Vona að þriðji skammtur Pfizer hefti útbreiðsluna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júlí 2021 11:12 Bólusetningar með þriðja skammti hefjast á sunnudaginn í Ísrael. getty/Amir Levy Ísraelsmenn munu byrja að gefa þriðja skammt af bóluefni Pfizer til allra þeirra sem eru sextíu ára og eldri næsta sunnudag. Vonast er til að með þriðja skammtinum náist enn betri vörn gegn delta-afbrigði veirunnar og þannig verði hægt að stöðva útbreiðslu faraldursins í landinu, sem hefur verið að ná sér aftur á strik. Þeir sem fá þriðja skammtinn verða að vera orðnir sextíu ára gamlir og hafa fengið aðra sprautu bóluefnisins fyrir að minnsta kosti fimm mánuðum síðan. Naftali Bennett, forsætisráðherra landsins, tilkynnti þessi áform í gær. Isaac Herzog, forseti Ísrael, sem er akkúrat sextíu ára gamall, verður fyrstur til að fá þriðja skammtinn en hann verður sprautaður með honum í dag. Isaac Herzog er forseti Ísraels. Hann fær fyrstur manna þriðja skammt af Pfizer-bóluefninu. Veitir góða vörn gegn veikindum en minni gegn smiti Það er enn ekki ljóst hvort elstu aldurshóparnir þurfi þennan þriðja skammt bóluefnisins til að fá sem besta vörn gegn veirunni. Nægar rannsóknir liggja ekki fyrir á því að svo stöddu að mati margra og er deilt um þetta atriði í fræðasamfélaginu, að því er segir í frétt The New York Times. Það er þó vitað að bóluefnið nær minnstri virkni meðal elstu aldurshópanna. Flestar rannsóknir benda samt til að virkni Pfizer-bóluefnisins sé nokkuð mikil og að vörn sem hljótist af því endist í góðan tíma. Því eiga menn erfitt með að átta sig á nýjustu gögnum frá Ísrael, sem sýna svo mikla útbreiðslu delta-afbrigðisins meðal bólusettra. Heilbrigðisyfirvöld í Ísrael segja að ljóst sé að Pfizer-bóluefnið veiti enn rúmlega 90 prósent vörn gegn alvarlegum veikindum. Allt bendi þó til þess að efnið veiti sífellt minni vörn gegn smiti eftir því sem líður frá bólusetningunni. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Þeir sem fá þriðja skammtinn verða að vera orðnir sextíu ára gamlir og hafa fengið aðra sprautu bóluefnisins fyrir að minnsta kosti fimm mánuðum síðan. Naftali Bennett, forsætisráðherra landsins, tilkynnti þessi áform í gær. Isaac Herzog, forseti Ísrael, sem er akkúrat sextíu ára gamall, verður fyrstur til að fá þriðja skammtinn en hann verður sprautaður með honum í dag. Isaac Herzog er forseti Ísraels. Hann fær fyrstur manna þriðja skammt af Pfizer-bóluefninu. Veitir góða vörn gegn veikindum en minni gegn smiti Það er enn ekki ljóst hvort elstu aldurshóparnir þurfi þennan þriðja skammt bóluefnisins til að fá sem besta vörn gegn veirunni. Nægar rannsóknir liggja ekki fyrir á því að svo stöddu að mati margra og er deilt um þetta atriði í fræðasamfélaginu, að því er segir í frétt The New York Times. Það er þó vitað að bóluefnið nær minnstri virkni meðal elstu aldurshópanna. Flestar rannsóknir benda samt til að virkni Pfizer-bóluefnisins sé nokkuð mikil og að vörn sem hljótist af því endist í góðan tíma. Því eiga menn erfitt með að átta sig á nýjustu gögnum frá Ísrael, sem sýna svo mikla útbreiðslu delta-afbrigðisins meðal bólusettra. Heilbrigðisyfirvöld í Ísrael segja að ljóst sé að Pfizer-bóluefnið veiti enn rúmlega 90 prósent vörn gegn alvarlegum veikindum. Allt bendi þó til þess að efnið veiti sífellt minni vörn gegn smiti eftir því sem líður frá bólusetningunni.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45