Kim hafi verið bólusettur gegn Covid-19. Sömuleiðis hafi þeir engar upplýsingar um að bóluefni hafi borist til ríkisins. Þetta mun hafa komið fram á fundi forsvarsmanna leyniþjónustunnar með þingmönnum í dag. Frá COVAX verkefninu hafa borist þær upplýsingar að Norður-Kórea gæti fengið 1,9 milljón skammta bóluefna á fyrri hluta ársins. Það var þó í febrúar og þessi sending hefur ekki borist enn. Segja fólki að vonast ekki eftir bóluefnum Þingmenn í Suður-Kóreu hafa haft eftir leyniþjónustunni að embættismenn í Norður-Kóreu hafi gert þegnum sínum, sem eru um 26 milljónir talsins, ljóst að þeir ættu ekki að vonast eftir bóluefnum erlendis frá og ættu þess í stað að passa upp á sóttvarnir. Opinbert dagblað Norður-Kóreu birti í morgun ítarlega grein um það að smituðum hafi farið fjölgandi í Suður-Kóreu og að áhyggjur séu uppi um að fjórða bylgjan í ríkinu gæti orðið umfangsmikil. Yonhap fréttaveitan segir mjög sjaldgæft að fjölmiðlar í Norður-Kóreu fjalli um Covid-19 í Suður-Kóreu. Miðlarnir hafi fjallað um helstu vendingar í faraldrinum á heimsvísu en bara lítillega um Suður-Kóreu. Fréttaveitan hefur eftir Sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu að þetta sé í fyrsta sinn síðan í júní í fyrra sem Suður-Kórea er nefnd í fyrirsögn í dagblaðinu, sem heitir Rodong Sinmun. Fregnir hafa borist af því að Kim hafi lækkað herforingja í tign og að æðstu embætti Kommúnistaflokks Norður-Kóreu séu nú að mestu leyti í höndum almennra borgara en ekki herforingja. Samkvæmt frétt Reuters telja sérfræðingar það mögulega til marks um að Kim sé ósáttur við það hvernig búið sé að halda á málum í einræðisríki sínu og vilji leggja meiri áherslu á hagkerfið. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Tókýó fram yfir Ólympíuleikana Stjórnvöld í Japan hafa lýst yfir neyðarástandi í höfuðborginni Tókýó fram yfir Ólympíuleikana sem fram fara í borginni dagana 23. júlí til 8. ágúst. Þetta staðfesti forsætisráðherrann Yoshihide Suga í dag. 8. júlí 2021 09:14 Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. 8. júlí 2021 09:04 Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43 Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 „Verðum að læra að lifa með vírusnum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag nýja áætlun ríkisstjórnar hans um það að „lifa með Covid-19“ en sú áætlun snýr að því að fella niður sóttvarnaaðgerðir og félagsforðun á Englandi. Niðurfellingarnar munu hefjast þann 19. júlí. 5. júlí 2021 16:49 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
BBC hefur eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Rússar hafi nokkrum sinnum boðið Norður-Kóreu bóluefni en því hafi verið hafnað. Öllum slíkum boðum hefur verið hafnað af ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þess í stað hefur verið gripið til umfangsmikilla sóttvarna sem eru sagðar eiga þátt í hungursneyð þar. Undir lok júlí sögðu ríkismiðlar Norður-Kóreu frá því að Kim hefði skammað hátt setta embættismenn fyrir eitthvað sem lýst var sem afdrifarík mistök í að koma í veg fyrir útbreiðslu nýju kórónuveirunnar og það hefði valdið miklu neyðarástandi. Þau orð hafa verið talin til marks um að faraldurinn sé að leika Norður-Kóreu grátt um þessar mundir en eðli málsins samkvæmt er erfitt að sannreyna fregnir af einræðisríkinu einangraða. Frá upphafi faraldursins hafa ráðamenn í Norður-Kóreu staðhæft að veiran hafi ekki teygt anga sína þangað. