Veður

Löngum og vænum hlýindakafla á Norður- og Austurlandi að ljúka

Eiður Þór Árnason skrifar
Rjómablíða hefur leikið við fólk á Austurlandi síðustu vikur. 
Rjómablíða hefur leikið við fólk á Austurlandi síðustu vikur.  Vísir/Vilhelm

Löngum og vænum hlýindakafla á Norður- og Austurlandi fer senn að ljúka. Spáð er háloftalægð um helgina með svalara lofti og bleytu. Sunnan og vestanlands er útlit fyrir vætu af gagni, 10 til 15 mm á sunnudag. Í kjölfarið fer veður þar mjög kólnandi.

Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku. Svipuð saga er sögð í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

„Í næstu viku leggst vindur smám saman í norðlæga átt og veðurlag snýst við: norðurhelmingurinn fær vætu, en styttir upp syðra. Óhjákvæmilega fer þá hiti lækkandi, ekki síst á Norður- og Austurlandi.“

Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings er yfirstandandi júlímánuður sá hlýjasti sem mælst hefur á Norður- og Austurlandi á þessari öld. Þá hefur verið óvenjuþurrt í landshlutunum.

Það fer hratt kólnandi á Akureyri eftir næstu helgi en í dag er þar spáð 20 stiga hita. Skjáskot
Svipuð staða er uppi á Egilsstöðum.Skjáskot

Áfram hlýtt í þessari viku

Á landinu er spáð hægri suðlægri eða breytilegri átt í dag, þokulofti eða súld á vestanverðu landinu, annars víða léttskýjað en úrkomuminna norðaustanlands. Sunnan og suðaustan 5 til 13 metrar á sekúndu og rigning eða súld með köflum eftir hádegi, en úrkomuminna norðaustanlands.

Suðvestlæg átt, 5 til 10 metrar á sekúndu og rigning með köflum á morgun, en úrkomulítið eystra. Hiti 10 til 24 stig, hlýjast norðaustantil. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að suðlægar áttir og vætusamt verði sunnan- og vestantil fram yfir helgi. Áfram hlýindi norðaustanlands í þessari viku en þó mest fyrir austan. Í næstu viku fer svo hiti lækkandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag og laugardag: Sunnan- eða suðvestan 3-10 m/s og dálítil rigning, en skýjað með köflum og stöku skúrir A-til. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast NA-lands.

Á sunnudag: Sunnan og suðaustan 8-13 m/s og rigning S- og V-lands, en annars þurrt að kalla. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast eystra.

Á mánudag: Norðvestlægar eða vestlægar áttir og víða rigning eða skúrir, en bjart með köflum A-til. Kólnandi veður.

Á þriðjudag og miðvikudag: Útlit fyrir fremur svalar norðlægar áttir með vætu á N-verðu landinu, en lengst af þurrviðri og bjart syðra.


Tengdar fréttir

Yfir 27 stiga hiti á Norðausturhorninu

Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við landsmenn á Norðausturhorni landsins í dag. Hiti mældist víða yfir 27 gráðum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.