Veður

Víða skúrir á landinu í dag

Árni Sæberg skrifar
Veður verður best á Norðausturlandi í dag.
Veður verður best á Norðausturlandi í dag. Veðurstofa Íslands

Suðaustlæg eða breytileg átt 3 til 10 metrar á sekúndu og skúrir verða á öllu landinu í dag. Lengst af verður þó þurrt og bjart á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu 9 til 19 gráður og hlýast verður á Austurlandi.

Á morgun snýst vindáttin við og norðaustanátt 5 til 13 metrar á sekúndu tekur við. Rigning eða súld með köflum verður víða en þurrt að kalla á Suðvesturlandi. Hiti verður á bilinu 8 til 16 stig og hlýjast á Suðurlandi.

Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að veður á landinu sé að breytast ört. Síðustu vikur hafa suðlægar áttir verið ríkjandi með þurru og hlýju veðri á norðaustanverðu landinu, en á morgun kveður við annan tón. 

Lægð nálgast þá landið úr suðaustri og henni fylgir norðaustan gola eða kaldi með rigningu eða súld á köflum víða um land, en úrkoman verður því sem næst samfelld á Austurlandi. Suðvestantil á landinu verður hins vegar þurrt að mestu og sólin gæti látið sjá sig af og til. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðurlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×