Veður

Rigning í kortunum á landinu öllu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Spáð er rigningu á morgun og næstu daga.
Spáð er rigningu á morgun og næstu daga. Vísir/Vilhelm

Búast má við suðlægum áttum með þokulofti eða rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag en skúraleiðingum síðdegis á morgun. Rigning hefst þá að nýju á sunnudag.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Mun úrkomuminna er á norðaustanverðu landinu og áfram verður þar hlýtt í veðri. Útlit er fyrir norðlægar áttir eftir helgi með vætusömu og heldur kólnandi veðri fyrir norðan og austan en þá mun jafnframt birta til sunnan heiða.

Í dag verður hiti víðast 10 til 24 stig en hlýjast norðaustanlands. Í Reykjavík má búast við suðaustan 3-10 metrum á sekúndu, rigningu og þokusúld með köflum. Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×