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði í síðustu viku að 31.794 hefðu verið skimaðir fyrir veirunni og enginn hefði greinst smitaður. Sjá einnig: Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kim lokaði landamærum Norður-Kóreu þegar faraldurinn hófst. Þær lokanir hafa komið verulega niður á viðskiptum við Kína, sem útvegar einræðisríkinu ýmsar nauðsynjar eins og eldsneyti og matvæli. Það, viðskiptaþvinganir og náttúruhamfarir hafa leitt til matvælaskorts og hungursneyðar. AP fréttaveitan hefur eftir leyniþjónustu Suður-Kóreu að þar á bæ hafi engar vísbendingar sést um að Kim hafi verið bólusettur gegn Covid-19. Sömuleiðis hafi þeir engar upplýsingar um að bóluefni hafi borist til ríkisins. Þetta mun hafa komið fram á fundi forsvarsmanna leyniþjónustunnar með þingmönnum í dag. Frá COVAX verkefninu hafa borist þær upplýsingar að Norður-Kórea gæti fengið 1,9 milljón skammta bóluefna á fyrri hluta ársins. Það var þó í febrúar og þessi sending hefur ekki borist enn. Segja fólki að vonast ekki eftir bóluefnum Þingmenn í Suður-Kóreu hafa haft eftir leyniþjónustunni að embættismenn í Norður-Kóreu hafi gert þegnum sínum, sem eru um 26 milljónir talsins, ljóst að þeir ættu ekki að vonast eftir bóluefnum erlendis frá og ættu þess í stað að passa upp á sóttvarnir. Opinbert dagblað Norður-Kóreu birti í morgun ítarlega grein um það að smituðum hafi farið fjölgandi í Suður-Kóreu og að áhyggjur séu uppi um að fjórða bylgjan í ríkinu gæti orðið umfangsmikil. Yonhap fréttaveitan segir mjög sjaldgæft að fjölmiðlar í Norður-Kóreu fjalli um Covid-19 í Suður-Kóreu. Miðlarnir hafi fjallað um helstu vendingar í faraldrinum á heimsvísu en bara lítillega um Suður-Kóreu. Fréttaveitan hefur eftir Sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu að þetta sé í fyrsta sinn síðan í júní í fyrra sem Suður-Kórea er nefnd í fyrirsögn í dagblaðinu, sem heitir Rodong Sinmun. Fregnir hafa borist af því að Kim hafi lækkað herforingja í tign og að æðstu embætti Kommúnistaflokks Norður-Kóreu séu nú að mestu leyti í höndum almennra borgara en ekki herforingja. Samkvæmt frétt Reuters telja sérfræðingar það mögulega til marks um að Kim sé ósáttur við það hvernig búið sé að halda á málum í einræðisríki sínu og vilji leggja meiri áherslu á hagkerfið.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Tókýó fram yfir Ólympíuleikana Stjórnvöld í Japan hafa lýst yfir neyðarástandi í höfuðborginni Tókýó fram yfir Ólympíuleikana sem fram fara í borginni dagana 23. júlí til 8. ágúst. Þetta staðfesti forsætisráðherrann Yoshihide Suga í dag. 8. júlí 2021 09:14 Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. 8. júlí 2021 09:04 Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43 Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 „Verðum að læra að lifa með vírusnum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag nýja áætlun ríkisstjórnar hans um það að „lifa með Covid-19“ en sú áætlun snýr að því að fella niður sóttvarnaaðgerðir og félagsforðun á Englandi. Niðurfellingarnar munu hefjast þann 19. júlí. 5. júlí 2021 16:49 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Lýsa yfir neyðarástandi í Tókýó fram yfir Ólympíuleikana Stjórnvöld í Japan hafa lýst yfir neyðarástandi í höfuðborginni Tókýó fram yfir Ólympíuleikana sem fram fara í borginni dagana 23. júlí til 8. ágúst. Þetta staðfesti forsætisráðherrann Yoshihide Suga í dag. 8. júlí 2021 09:14
Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. 8. júlí 2021 09:04
Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43
Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45
„Verðum að læra að lifa með vírusnum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag nýja áætlun ríkisstjórnar hans um það að „lifa með Covid-19“ en sú áætlun snýr að því að fella niður sóttvarnaaðgerðir og félagsforðun á Englandi. Niðurfellingarnar munu hefjast þann 19. júlí. 5. júlí 2021 16:49